Vísir - 07.10.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 07.10.1977, Blaðsíða 4
Föstudagur 7. október 1977 vism ISRAEL BYR SIG UNDIR STRÍÐIÐ — sem hefst fljótlega ef ekki nást samningar ísrael hefur með leynd lýst yfir neyðarástandi og er nú að birgja sig upp af skotfærum, elds- neyti og matvælum, að sögn Anwars Sadat, for- seta Egyptalands. Sadat sagði i viðtali við egypska sjónvarpið að sér hefðu borist upp- lýsingar um þetta, en sagði ekki hvaðan. Hann sagði ennfremur að inn- an skamms yrði að lik- indum mynduð sam- steypustjórn i ísrael. „Israel er að búa fólk undir það sem það ætlar að gera... hvað það ætlar að taka...” Sadat útskýrði þetta ekki nánar. Það er alls ekki óliklegt að eitt- hvað sé til i þessu hjá egypska forsetanum. Þegar Bandarikin og Sovétrikin stóðu sameiginlega að tillögu um Genfarráðstefnu þar sem gengið yrði út frá „rétti pal- estinsku þjóðarinnar”, urðu fsraelar mjög reiðir. Hótað var að lýsa yfir neyðará- standi og sagt að nauðsynlegt kynni að verða að mynda þjóð- stjórn til að standa gegn þrýstingi frá austri og vestri. Israelar vita ósköp vel að ef ekki tekst að ná einhverju sam- komulagi i Genf, er það aðeins spurning um vikur, hvenær nýtt strið brýst út. Þeir ætla örugglega ekki að láta koma sér á óvart eins og i Yom Kippur striðinu, það er miklu lik- legra að þeir hafi frumkvæðið i þetta skipti. Hernaðarsérfræð- ingar eru sammála um að Israel geti gersigrað heri Arabarikj- anna á tveimur eða þremur vik- um, jafnvel án þess að byrja með skyndiárás. ísraelskt leifturstrið? Ef Israel lendir úti i horni i Genf, er ómögulegt að segja hvað gerist. Oliuauður Araba og at- kvæði þriðja heimsins hjá Sam- einuðu þjóðunum eru landinu þung byrði. Aðeins stuðningur Bandarikjanna hefur komið i veg fyrir að Israel væri rekið úr sam- tökunum og einangrað á pólitisk- um vettvangi. En nú er Bandarikjamönnum mikið í mun að ná friði og virðast vilja greiða fyrir það verð sem fsraelar telja alltof hátt. Þeir eru sannfærðir um að það sé nánast sjálfsmorð að gefa eftir herteknu svæðin þvi þaðan tæki það heri Araba aðeins nokkrar minútur að komast inn i þétt- býliskjarnana i hjarta landsins. Ef fsraelar verða reknir úti i horn, er þvi ekki útilokað að þeir hefji eitt af sinum leifturstriðum til þess að eyða herjum Araba- rikjanna og rikja sem óumdeilan- lega eru sterki aðilinn á þessu svæði. Hvað Rússar gera þá er nokkuð sem Carter forseti vill helst ekki hugsa um. Hann veit hinsvegar að ef tsraelar verða nógu örvænt- ingarfullir geta þeir gripið til allskonar óyndisúrræða. Og þaö er kannski sterkasta vopn Gyð- ingarikisins I augnablikinu. Carter og Begin, forsætisráðherra ísrael. Carter veit að ef ísraelar verða reknir út i horn, hefja þeir leifturstrið FJÖLSKYLDAN HÓTAR AÐ SVELTA SIG í HEL I MOSKVU Fjöskylda rússnesks sjó- manns sem flúöi til Sví- þjóöar árið 1974 er farin í hungurverkfall og hótar aö svelta sig í he! ef hún fær ekki leyfi til að flytjast úr landi og til heimilisfööur- ins. Valentin Agapov notaði tæki- færið þegar skip hans lá i höfn i Sviþjóð til að flýja og baðst hælis sem pólitiskur flóttamaður. Æ siðan hefur kona hans, Lud- milla, dóttir þeirra og 67 ára gömul móðir verið að reyna að fá leyfi til að flytjast til hans. Beiðn- um þeirra hefur alltaf verið synj- að. A siðasta ári rak Ludmilla hnif i brjóst sér á vegabréfsskrifstofu i Moskvu, þegar henni var enn neitað um vegabréfsáritun. Hún henur tvisvar verið send á geð- veikrahæli siðan maður hennar flúði. „Ef þú verður þœgur verður gott að vera rússneskur" í hinni nýju stjórnar- skrá Sovétrikjanna, sem samþykkt verður einhvern næstu daga, er ibúum landsins lofað umönnun, velsæld og á- hyggjuleysi — ef þeir haga sér almennilega. í Stjórnarskránni er tryggður réttur ibú- anna til atvinnu, hús- næðis, hvildar og skemmtunar, mennt- unar, umönnunar i ell- inni, að ógleymdu mál- frelsi og ritfrelsi. Þó er tekið fram að þessi rétt- indi séu aðeins til handa þeim sem noti þau til að styrkja hið sósialistiska kerfi. Ekki er getið um hver örlög biði þeirra sem ekki vinna að uppbyggingu kerfisins, þeirra sem vilja breyta því. Ekkert í hinni nýju lýðræðis- legu stjórnarskrá bendir til þess að hætt verði að loka andmæl- endur inni á geðveikrahælum, eða reka þá úr landi. Leonid Brezhnev, allsráðandi Sovétrikjanna, sagði þegar hann kynnti stjórnarskrána fyr- ir þjóðinni að þetta væri lýð- ræðislegasta stjórnarskrá sem nokkurntima hefði verið samin. Hann fordæmdi Bandarikin harðlega fyrir að deila á mann- réttindamál i Sovétrfkjunum og sagði að Bandarikjamenn gætu lært margt af rússneskum stjórnvöldum i þvi efni. Gert er ráð fyrir að stjórnar- skráin verði lögð fyrir I sinni endanlegu mynd i dag og siðan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Bandaríkin fá ekki forgang að Panama- skurði á stríðstímum — segir stjórn Panamo Mikill ágreiningur er milli stjórna Banda- rikjanna og Panama um hvernig túlka skuli þær klausur nýgerðs samnings um skurðinn sem snerta rétt Banda- rikjanna i sambandi við hann á striðstim- um. Þetta kom fram i leynilegu skeyti sem utanríkisráðuneytinu i Washington hefur bor- ist frá sendiherra Bandarikjanna i Pan- ama. Bandarikjastjórn hefur lagt þann skilning i samninginn að rétti Bandarikjanna til ihlutun- ar, til að tryggja hlutleysi skurðarins séu engin takmörk sett. Hún túlkar einnig samninginn á þann veg að á striðstimum skulihennar skip alltaf hafa for- gang i að fara um skurðinn. Formaður samninganefndar Panama segir hinsvegar núna að stjórnin geti ekki fallist á að Bandarikin hafi rétt til fhlut- unar. Hann segir einnig að hvað snerti bandarisk herskip skuli reynt að greiða fyrir þeim, en þauhafi hinsvegar ekki algeran forgang. Carter forseti og Torijjo, stjórnandi Panama, undirrituðu þennan samning i Washington, eigi alls fyrir löngu. Samningur- inn hefur verið harðlega gagn- rýndur i Bandarikjunum og fjöl- margir öldungadeildarþing- menn stefna að þvi að fella hann þegar hann kemur fyrir öld- ungadeildina. Skipalest á Panamaskurði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.