Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.03.1969, Blaðsíða 12
12 TIMINN FÖSTUDAGUR 7. marz 1969. J TILKYNNING UM AÐSTÖÐUGJALD í REYKJAVÍK ÁkveSið er að innheimta í Reykjavík aðstöðugjald á árinu 1969 samkvæmt heimild í HI. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga og reglu- gerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, Hefir borgarstjórn ákveðið eftirfarandí gjaldskrá: 0,2% Rekstur fiskiskipa. 0,5% Rekstur flugvéla. Matvöruverzlun 1 smásölu. Kaffi, sykur og korn- vara til manneldis í heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður. Endurtryggingar. 1,0% Rekstur farþega og fannskipa. Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Landbún- aður. Vátryggingar ót.a. Útgáfustarfsemi. Útgáfa dagblaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Verzlun ót.a. Iðnaður ót.a. 1,5% Sælgætis- og efnageröir, öl og gosdrykkjagerðir, gull- og sílfursmíði, hattasaumur, rakara- og hárgreiðslustofur, leirkerasmíði, ljósmyndun, myndskurður. Verzlun með gleraugu, kvenhatta, sportvörur, hljóð- færi, snyrti- og hreinlætisvörur. Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. — Fjölritun. 2,0% Skartgripa- og skrautmunaverzlun, tóbaks- og sælgætisverzlun, sölu- turnar, blómaverzlun, umboðsverzlun, minjagripaverzlun, Listmuna- gerð. Barar. Billjarðstofur. Persónuleg þjónusta. Enn fremur hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót.a. Með skirskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til að- stöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðarinnar. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Reykjavík, en hafa með höndum aöstöðu- gjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skatt- stjóranum í Reykjavik, sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæöi 8. gr. reglugerðarinnar. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavíkur, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í Reykjavík, þurfa að skila til skattstjórans i því umdæmi, þar sem eru heimilisfastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starfseminnar í Reykjavík. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, samkvæmt ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverj- um einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 21. marz n.k. að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting í gjaldfiokka, áætlað, eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavík, 7. marz 1969. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK Jörð til sölu Jörðin Kverngrjót í Dalasýslu er til sölu og iaus til ábúöar í næstu fardögum. Á jörðinni er nýtt íbúðarhús og 30 kúa fjós ásamt þurr- og vot- heyshlöðum. Fjárhús yfir 180 fjár ásamt hlöðu, 23 ha tún. Ræktunarskilyrði góð. Veiðiréttur. Ahöfn og vélar geta fylgt ef óskað er. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar, sem gefur allar nánari, upplýsingar. INGVI JÓNSSÓN - Sími um Neðri-Brunná. BILALOKK grunnfyllir, spartl, þynnir, slípimassi, vinyllakk, málmhreinsiefni, álgrunnur, silicone hreinsiefni oapBkco NÝKOMIÐ í BIFREIÐÍNA Bremsuborðar og hnoð, hnoðtæki, startkaplar, spennubreytar úr 12 v. í 6. v., gruggkúlur, ljós- kastarar, perustykki, tjakkar, bendixdrif í starL ara fyrir Chevrolet, Rambier o. fl. gerðir. S M Y R I L L - Ármúla 7 - Sími 12260. JÖRÐ TIL SÖLU Jörðin Þúfur í Skagafiröi er til sölu og laus til ábúðar á komandi vori. Öll hús eru úr steini, stórt íbúðarhús á kjallara, 16 kúa fjós, mykjuliús, mjólkurhús með mjaltavélum. 100 khida fjárhús, hesthús, reykliús, hlöður 700 fermetra, votheys- hlöður 100 ferm., 20 ha. tún, mikið fullþun'kað land til ræktunar. Miklar girðingar, vélar geta fylgt. Leiga gæti ef til vill komið til greina. Raf- magn, sími, gott vegasamband. Semja ber við Helga Rafn fulltrúa, Sauðárkróki. Óskar Gislason. Hjukmnarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar nú þegar í Vífilsstaðahæli. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Allar nán- ari upplýsingar veitir forstöðukonan á staðnum og í síma 51855. Reykjavík, 5. marz 1969. Skrifstofa ríkisspítalanna. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS *, Á mánudag verður dregið í 3. flokki. jft'' 2.000 vinníngar aS fjárhæð 6.800.000 krónur. í dag er síðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrætti Hásköia íslands 3. flokkur: 2 á 500.000 kr. 1.000.000 kr 2 - 100.000 — 200.000 — 80 -• 10.000 — 800.000 — 312 - 5.000 — 1.560.000 — 1.600 - 2.000 — 3.200.000 — Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. 40.000 kr. 2.000 6.8000.00 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.