Vísir - 22.09.1977, Page 24

Vísir - 22.09.1977, Page 24
VfSIR gftnftEfflnj SMAAUGLYSINGAHAPPDRÆTTI VISIS! Nú eru það^KENWOODhljómflutningstœki fró FÁLKANUM í vinning! cfe. simi 86611 Opið virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 STJÓRN OG SAMNINGANEFND BSRB GERÐI EINRÓMA SAMÞYKKT í NÓTT: BSRB vill að sátta- tillagan verði felld „Lýsir vel viðhorfum opinberra starfsmanna til stöðunnar í kjaramálunum „Ég er sannfærður um, að þessi samstaða lýsir viðhorfi rikisstarfsmanna og bæjar- starfsmanna til kjaramála sinna f dag betur en nokkuð ann- aö”, sagði Kristján Thorlacíus formaður BSRB.i viötali við VIsi i nótt eftir að stjórn og samninganefnd bandalagsins haföi einróma samþykkt aö skora á félagsmenn BSRB aö fella tillögu sáttanefndar um nýjan kjarasamning. Tillagan var rædd á löngum fundi samninganefndar og stjórnar. Fundurinn hófst um kl. 15.30 og stóö þá til kl. 18, er fundarhlé var gert til kl. 22. Þá var fundi framhaldið þar til fram yfir miðnætti. 1 samþykktinni sem hlaut öll greidd atkvæði, 64 talsins, seg- ir: „Sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar BSRB telur, aö tillaga sátta- nefndarsé óviðunandi og hvetur félagsmenn i bandalaginu að fjölmenna á kjörstað f allsherj- aratkvæðagreiðslunni 2. og 3. október n.k. og fella sáttatillög- una”. „1 fundarhlénu i gær héldu fulltrúar allra félagsmanna sem sæti áttu á fundinum, fundi i eigin félögum. A kvöldfundi okkar komu svo fram yfirlýs- ingar frá stjórnarfundum þess- ara félaga um að sáttatilboðið væri óviðunandi og það bæri að fella það. Þessi samþykkt okkar lýsir betur en nokkuð annað við- horfi opinberra starfsmanna til ástandsins I kjaramálum þeirra i dag”, sagöi Kristján Thorlaci- us i nótt. Sáttatillagan ásamt athuga- semdum BSRB, mun birtast i heild I blaöinu Asgarður, mál- gagni bandalagsins og verður það sent til allra opinberra segir Kristján Thorlacíus starfsmanna nú um helgina. 1 tillögunni er i flestum atriðum farið mjög nærri tilboði fulltrúa rikisvaldsins og i mörgum atr- iðum er um samhljóða ákvæði að ræða. Á fundi samninganefndar og stjórnar BSRB i gær kom fram óánægja með fjölmörg atriöi sáttatillögunnar en almennust var þó andstaðan við þau laun sem tillagan gerir ráö fyrir. Einnig var almenn óánægja með að ekki skyldi heimilt aö endurskoða ákvæði samnings ef forsendum hans yrði breytt með stjórnvaldaaðgerðum. — ESJ IÐNSÝNINGIN hefst ó morgun Iönkynning, þar sem 150 aðilar munu kynna framleiðslu sina og þjónustu, verður opnuð I Laugar- dalshöliinni á morgun. Er þarna einvörðungu um að ræöa fyrir- tæki úr Reykjavik, en hliðstæðar iðnkynningar hafa áður verið haldnar viða útium land. Hefur sýning með svo mörgum þátttakendum ekki áður verið haldin hér á landi. A sýningunni verður einnig margt til skemmtunar, svo sem bingó, happdrætti og tiskusýning- ar, ákveðinn maður verður valinn lukkunnar pamfill á degi hverj- um, og fólki gefst kostur á að kaupa ýmsan varning með af- slætti. Þá verður barnagæsla á sýn- ingarsvæðinu, og munu fóstur- nemar annast hana. Er það .1 fyrsta sinn sem slfk barnagæsla er höfð i tengslum við sýningu I Laugardal, og á það að auövelda mörgum að komast á sýninguna. —AH Unniö við uppsetningu sýningarskála í morgun. Visismynd: JA Hrundu tveimur stúlkum í höf nina Holdvotar og skjálfandi börðu tvær stúlkur að dyrum á húsi við Kleppsveg I fyrrinótt. Kom i Ijós að þeim hafði verið hrundið í Sundahöfn og komist við ilian leik i land. Stúlkurnar voru á heimleið og gengu eftir Kleppsvegi þeg- ar tveir ungir menn komu ak- andi á litilli fólksbifreið og stönsuðuhjá þeim. Stúlkurnar báðu þá um að aka sér heim og