Vísir - 22.09.1977, Page 2

Vísir - 22.09.1977, Page 2
Fimmtudagur 22. september 1977 c I REYKJAVIK -----v----- J! Velur þú frekar íslenskar vörur en erlendar ef þú getur valiö? Erna Ingólfsdóttir, menntaskóla- nemi: Já, ég vel frekar islenskt ef g þess er kostur, en þau föt sem ég | kaupi eru þó frekar erlend. I Oddgeir Einarsson, vagnstjón:| Já, maður reynir það nú, en þó| kemur fyrir að ég syndgi! Fólk eri sjálfsagt ekki nógu vakandi fyrirl þessum hlutum. I Þórunn Jónasdóttir, nemandi:! Já, ég vel frekar islenskar vöruri ef þær eru eins góðar. I Margrét Guðmundsdóltir, leik-® kona : Já, ég vel frekar islenskar}: vörur ef þær eru eins góðar. Friðieifur Kristjánsson, vél- stjóri: Já, ég kaupi frekar is- lenskt, en þar sem ég er á far- skipum kaupi ég þó einnig mikið af ódýrum vörum erlendis. ■ ■ ■ I ■ I ■ I I ■ I I HMHHHHfHHBHHMHHHHBHHHHHHHHHHHHHHHHHIHHHHHpBBf Frá æfingu á Grænjöxlum í Breiðholtsskóla. Vísismynd: JA FRUMSYNA GRÆNJAXLA í BREIÐHOLTSSKÓLA Fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins í höfuðborginni á þessu hausti verður i Breið- holtsskóla. Það er á föstudagskvöld, sem leikritið „Grænjaxlar” verður frumsýnt þar, en leikritið samdi Pétur Gunnarsson ásamt Spil- verki þjóðanna, leikstjóra sýn- ingarinnar, Stefáni Baldurs- syni, og leikhópnum. Það er ætl- að til sýninga i framhaldsskól- um og viðar. ,,í leikritinu er brugðið upp svipmyndum úr lifi unglinga og umhverfi oger það allt í fremur gamansömum tón. Ekki er um að ræða samfelldan söguþráð, heldur er brugöiö á leik — leikarar og söngvarar fara úr einu i annað, sýna unglinga, samskipti þeirra innbyrðis, við foreldra og annað fólk”, segir I frétt frá Þjóðleikhúsinu. Spilverk þjóðanna hefur sam- ið tónlist, sem er töluverö í sýn- ingunni, og kemur jafnframt þar fram. Leikarar eru Helga Jónsdóttir, Sigmundur örn Arn- grimsson, Þórhallur Sigurðsson og Þórunn Sigurðardóttir, en i Spilverkinu eru Egill ólafs son, Sigrún Hjálmtýsddttir, SigurðurBjólan og Valgeir Guð- jónsson. „Grænjaxlar” taka um eina og hálfa klukkustund i flutningi og er verð aðgöngumiða hið sama og á skólasýningar Þjóð- leikhússins. Fyrstu sýningarnar verða eins og áður segir i Breið- holtsskóla. — ESJ. Iðnminjasýning í Árbœjarsafni í dag Iðnminjasýning verður opnuð i dag I Árbæjarsafni, sem nú minn- ist 20 ára starfsafmælis sins. Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, opnar sýninguna, en ávörp flytja Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra og Sigurður Kristinsson, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna. Guðmund- ur Guðni Guðmundsson stjórnar athöfninni. Sýningin er haldin i tilefni iðn- kynningar i Reykjavik. Þar eru kynntar nokkrar iðngreinar, sem sumar hafa verið stundaðar hér frá öndverðu en aðrar siðar, er þarfir manna og lifnaðarhættir breyttust. Enn fremur er Iðnaðarmannafélagið kynnt. A sýningunni eru deildir um skósmiði, ullariðnað, húsgagna- smiði, bátasmiði og úrsmiði. — ESJ. HK> NÝJA FJÁRHAGSRÁÐ LANDSINS Sú var tiðin og ekki langt um liðið, að ekki mátti byggja garð í kringum hús án tilskilinna leyfa frá rikisstofnun, þar sem póli- tlskir fulltrúar deildu fram- kvæmda- og gjaldeyrisleyfum til hinna