Vísir - 07.10.1977, Síða 1

Vísir - 07.10.1977, Síða 1
Föstudagur 7. október 1977 — 248. tbl. 67. árg Sími Visis er 86611 Ólafur Jóhannesson dómsmólaráðherra hefur sent dómurum fyrirspurn: OSKAR EFTIR UPPLYSINGUM UM GANG DÓMSMÁLA ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra hefur sent öllum dómurum landsins umburðarbréf þar sem beðið er um upplýsingar um gang dómsmála hjá hverju embætti. Óskar ráðherra eftir því að skýrslur þess- ar berist sér fyrir 20. október n.k. Þetta er ný aöferð hjá dóms- málaráðuneytinu til aö fylgjast með gangi dómsmála og hyggst ' ráöherra leggja fram yfirlit yfir þessi mál á Alþingi fljótlega eft- ir að þaö kemur saman. Fram að þessu hefur eftirlit ráðu- neytisins farið fram með þeim hætti að starfsmenn þess fara i eftirlitsferðir til einstakra emb- ætta, en að sögn Baldurs Möller ráðuneytisstjóra er takmarkað. hvað starfsmennirnir hafa get- að afkastað i þvi efni. 1 umburðarbréfi ráðherra er beðið um upplýsingar um þau einkamál og opinber mál sem til meðferðar eru hjá viðkomandi embættum. Um opinber mál er óskað upplýsinga um mál sem ákæra var gefin út i fyrir 1. janúar sl. og enn eru ódæmd og um mál sem kærð hafa veriö fyrir 1. april 1976. En i þvi sambandi er tekið fram að fyrirspurnin nái aðeins til þeirra mála sem hugsanlega geti legiö fangelsis- dómur við. Að sögn Baldurs Möller er ástæðan fyrir þessu umburðar- bréfi ráðherra ekki sú að talið sé að til muna fleiri mál liggi fyrir óafgreidd en verið hefur undanfarin ár. Hins vegar sé það staðreynd að málum hefur fjölgað jafnt og þétt hjá dóm- stólum, án þess að tilsvarandi fjölgun hafi oröið i starfsliði. Sagði Baldur að m.a. sé fyrir- spurnin liður i athugunum vegna starfa réttarfarsnefndar sem nú vinnur aö endurskoðun löggjafar með það fyrir augum að flýta gangi dómsmála, jafn- framt þvi sem öruggri meöferð þeirra sé viðhaldiö. —SJ Þráðurinn tekinn upp á ný Eftir langt hlé komu samninganefndir BSRB og rikisins i morgun saman til sáttafundar með rflds- sáttasemjara. Var þá nær mánuður liðinn frá siðasta fundi deiluað- ila. t gær sat Kristján Thorlacius formaður BSRB á löngum fundi með Matthiasi Á. Mathiesen, fjármála- ráðherra og Halldóri E. Sigurðssyni, landbún- aðarráðherra. Þessi mynd var tekin i morgun þegar samningamenn komu saman i Hátiðasal ís- lands. — Sj/Visis- mynd: JA Afstaða BSRB: Tollofgreiðsla flug- farþega verkfallsbrot „Tollgæslumálin voru einmitt mikið rædd hjá okkur á fundi í gær, og niðurstaðan varð sú að því verður fylgt f ast eftir af okkar hálfu að engin tollafgreiðsla fari fram meðan á verkfalli stend- ur", sagði Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB í samtali við Visi í morgun. Þetta þýðir með öðrum orðum að flug til landsins mun leggjast niður, nema stjórnvöld taki þá ákvörðun að hleypa fólki inn i landið án þess að það fari i gegnum tollskoðun. Samkvæmt lögum á kjara- deilunefnd að tryggja ,,að hald- ið verði uppi nauðsynlegri ör- ^yggisvörslu og heilsugæslu.” t greinargerð með lagafrum- varpi er þetta verksvið þrengt ennþá meira, þvi að þar er ein- ungis miðið við ,,að öryggi og heilsu fólks verði ekki stefnt i hættu”. BSRB telur allar ákvarðanir um undanþágur umfram þetta heyri til samtökunum, en vill leggja áherslu á að góð sam- vinna takist milli BSRB og kjaradeilunefndar um lausn þessara mála. —G A NEÐAN- MÁLS Strax og úrslitin í prófkjöri krata i höfuð- borginni lágu fyrir, fögnuðu framsóknar- menn mjög og hafa um sinn skapast miklir kær- leikar með Björgvin og öðrum aðalfulltrúa Framsóknar i borgar- stjórn, þótt ekki séu þeir kærleikar einir nægjan- leg skýring á úrslitum prófkjörsins, segir Ind- riði G. Þorsteinsson meðal annars í neðan- málsgrein sinni á blað- siðum 10 og 11 í Vísi i dag.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.