Vísir - 22.09.1977, Síða 7

Vísir - 22.09.1977, Síða 7
7 VISIR Fimmtudagur 22. september 1977 Hóf til heið- urs heimsmeistara Menntamálaráðherra óskar heimsmeistaranum til hamingju og tilkynnir aö hann eigi von á gjöf frá rlkisstjórninni. Jón, ásamt Margeiri Péturssyni, sem var aöstoöarmaður hans á mótinu I Frakklandi. (Myndir: GVogEGE) Jón skoðar hringinn góöa meö foreldrum sinum, Ingibjörgu Jónsdóttur og Arna Björnssyni. Efnt var til hófs til heiðurs Jóni L. Árnasyni heimsmeistara i Ráð- herrabústaðnum í gær- kvöldi á vegum rikis- stjórnarinnar. Þar flutti Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra ávarp og flutti hinum unga sk'aksnillingi heilla- og hamingjuóskir. Menntamálaráöherra til- kynnti jafnframt að rikisstjórn- in myndi færa Jóni góðan grip að gjöf við fyrstu hentuglega. Einar S. Einarsson forseti Skáksambands Islands flutti stuttaræðu og færði Jóni gjöf frá Skáksambandi Islands. Varð það fingurbaugur úr rauðagulli og platinu, settur svörtum onix- steini i hróksumgjörð, prýddur kórónu. Hringurinn er skreyttur hvitagullsröndum með skák- mynstri, áletruðum IM (Is- landsmeistari) NM (Norður- landameistari) og HM (Heims- meistari), ennfremur upphafs- stöfum Jóns og skáksambands- ins og ártalinu 1977. Hringurinn er hannaður af Sigurði Steinþórssyni og smið- aður hjá Gulli og silfri. 1 samtali við Visi sagði Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráöherra, aðekki væri búið að ákveða gjöf rikisstjórnar- innar. Þetta hefðiborið brátt að, en hugmyndið væri sú að velja einhvern góðan og varanlegan grip. Eorseti Skáksambandsins sagöi i hófinu að Skáksam- bandið hefði ákveðið að láta slá sérstakan minnispening i tilefni af fyrsta heimsmeistaratitli ís- lendinga. Hluti af söluandvirði verður varið til að styrkja Jón L. Árnason til frekari afreka á skáksviðinu. —SG Gjöf Skáksambandsins var falin I blómvendi og Einar S. Einarsson hjálpar Jóni viö aö leita.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.