verðugu. Leyfastofn- unin hét ýmsum nöfnum, eins og Viðskiptanefnd og Fjárhagsráö. Með þessum skömmtunarstofn- unum náði pólitiska valdið al- gjörum yfirráöum yfir einstakl- ingnum og gerði suma rika og aðra fátæka. Þeir sem t.d. urðu að standa næturlangt i biðröð til að geta keyptföt i Última, muna enn eftir troöningnum og ósköp- unum, sem gengu á, loksins þegar verslunin opnaði kiukkan niu að morgni til að selja sér- réttindafatnað sinn. Bila- leyfi fengustekkinema á bak viö væri þrýstingur heilla flokks- deiida, vináttu- eða fjölskyldu- tengsl. Aðrir fengu kannski stuttan fyrirlestur um það hve hættulegt væri að aka bilum hjá þeim nefndarmanni sem flaut- aði fyrir horn. A timum viðreisnarstjórnar- innar var þessum höftum aflétt og við byrjuðum aftur að hegða okkur að hætti siöaðra þjóða, sem freista þess að afla gjald- eyris fyrir innkaupum þegn- anna. En nú fimmtán árum siö- ar er aftur byrjað að skammta og deila og drottna I gjaldeyris- málum með sömu formerkjum og i Fjárhagsráöi fyrrum. Nema nú heitir vina og vensla- nefndin Gjaldeyrisnefnd bank- anna. Yfir henni situr sjálfur viðskiptamálaráðherra lands- ins, sem flokkslega hefur aldrei verið alinn upp við það lág- marksfrjálsræði að fá óhindrað að gera erlend viðskipti. Siðast þegar Framsóknarfiokkurinn vari stjórn, að fráskildu vinstri- stjórnarævintýrinu sem lauk 1974, var skömmtunin i fullum gangi. Gjaldeyrisnefnd bankanna getur aldrei verið nema til vandræða,hversu vandaðirsem þeir menn annars eru, sem þar starfa. Eöli málsins samkvæmt er þeim skylt að vera með putt- ana i hverju einasta gjaldeyris- leyfi, hvort sem það er nú fyrir bil eða utanferð. Maður sé þá fyrir sér þveitast blóðinu i alls konar fyrirgreiöslum, aiveg eins og fulltrúar Fjárhagsráðs á sinum tima. Gjaldeyriseyðslan verður siðan á endanum svona nokkurn veginn eins og hún hefði orðið án Gjaldeyrisnefnd- ar bankanna, en i millitiðinni er með frestunum og ýmiskonar puttagangi búið að afla tilkostn- aðar, sem i raun hækkar þann gjaldeyri i verði, sem til ráð- stöfunar er á hverjum tima. Menn sem koma t.d. langt að til að sækja bil, sem þeim hefur verið lofaö, verða kannski að biða i viku eða hálfan mánuð eftirþvi að gjaldeyrisleyfi sé af- greitt. Jafnframt hlaöast vaxta- greiðslur á bilaumboðið. Þetta er látið viðgangast á sama tima og dollarinn i hverri nýrri bif- reið er á áttunda hundrað krón- ur. Gjaldeyrisnefnd bankanna er skömmtunarhneyksli, sem nú- verandi rikisstjórn veröur að færa haldbetri rök fyrir en hún hefur gert hingað til. Sé þörf fyrir gjaideyrisskömmtun á að segja það upphátt og opinskátt og taka þá upp gamla kerfið I einhverri mynd, sé svo komið að ekki sé hægt að lifa í landinu án skammtana. Hálfgerð leyni- skömmtun undir forsæti krata, sem hingaðtil hafa verið taldir f st jórnarandsöðu, er svona ámóta gáfuleg og afhenda stjórnarandstöðunni meirihluta i velflestum bankaráðum. Löngunin til að drottna pólitiskt I gegnum skömmtunarkerfi á ekki að ná yfirráðum yfir um- svifum I þjóðfélaginu fyrr en hún hefur verið samþykkt sem stefnumið i kosningum. Þangað til ættu króniskir skömmtunar- stjórar að hafa hægt um sig. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.