Vísir - 22.09.1977, Síða 5

Vísir - 22.09.1977, Síða 5
5 visir Fimmtudagur 22. september 1977 Hvenœr verður Namibío sjálf- stœtt ríki? Fundur þessa daga í Pretoríu þar sem reynt verður að þoka málinu áleiðis SIGVALDf HJÁLMARSSON SKRIFAR menn i ljós óskir um að Bretar sæju þeim fyrir einhverskonar stjórn, en Walvis Bay var eini staðurinn sem þá komst undir bresk yfirráð. Þjóðverjar keyptu svo alla strandlengjuna á næstu árum og landið varð þýsk nýlenda 1890. Svo gerðist það í fyrri heims- styrjöldinni að Bretar tóku höf- uðborgina Windhoek. Það var 1915. Og uppúr þvi fékk landið stöðu verndarsvæðis hjá gamla Þjóðabandalaginu sem seinna færðist af sjálfu sér yfir á Sam- einuðu þjóðirnar. Suður-Afriku var trúað fyrir að fara með um- boðsstjórnina, en hún hefur nú um langt skeið ekkert viljað af Sameinuðu þjóðunum vita og kosið að fara sinu fram i hverju sem er. HRJÓSTRUGT LAND Namibia er hrjóstrugt land. Hún er um 320 þúsund fermilur að stærð og ibúafjöldinn um 550 þúsund, þaraf um 75 þús. hvitir menn, en fjöldi búskmanna inni landi óviss. Ströndin er þurr og gróðurlitil. Þar eru miklar demantsnámur og einnig á hafsbotni meðfram landi. Uppá hálendisbrúninni er meiri gróð- ur og aðalatvinnuvegurinn nautgriparækt, einkum norðan- tu. EKKI KOSNINGAR Tvö atriði sýnast efst á baugi i umræðunum sem nú eru að hefjast: vera suður-afriskra herja i landinu meðan kosning- ar færu fram, og tilnefning full- trúa af hálfu Sameinuðu þjóð- anna til að vinna með þeirri stjórn sem Suður-Afrika hefur skipað. Swapo, þjóðarsamtök Namib- iu, kveðast ekki vilja fara úti HÖFIM O/'Vlfl AÐ REYNIMEL 34 Bjóðum viðskiptavini okkar velkomna á nýja staðinn og vekjum athygli á því, að nú seljum við einnig snyrtivörur í „Snyrtihorninu" snyrtihornið há rg reiðslustof a HELGU JÓAKiMS Reynimel 34, sími 21732. SUÐUR-AFRÍKA hefur um áratuga skeiö farið meö stjórn Suðvestur- Afríku eöa Namibíu í um- boði Sameinuðu þjóð- anna, en aldrei haft þar endanleg yfirráð. í því samhengi má þó segja að ekki er það laust sem skrattinn heldur, því stjórn Suður-Afriku þverskallast lon og don við að veita landinu fullt sjálfstæði. Einhver von er samt um að lausn sé i nánd, eftir þvi sem fregnir herma þaðan að sunnan. Fundur á að hefjast i dag i Pret- oriu þarsem ambassadorar fimm landa koma saman með Vorster forsætisráðherra og nokkrum öðrum leiðtogum Suð- ur-Afriku og ræða málið. Am- bassadorarnir eru frá Bret- landi, Bandarikjunum, Frakk- landi, Vestur-Þýskalandi og Kanada. Fundurinn stendur i dag og á morgun og er sá þriðji i röðinni. Það fréttist að málið hafi aldrei verið nær þvi að leysast endaþótt Vorster forsætisráð- herra tregðist við að láta hafn- arborgina Walvis Bay af hendi og hóti að ganga frá samninga- borði fyrir fullt og allt ef am- bassadorarnir hætta ekki að vé- fengja lagalegan rétt Suður- Afriku til að halda þeirri borg, en hún er eina náttúrulega höfn- in þar á ströndinni. STUTT SAGA Saga Namibiu er ekki löng að þvi er tekur til vestrænna af- skipta. Árið 1814 kom þangað þýskur trúboði og seinna ýmsir aðrir Þjóðverjar i slóð hans. Ar- ið 1876 létu nokkrir innbornir kosningar meðan herir Suður- Afriku eru enn i landinu, og Suð- ur-Afrika neitar að kalla herlið- ið heim meðan hætta er á skæruhernaði að þeirra sögn. Giskað er á að ambassadorarnir leggi fram þá málamiðlun að herinn verði settur undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. NÝR landsstjóri Nýr landsstjóri tók við i Wind- hoek 1. sept., suður-afriskur dómari J.M. Steyn að nafni. En ekki þykir hinum vestrænu am- bassadorum sú skipun koma á heppilegum tima. Raunar er vitað að einhver óeirð hefur ver- ið i landinu og ekki allt meö felldu um stjórnina. Telja þeir að sögn að betra hefði verið ef stjórn Suður-Afriku hefði beðið með þessa skipan uns náðst hafði samkomulag um fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum til að vinna með Steyn. ÓFORMLEGT MAL Allar þessar umræður eru i rauninni óformlegt tal, þvi verið er einungis að reyna að finna grundvöll fyrir samkomulagið. Oryggisráðið á að fjalla um málið að lokum, og hvert land hefur þar neitunarvald svo eng- inn veit hver endanleg niður- staða verður, enda vist að heimspólitiskir hagsmunir ráða langmestu um allar atkvæða- greiðslur i ráðinu. En hitt er mikils virði að Suð- ur-Afrika hefur nú viðurkennt að um það hversu Namibia fær sjálfstæði þurfi að ná samkomu- lagi sem eining er um á alþjóða vettvangi. Von er nú talin um að ekki verði frekari brögð að kólerufaraldri þeim sem geisað hefur um Austurlönd nær og sunnanverða Asiu. i Austurlöndum nær létust yfir 70 manns og þrjú þúsund aðrir tóku veikina. Kóiera er langdlæg á þessum svæðum sumstaðar en haldið f skefjum með bólusetningu, tilað mynda á stórum svæðum f Indlandi. Myndin er frá sjúkrahúsi i Damaskus. 1 dag kl. 15:00 á 20 ára afmæli Árbæjarsafnsins opnar sérstök iðnminjasýning í sýningarsal Árbæjarsafns- ins. Á sýningunni verða sýnd gömul iðnverkstæði, hlutir úr iðnminjasafni Þjóðminjasafnsins, o.fl. Sýningin verður opin daglega frá kl. 16:00 — 22:00, og kl. 14:00 — 22:00 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Sérstök fólksflutningabifreið, yfirbyggð af Agli Vil- hjálmssyni í Reykjavík fyrir 30 árum, flytur gesti iðn- kynningar frá Laugardalshöll til Árbæjarsafns. IÐNKYNNING í .REYKJAVÍK

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.