Vísir - 07.10.1977, Side 2
2
Hefur slysaaldan haft ein-
hver áhrif á hegðun þína í
umferðinni?
Hafdfs Bridde, húsmóbir: Þaö
held ég nú ekki, beinlinis. En mér
finnst hræðilegt hversu mikið er
um slys og ég held að þau séu
vegna þess að allir halda að þeir
séu einir i heiminum. Það hugsar
enginn um neitt nema sjálfan sig i
umferðinni. <
Sigmar Guðmundsson, húsvörö-
ur: Nei, nei, ég hef alltaf farið
gætilega og það hefur ekkert
komið fyrir mig. En það er orðið
stór hættulegt aö hreyfa bil hér.
Helga ólafsdóttir, húsmóðir:
Maður er var um sig. Það er svo
geysilega mikið um slys að mað-
ur reynir að passa sig eins vel og
hægt er.
Páll S. Pálsson, skoðar lifið: Ja,
ég er að selja bilinn minn! Nei
grinlaust, þá breytir hún engu.
Ég les um þetta i blöðunum en
hugsa ekki út i þetta. Ekki fyrr en
ég myndi lenda i einhverju
sjálfur.
Bergljót óskarsdóttir, húsmóðir:
Nei, það held ég ekki. Ég bý á
Skagaströnd og þar er ekki nauð-
synlegt að hugsa eins mikið um
þetta og hér. En allur er varinn
góður, og ég held ég' passi mig
Föstudagur 7. október 1977
VISIR
NYTT KERFI VIÐ ALESTUR A RAFMAGNSMÆLA:
Lesið af tvisvar á ári,
og áœtlað þess á milli
Mun spara stórfé, segir fjármálastjúii
Rafmagnsveitu Reykjavíkur
Nýtt kerfi við álestur á
rafmagnsmæla í Reykja-
vik verður tekið í notkun
um miðjan nóvember.
Verðurþá lesiðaf mælum
rafmagnsnotenda tvisvar
á ári, i stað þess að nú er
lesið af á tveggja mánaða
fresti. Að sögn Björns
Friðf innssonar, fjár-
málastjóra Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, mun
þetta hafa mikinn sparn-
að í för með sér þar sem
mun færra fólk mun nú
þurfa i aflestur.
Á milli þess sem lesið verður
af mælunum, en tólf mánuðun-
um verður skipt niður i fimm og
sjö mánaða timabil eftir þvi
hvort um er að ræða vetur eða
sumar, verður rafmagnsnotk-
unin áætluð með tölvu. Verða
rafmagnsreikningar þvi eftir
sem áður sendir út á tveggja
mánaða fresti.
Sagði Björn Friðfinnss. i sam
tali við Vi'si i morgun að þess
ir reikningar yrðu alveg full-
gildir reikningar, og mætti þvi
alveg eins loka á áætlaða reikn-
inga eins og þegar lesið væri af
mælunum. Björn taldi að þessar
áætlanir yrðu mjög nákvæmar,
þar sem notkunarsaga raf-
magnskaupenda væri kunn
mörg ér aftur i timann. Þaðœru
aðeins nýir kaupendur sem erf-
itt væri að áætla á, og yrði þvi
lesið af hjá þeim eins og áður.
Þá yrði einnig lesið af hjá stór-
um iðnfyrirtækjum, sagði
Björn.
Að lokum sagði Björn að þessi
áætlunaraðferð hefði verið
reynd hjá Rafmagnsveitunni
áður en þá gefist illa, og því þá
hætt. NU væri hins vegar fyrir
hendi fullkomnari tækni, og þvi
væri farið út á þessa braut á ný.