tóku þeir liklega i það og þær settust inn. Mennirnir vildu nú efna til nánari kunningsskapar við stúlkurnar, en þegar það gekk ekki óku þeir rakleiðist niöur á bryggju við Sundahöfn, skip- uðu stúlkunum út og hrintu þeim fram af bryggjunni. Að þessu afreki loknu óku þeir þegar i burtu. Stúlkunum tókst að krafla sig á land og var önnur þeirra orðin illa haldin þegar hún komst i hús. Þærgátulitlalýsingu gefiðá bilnum eða mönnunum. Bill- inn mun hafa verið af Mini gerð og var annar mannanna ljóshærður i svörtum skinn- jakka en hinn dökkhærður. Þeirra er nú leitað. — SG í svelti í réttinni Nokkrar kindur voru enn i Hafravatnsrétt seinnihluta dags I gær, en réttað var þar á mánudaginn. Höfðu kind- urnar þá staðið þarna hey- og vatnslausar siðan þá. Lögreglan i Arbæjarstöð fékk veður af þessu og til- kynnti réttarstjóra um kind- urnar. —SG UR SKYRSLU INNKAUPASTOFNUNAR RIKISINS UM VIÐISHUSIÐ: Kostnaður við að breyta efstu tveim hœðunum í skrifstofur um 100 milljónir Innkaupastofnun rikis- ins hefur gert kostnaðar- ágiskun varðandi breyt- ingar á f jórðu og fimmtu hæð Víðishússins, miðað við að þær yrðu notaðar sem skrifstof uhúsnæði. Er giskað á að þær lag- færingar muni kosta um 100 milljónir króna. t skrýrslu Innkaupastofnun- ar, sem undirrituð er af Asgeiri Markússyni, er ennfremur að finna upptalningu á þvi sem helst er talið ábótavant, og verður þess helsta getið hér á eftir: Bifreiðastæði of litiö, og út- keyrsla óþægileg, en gert er ráð fyrir að einnar hæðar timbur- skúr á baklóð verði rifinn, þar byggt einnar hæöar hús með bif- reiðastæðum á þaki. Þá er það talinn galli, að húsið er hornskakkt, einkum valdi það óþægindum viö dúk- og teppalögn, og þegar setja skuli upp skápa i horn. Hornskekkja þessi er þó aðeins i þeim hluta hússins sem að Nóatúni snýr. Burðarþol fjórðu og fimmtu hæðar er ekki nægilega mikið fyrir bókalager. Þakið er sagt lekt, og koma þarf i veg frekari útfellingar úr gölluðu einangrunarefni i þaki. Breyta þarf gluggum og setja nýtt gler. Þá er einnig sagt að sumir karmar séu skemmdir af fúa. Tvö stigahús eru i húsinu, og er helsti galli þeirra hve nálægt hvort öðru þau eru með tilliti til brunavarna. Til stendur að setja lyftu i annað húsið, en galli við þá lyftu sem nú er i húsinu er helst sá að gengið er inn i lyft- una úr versluninni á fyrstu hæð. Múrhúðun og einangrun er ekki talin fullnægjandi. Þá eru gólf sögð ósléttog .sums staðar hallandi. Þá eru súlut bitar og loft án múrhúðunar. Skipta þarf um hita og raf- lagnir, og ennfremur að gera miklar lagfæringar á hrein- lætisaöstöðu. Nefnd á vegum Innkaupa- stofnunarinnar er skoðaði húsið leit ekki á mötueyti og eldhús og ibúð á fjórðu hæð. í almennri umsögn um húsiö er sagt að það henti ekki vel sem skrifstofubygging. Frágangur hússins að utan og innan sé óvandaður. Bilastæði ónóg. Eins og framkom hér að framan er áætlaður kostnaður við innréttingar tveggja efstu hæðanna fyrir skrifstofur um 100 milljónir króna, og er það sú breyting sem talin er þörf á aö gera. Þá hefur Innkaupastofnunin einnig gert lauslega kostnaðar áætlun við að endurbyggja húsið og innrétta það allt sem skrif- stofuhúsnæði, en óliklegt er að i það verði ráðist. Er þá talið að verðmæti hússins eins og það er sé 135milljónir króna, en kostn- aður við endurbyggingu verði 380 milljónir króna. Samtals eru það 515 milljónir króna, eða um 110 þúsundir króna á hvern fer- metra. Er það svipað og kosta myndi aö reisa nýtt hús samkvæmt nú- verandi byggingarvisitölu —AH Séð inn eftir einni vistarvera Vfðishússins. ^s>-. oHhmMHB Visismynd: JA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.