Vísir - 07.10.1977, Page 10
10
Föstudagur 7. október 1977 vism
VISIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð
mundur G. Pétursson.
Umsjón meö Helgarblaði: Arni Þórarinsson.
Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir/ Elías Snæland Jónsson, Guðjón
Arngrimsson, Jón Oskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Olafsson, Oli
Tynes/Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi
Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar: Siöumúla 8. Símar 82260, 86611.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Rftstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 7 iínur
Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi
innanlands.
Verö i-lausasölu kr. 80 eintakið
Prentun: Blaðaprent hf.
STEFNT í
RÉTTAÁTT
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra hefur nú skýrt
frá nokkrum höfuðmarkmiðum, er rikisstjórnin mun
keppa að með fjárlögum og lánsf járáætlun fyrir næsta
ár. Svo virðist sem rikisstjórnin stefni að nokkru aðhaldi
bæði i opinberum umsvifum og fjárfestingu.
Á fundi sjálfstæðismanna siðastliðið fimmtudags-
kvöld sagði forsætisráðherra, að baráttan gegn verð-
bólgunni yrði helsta viðfangsefnið í næstu framtíð. Þó að
tekist hafi að lækka verðbólguna úr rúmlega 50% niður í
30% sé hún eigi að siður alvarlegasta meinsemdin í þjóð-
félaginu.
Yfirlýsing þessi er mjög i samræmi við það sem Vísir
hefur bent á i þessu sambandi. Á hinn bóginn er það
vissulega engin ný bóla, að stjórnmálaleiðtogar lýsi yfir
stríði gegn verðbólgunni. Það hefur oft gerst áður og enn
sem komið er hefur enginn hrósað sigri.
En hitt er jafn Ijóst, að náist samkomulag á breiðum
grundvelli um að fylgja fram aðhaldsstefnu má þoka
málum i rétta átt. Kjarni málsins er sá, að í mörgum til-
vikum þarf að víkja öðrum markmiðum, og oft á tiðum
æskilegum markmiðum, til hliðar um stundar sakir, ef
árangur á að nást í viðureigninni við verðbólquna.
i ræðu sinni boðaði forsætisráðherra, að f járveitingar
til opinberra framkvæmda myndu minnka að raungildi á
næsta ári. Hér verður varla um mikinn samdrátt að
ræða, en ef ríkisstjórnin nær þessu áformi er það ótví-
rætt skref i rétta átt. Rétt er þó að minna á, að þingið
hefur tvivegisá þessu kjörtímabili hindrað framgang
niðurskurðartillagna ríkisstjórnarinnar.
Aðhaldsstefnu á einnig að fylgja fram með því að
draga úr fjárfestingu. Enginn vafi leikur á að fjár-
festingargleðin hefur á undanförnum árum ýtt verulega
undir verðbólguþróunina. Aðhaldsstefna á þessu sviði
miðar þvi einnig í rétta átt.
Á hinn bóginn er það mjög alvarlegt, ef stefna á að
samdrætti í f járfestingu atvinnuveganna á sama tíma og
auka á fjárfestingu í íbúðabyggingum. Þetta er mjög
vafasöm stefna og horfir ekki til bóta. Eðlilegra væri að
leggja höfuðáherslu á f járfestingu atvinnuveganna i þvi
skyni að auka framleiðslu og sköpun verðmæta.
Forsætisráðherra gaf þá skýringu á áður nefndum
fundi, að rikisstjórnin væri í þessu efni bundin af sam-
komulagi við verkalýðsfélögin um stóraukin fjárfram-
lög til íbúðabygginga. Segja má að það hafi verið gagn-
rýni vert af hálfu ríkisstjórnarinnar að ganga að kröfum
launþega og vinnuveitenda um ýmiskonar aðgerðir til
þess að greiða fyrir kjarasamningum, því að þessir aðil-
ar fóru í samningum út fyrir þau mörk, sem ríkisstjórn-
in setti að skilyrði.
Og sannarlega gegnir það nokkurri furðu, að verka-
lýðsfélögin skuli leggja meira kapp á fjárfestingu í
íbúðabyggingum en atvinnuvegunum, þegar augljóst er
að draga verður saman seglin i fjárfestingarmálum í
heild. Svo virðist sem bæði verkalýðsfélögin og ríkis-
stjórnin hafi misstigið sig í þessu efni.
Á hinn bóginn er það fagnaðarefni, að forsætisráð-
herra telur, að með minni orkuframkvæmdum á næsta
ári myndist svigrúm til þess að gera nokkurt átak i vega-
málum. Einsýnter, aðnæsta stórátak íopinberum fram-
kvæmdum verður að vera á því sviði, þó að ríkjandi að-
stæður setji f ramkvæmdaáætlunum þar um nokkur tak-
mörk.
Guðmundarmálið:
TRYGGVI RÚNAR YFIRHCYRÐUR
ÁN ÞISS AD VERJANDI VÆRI VIÐ
Hilmar Ingimundarsson hrl.
Verjandi Tryggva
Rúnars Leifssonar,
Hilmar Ingimundarson
hrl. gagnrýndi harkalega
frumrannsókn Guð-
mundarmálsins í ræðu
sinni fyrir dómi í gær.
Krafðist hann þess að
Tryggvi yrði sýknaður af
ákæru um hlutdeild i að
bana Guðmundi. Verj-
andinn sagði, að við
frumrannsóknina hefðu
allar reglur um rétt
sakaðs manns verið þver-
brotnar og nefndi hann
mörg dæmi þar um.
