Vísir - 22.09.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 22.09.1977, Blaðsíða 4
c Fimmtudagur 22. september 1977 VISIR Umsjón: óli Tynes Carter var klökkur þegar Bert Lance sagði af sér Þótt Carter forseti hefði fulla stjóm á sér var sýnilegt að hann var i töluverðri geðshrær- ingu þegar hann skýrði fréttamönnum frá þvi i gær að Bert Lance fjár- lagastjóri hefði sagt af sér. Carter tók þetta auðsjáanlega mjög nærri sér og Itrekaði fullyrðingar sinar um að Lance væri góður og heiðarlegur maður. „Bert Lance er vinur minn”, sagði forsetinn. „Ég þekki hann einsvel og hann væribróðirminn. Ég veit að hann er góður og heiðarlegur maður. Hann mundi ekki vísvitandi gera neitt sem væri rangt”. Sex opinberar rannsóknar- nefndir hafa fjallað um fjármála- feril Berts Lance undanfarnar vikur. Ekkert hefur komið i ljós sem varpar rýrð á störf hanssem fjárlagastjóra, enda var sá liður nánast ekkert til athugunar. Það voru bankaviðskipti Lance áður en hann kom til Washington sem menn voru i uppnámi yfir. Ekki er hægt að segja að nein endanleg niðurstaða hafifengist. Rannsóknarnefndirnar hafa ekki komist að þvi að Lance hafi gertneittsem varrefsivert. Hins- vegar virðist hann til dæmis hafa notað sér heldur rýmilega mögu- leika til yfirdráttar á ávisana- reikningi si'num. Ýmis fleiri atriði hafa verið tind til. Ekkert þeirra er stór- vægilegt isjálfu sér, en lögð sam- an gefa þau mynd af hálfgerðri óreiðu óvenjulegri fjármálapóli- tik. 1 kjölfar Watergate er banda- riska þjóðin geysilega næm fyrir öllu sem er ekki hundrað prósent pottþétt. Þvi varð Bert Lance að segja af sér. Og nú er eftir að sjá hvort mál hans er þarmeð úr sögunni og hvort þetta hefur eitthvað skaðað vinsældir og traust forsetans hjá þjóðinni. Bert Lance Barna- sala í Frakk- landi Franska lögreglan er að rannsaka fréttir um að líbönsk börn hafi verið seld í Frakklandi barnlausum hjónum sem vilji taka þau að sér. Gangverð á barni er sagt vera 25 þúsund f rankar. Lögreglan leitar nú að li- bönskum lögfræðingi sem sagður hafa séð um söluna. Börnin eru sögð hafa verið á aldrinum frá tveggja til sex mánaða. Ekki er kunnugt um hversu mörg börn hefur ver- ið verslað með ef þessar fréttir eru þá sannar. Hins- vegar hefur borgarastriðið i Libanon gert óprúttnum ná- ungum fremur auðvelt fyrir að ná i börn til að selja. Fyrstq hœkkunin í 14 ár ísraelar hreiðra um sig í Libanon — vaka þar yfir þorpum kristinna falangista Kínverskir iðnverka- menn fá áður en langt um liður fyrstu launahækkun sem þeir hafa fengið í fjórtán ár, að sögn jap- önsku f réttastof unnar Ky- odo. Kínverskir embættis- menn skýrðu frá þessu á fundi með japönskum fréttamönnum sem eru að ferðast um Kína. Hækkunin verður fimmtán til tuttugu prósent og kemur mest til góða þeim sem lægst hafa launin, en hún mun einnig bæta nokkuð kjör tæknimanna. Þá eiga kenn- arar lika að fá launahækkun. Þeir verkamenn sem vinna mestu eða vandasömustu á- byrgðastörfin og hafa þar af leið- andi hæst laun, fá litla sem enga kauphækkun. Hækkunin nær ekki til nema fjörutiu prósenta af iðn- verkamönnum landsins. Landslýð hefur ekki enn verið tilkynnt um þetta ennþá, enda kemur hækkunin ekki til fram- kvæmda fyrr en eftir nokkra mánuði. ísraelskar hersveitir hafa nú komið sér fyrir á sex hæðum innan landa- mæra Líbanons, að því er áreiðanlegar heimildir herma. Hæðirnar eru yfir sex þorpum sem kristnir falangistar búa í og er það SUBBUSAGA CIA: BUÐU FOLKI I PARTI TIL AÐ GERA Á ÞVÍ TILRAUNIR MEÐ LYFJUM Undarlegustu ti,l- raunir virðast hafa verið gerðar á grun- lausum borgurum i þá tvo áratugi sem vis- indamenn bandarisku leyniþjónustunnar CIA voru að kanna leiðir