—AH
;
íslandsströnd í Portúgal
Hið gjörbreytta viðhorf i
ferðamálum islendinga, þar
sem aðeins tekur fjóra tima að
komast til Grikklands eða Mall-
orka i nýtiskulegustu og örugg-
ustu farartækjum nútimans, er
þessa stundina að hafa meiri á-
hrif en við gerum okkur al-
mennt grein fyrir. Hinn mikli
„landflótti", sumar og vetur
hefur valdið nokkrum áhyggj-
um vegna óhjákvæmilegrar
gjaldeyriseyðslu, og um tima
voru settar órýmilegar skorður
við gjaldeyri í þessar ferðir. Nú
hefur þeim skorðum verið vikiö
frá að nokkru, þótt ekki megi
mikiö út af bera svo fóik verði
ekki uppiskroppa. Þessi
þrengsli um gjaldeyri heidur
uppi nokkru svartamarks-
braski, enda vill fólk gjarnan
hafa nokkurn varasjóð á feröa-
lögum. Varasjóðsleitin heldur
uppi nokkuð háu verðlagi á
gjaldeyri, og er nú talaö um að
dollarinn sé kominn i þrjú
hundruð krónur.
Annars gælu islendingar
komið þessum málum þannig
fyrir, að ferðamenn þyrftu eng-
an gjaldeyri til ferðalaga á
sólarstrendur. Hægt væri að
koma upp sólskinsbletti við haf-
ið, t.d. i Portúgal, þar sem sól-
baðsfólk gæti eytt islenskum
peningum til viöurværis sér.
Auðvitað þyrfti aö gera samn-
inga um þetta við ríkisstjórnina
i Portúgal. Hér var nýlega á
ferðinni portúgalskur sendi-
maður, sem kvartaði mjög und-
an óhagstæðum viðskiptum við
tsland. Ekkert væri einfaldara,
fyrst við ætlum okkur að stunda
sólböð sumar og vetur á erlend-
um ströndum um ófyrirsjáan-
lega framtið, en semja um
strandsvæði i Portúgal nærri
viðunandi flugvelli, og flytja
þangað unga og gamla án notk-
unar annars gjaldmiðils en þess
islenska. Þetta mundi þýða að
sett yrði upp einskonar frihöfn á
ströndinni, og sólþaðsgestir
væru raunar á alþjóðlegu
svæði.
Samningarnir við Portúgal
næðu til lands og húsnæðis, en
sjálfir ættum við að geta rekiö
viöunandi mötuneyti á staðnum,
þótt þau væru ekki niðurgreidd
eins og hjá ríkinu.
Sjálfsagt mundi stofnkostnað-
ur verða nokkur, en eigum viö
ekki sjö milljarða i Portúgal,
sem þeir heimta að verði teknir
út hjá þeim I vörum eða fyrir-
greiðslu. A móti kæmi svo sá
mikli sparnaöur, sem fengist
við það að safna sólbaðsgestum
utan af islandi I islenska fri-
höfn. Fjármunum yrði ekki eytt
á meðan á baðströndum annars
staðar.
Yfirleitt hegða íslendingar
sér skynsamlega á sólarströnd-
um. Þeim er nýnæmi i 13% bjór
og nokkrum áfengistegundum,
sem ekki hafa komist að hér
fyrir brennivini. Varla er hægt
að komast hjá þvi að lifa heilsu-
samlega, enda áhersla lögð á
það að liggja á ströndinni og sól-
brenna. Og þótt drukkið sé
dálitið af bjórnum gufar hann
fljótt úr likamanum i þrjátiu
stiga hita.
Heilsulindir hér heima eru
heldur fáar og fátæklegar.
Helsta skal nefna heilsuhælið i
Hveragerði, hina þörfustu og
ágætustu stofnun. Samt stæðist
hún ekki snúning samskonar
stofnun I sólriku landi eins og
Portúgal. A.m.k. kvað einn sól-
baðsgestur nýverið og blandað-
ist þá fæðumunurinn inn i dæm-
ið:
Þó að svitinn sæki að mér
og sólin tiðum of heit veröi
langar mig frekar að liggja hér
en leysa vind i Hveragerði
Spurningin er bara þessi:
Hafa islensk stjórnvöld þor og
þrótt til að bregðast viö stað-
föstum sólbaðsþorsta lands-
manna með þvi aö leita eftir
samningum við Portúgala um
varanlega aöstööu til sólbaðs-
iökana I þvi góða landi? Með
slikum samningum mundi tak-
ast að gera okkur að þeirri sóla
þjóð að hálfu leyti, sem við er-
um i hjarta okkar, þótt lægðirn-
ar á Atlantshafi vilji hafa það
öðruvisi.
Svarthöfði