Vísir - 22.09.1977, Side 23

Vísir - 22.09.1977, Side 23
VISIR Fimmtudagur 22. september 1977 Hringið í síma 86611 milli klukkan 13 og 15 eða skrifiðtil Vísis Síðumúia 14/ Reykjavik. ' " '"-y"—..... ' _________J „Getur samgönguráðherra ekkert gert varðandi flug- samgöngur 15 staða? Óánægöir Siglfirðingar hafa sent lesendasiðunni eftirfarandi bréf: Okkur furðar á þvi hve lítið hef- ur verið fjallað um það i fjölmiðl- um að flugsamgöngur hafa alveg lagst niður til 15 byggðarlaga á landinu vegna deilunnar sem stendur milli Guðjóns Styrkárs- sonarog flugmanna flugfélagsins Vængja. Siglufjörður er stærstur þeirra staða, sem Vængir hafa þjónað undanfarin ár með flug- samgöngum og kemur þvi stöðv- un rekstursins alvarlegast niður á bæjarbiíum hér. Vegna þessara samgangna hefur ferðum á landi og sjó verið fækkað verulega sið- ustu árin og fáum við nú ekki póst nema tvisvar til þrisvar i viku. Óþægindi vegna loðnu- vertíðar. Loðnuvertiðin er i fullum gangi og þvi þörf á að flytja sjómenn i áhafnaskiptum héðan og hingað ogmikið um flutninga á varahlut- um til skipaflotans sem hefur haft aðalbækistöð hér á Siglufirði. Allt þetta er miklum erfiðleikum háð vegna stöðvunar flugs Vængja. Um siðustu helgi lögðu nokkrir loðnusjómenn héðan af stað fót- gangandi út úr bænum i von um að komast i eitthvert farartæki á leiðinni til þess að komast suður. Þetta er auðvitað ófært. Þarf að afturkalla sér- leyfið? Menn spyrja hér hvort sam- gönguráðherra geti ekki gert eitt- hvað i málinu. Hann hefur úthlut- að Vængjum sérleyfi til flugs á 15 staði á landinu, en nú liggur allt flug til þeirra niðri og hefur gert f einar þrjár vikur.Erekki hægt að krefjast þess af sérleyfishafa, að hann standi viö þær skuldbinding- ar, sem hann hefur gefið ráðu- neytinu og byggðarlögunum. Væri ekki hægt að afturkalla leyf- ið, ef stjórnarformaður Vængja sýnir engan áhuga á aö leysa málið og koma vélunum á loft að nýju? Furðar á silaganginum Við Siglfirðingar eigum varla orð til þess að lýsa furðu okkar og óánægju yfir silaganginum, sem Bréfritarar spyrja meðal annars hvort ekki sé hægt að veita öðrum aðilum sérleyfi til flugs til þeirra áætlunarstaða, sem Vængir hafa þjónaðef ráöamenn félagsins hafa ekki I hyggju að koma flugvélunum á loft að nýju. verið hefur á lausn þessarar deilu. Það er engu líkara en ráða- menn Vængja hafi engann áhuga á að hún leysist. Ef svo er verður að fela öðrum aðila að veita þess- um fimmtán byggðarlögum á landinu þá flugþjónustu sem þau þurfa á að halda. Væntum við þess, að sam- gönguráðherra láti þetta mál til sin taka og ræði alvarlega um þetta mál við flokksbróður sinn, stjómarformann Vængja en mál- efni okkar ibúa landsbyggðarinn- ar verði ekki látin reka á reiðan- um, jafnvel þótt þessi ráðherra hafi ef til vill meiri áhuga i augnablikinu á útrýmingu laxa- seiða syðra en flugþjónustu við landsbyggðina. Fjórir óánægðir Siglfirðingar Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu Eigum ávallt fyrirliggjandi fjaðrir í flestar gerðir Volvo og Scania vörubifreiðar. Útvegum fjaðrir í sœnska flutningavagna. Hjalti Stefánsson Sími 84720 VÍKINGUR BLAKDEILD Fundur allra flokka verður haldinn i kvöld kl. 8.30 fimmtudag 22. sept. í Félags- heimili Vikings við Hæðargarð. Áriðandi að allir mæti, nýir félagar vel- komnir. Stjórnin. Volkswagen 1200 L árg. 76 Höfum til sölu nokkra Volkswagen bif- reiðar. Gott verð, ef samið er strax. Uppl. i sima 41660. Faxi h.f. Skrifstofustarf -Keflavík- Laust er starf á skrifstofu embættisins frá og með 1. okt. n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Bæjarfógetinn i Keflavik, Grindavik og Njarðvik. Vatnsnesveg 33. Keflavik. Jafnframt góðri þjónustu bjóðum við úrvai snyrtivara. í alfaraleið Laugavegi 168. Sími 21466 Nœa bílastœði Sveinn Árnason hárskeri (áður Hverfisgötu 42) Verslunin ÆSA auglýsir: SETJUM GULL-EYRNALOKKA í EYRU MEÐ NÝRRI TÆKNI. NOTUM DAUÐHREINSAÐAR GULLKÚLUR I Vinsamlega pantið í síma 23622 Munið að úrvalið af tísku k skartgripunum er í ÆSU

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.