til að ná stjóm á hugum manna. Að minnsta kosti einn maður beið bana, en rannsóknar- nefnd þingsins sem nú er að fjalla um þetta mál, hefur gmn um að þeir kunni að hafa ver- ið fleiri. Þessa dagana á að koma fyrir nefndina dr. Sidney Gottlieb, sem viröist hafa verið stjórn- andi,, Ultra” áætlunarinnar, en það var dulnefni tilraunanna. Gottlieb, sem nú er 59 ára gamall, lét af Störfum árið 1973, að þvi er virðist samkvæmt beinni skipun frá Richard Helms, sem þá var yfirmaður leyniþjónustunnar. Rannsóknarnefnd þingsins hefur nú komist að þvi að rétt áöur en hann hvarf frá störfum eyðilagði Gottlieb öll skjöl i sambandi við „Ultra”. Það er þó ekki vist að það nægi honum, þvi nafn hans hefur svo oft kom- ið upp þegar aðrir þátttakendur Ultra hafa verið yfirheyrðir. Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður, sem er formaður rannsóknarnefndar- innar, sagði til dæmis: „Nafn Gottliebs er á hverju einasta plággi sem við höfum fengið i hendurnar”. „Viltu koma i parti?” Handbendi Ultra gerðu til- raunir með margskonar ólyfj- an, en virðast þó hafa haft sér- stakan áhuga á LSD. Það hefur komið fram við rannsókn máls- ins að einn maður beið bana að minnsta kosti. Hann stökk út um glugga eftir að honum hafði ver- iðgefiðLSDivinblöndu, ánþess að hann vissi af. Fleiri tilraunir voru gerðar á saklausum borgurum. David Rhodes, fyrrum einn af sálfræð- ingum CIA, skýrði frá þvi að leyniþjónustan hefði leigt sér hús i San Francisco i eina viku. Hann og ýmsir kollegar hans fóru svo á milli skemmtistað- anna til að kynnast fólki og bjóða þvi i samkvæmi i húsinu. Þar átti svo að sprauta yfir það LSD úr úðakönnu og gá hvað geröist. Þessi tilraun mistókst þó, þvi menn höfðu ekki áttað sig á að húsið var ekki loftræst, og það var ekki hægt að loka öllum dyr- um og gluggum of lengi, þá heföu „gestirnir” orðið tor- tryggnir. Útsendarar CIA fengu alls- konar græjur til aö gera tilraun- ir með. Þar á meðal: 1) Vin- hrærara sem var þakinn ósýni- legri húð svefn- eða deyfilyfja, til að koma i vinglösin hjá fólki. 2) Ormjóa sprautunál til að geta sprautað ólyfjan i vinflöskur, i gegnum tappann. 3) örsmáar, holar, glertrefjar, fullar af ólyktarvökva. Trefjarnar voru settar undir teppi. Þegar einhver steig á þær gaus upp svo megn fýla að nærstaddir flýðu samstundis. auösjáanlega ætlun ísra- elsku hersveitanna að sjá um að þeir fái að búa þar áf ram. ísraelsmenn hafa ekki tekið neinn beinan þátt i bardögum ennþá. Þeir hafa að sögn farið oftar en einusinni yfir landamær- in, en það hefur verið til að flytja vopn og vistir. Nokkrum sinnum hefur stór- skotaliði verið beitt og flugvélar hafa farið i könnunarferðir, en þær hafa ekki skotið af öðru en ljósmyndavélum. A stæðan fyrir þvi að israelskar hersveitir hafa nú hreiðrað um sig á hæðunum kann að vera sú að vinstri sinnaðir Palestinu-arabar eru að senda liðsauka til sinna manna i Suður-Líbanon. Vietnam fékk aðild að Sþ Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna sam- þykkti i gær aðild Viet- nam og Djibúti að samtökunum. Samein- uðu þjóðimar eru þá orðnar 149 talsins. Vietnam hefur i nokkur ár sótt um aðild, en Bandarikin jafnan beitt neitunarvaldi i örygg- isráðinu. Nú hefur heldur skánað sam- búð landanna tveggja. Banda- rikin settu það aðallega fyrirsig að Vietnam neitaði að veita upplýsingar um bandariska hermenn sem týndust i orrustu, og var talið að sumir þeirra væri jafnvel enn fangar komm- únista. Ekki er þetta mál alveg leyst, en fulltrúar landanna eru farnir aðræðasaman um það. Þótti þá Jimmy Carter rétt að breyta um stefnu hvað snerti Sameinuðu þjóðirnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.