Tryggvi Rúnar var tekinn fyrir
samtals 68sinnum án þess að verj -
andi hans væri viðstaddur eða
vottar. Frá 23/12 1975 til 9/1 1976
var Tryggvi tekinn 15 sinnum til
yfirheyrslu, stundum oft á dag.
Hann fékk ekki leyfi til að hafa
skipaðan verjenda sinn viðstaddan
þótt hann bæði um það og ekkert
virðist vera bókað um það sem
fram fór i þessum yfirheyrslum. A
þessum tima var hins vegar kall-
aður til læknir til að sprauta
Tryggva niður svo hann gæti sofið.
Þá sagði verjandinn að Tryggvi
hefði oft verið yfirheyrður af
tveimur rannsóknarlögreglu-
mönnum samtimis að viðstöddum
fulltrúa yfirsakadómara. Að sögn
Tryggva var ekki um annað að
ræða en játa öllu, enda hafi Orn
Höskuldsson hótað að hann skyldi
að öðrum kosti fá að rotna i Siðu-
múlafangelsi.
Gögn týnast
Hér er ekki rúm til að rekja ræðu
Hilmars Ingimundarsonar nema
að litlu leyti en eftirfarandi kom
meðal annars fram i henni.
Erla Bolladóttir hefur þrisvar
Þessi fimmti flokkur
Við síðustu borgarstjórnarkosn-^
ingar fékk Alþýðuflokkurinn um
þrjú þúsund atkvæði. Björgvin
Guðmundsson var efstur á lista
flokksins og náði kjöri. Hann fekk
þó nokkrar útstrikanir eins og
gengur, en hvergi nærri þvi marki
að þær yrðu til aö fella hann.
Við prófkjör flokksins um sfðustu
helgi fékk Björgvin um helming
greiddra atkvæöa, en tvö þúsund
átta hundruö niutlu og þrfr greiddu
atkvæði. Þessar töiur eru hafðar
eftir Alþýöublaðinu.
I.ætur þvf nærri aö I prófkjörinu
hafi verið greidd jafn mörg atkvæði
og flokkurinn fékk við sfðustu
borgarstjórnarkosningar, og mun
það mega kallast fádæma mikil
kjörsókn. Verður hún með engu
móti skýrð á annan veg en þann, að
Viimundur Gylfason hafði látið að
þvi iiggja, að ynni Björgvin Guð-
mundsson kosninguna við Eyjóif
Sigurðsson myndi hann ekki gcfa
kost á sér f prófkjör vegna þing-
kosninganna.
öflugar klikur hafi tekið þátt i próf-
kjörinu með þaö fyrir augum að
hafa áhrif á úrslit þeirra.
Framsóknarmenn fögnuðu
úrslitum i prófkjöri Alþýðu-
flokksins
Strax og úrslit prófkjörsins voru
kunn mátti greinilega heyra á
Framsóknarmönnum hér f borg-
inni, að þeir fögnuðu mjög niður-
stöðunni. Hafa um sinn skapast
nokkrir kærleikar meö Björgvini
Guðmundssyni og öðrum aðalfull-
trúa Framsóknar i borgarstjórn,
þótt þeir kærleikar einir áér séu
ekki nægileg skýring á úrslitum
prófkjörsins.
Vitað er að þessu prófkjöri var
öörum þræði stefnt gegn Vilmundi
Gylfasyni, sem hafði látið að þvi
liggja, að ynni Björgvin kosning-
una myndi hann ekki gefa kost á
sér i prófkjöri til þingframboðs á
vegum fiokksins. Vitað er að fram-
boð Vilmundar i Reykjavik yrði af
Framsóknarmönnum talin alvar-
leg móðgun eftir það sem á undan
er gengið.
Með þvi að styðja að kosningu
Björgvins i prófkjörinu töldu
Framsóknarmenn, eða öllu heldur
flokksmaskina Alfreðs Þorsteins-
sonar og Kristins Finnbogasonar,
að þeir væru að vinna i þágu Ólafs
Jóhannessonar, og þar af leiðandi i
þágu flokks sins. Fögnuöur Fram-
sóknarmanna yfir kosningasigri
manns i öörum flokki á áer raunar
engar aðrar skýringar.
Að kosningu Björgvins
unnu ýmsir, sem eiga
undir gjaldeyrisnefnd—
ina að sækja
Að kosningu Björgvins unnu
jafnframt ýmsir þeir aðilar, sem
þurfa undir gjaldeyrisnefnd bank-
anna að sækja. Þessi sælgætissalar
hópuðu sig saman og leigðu heilan
flota bfla frá Bilaleigu Akureyrár,
sem hefur útibú hér i borginni, og
voru ólatir við að drifa stuðnings-
menn Björgvins á kjörstað.
Leituðu þeir viða fanga eftir
þessum stuðningi, sem er leyfilegt,
þar sem prófkjör Alþýðuflokksins
eru opin öllum, sem ekki eru
skráðir meðlimiri öðrum flokkum.
Arangurinn af þessum fyrirgangi
og fyrirhöfn varð slðan 1448 at-
kvæði eða næstum hálft kjörfylgi
Alþýöuflokksins i siðustu borgar-
stjórnarkosningum.
Eyjólfur Sigurðsson hlaut átta
Neðanmóls
---------------------\
Indriði G. Þorsteinsson
skrifar um þau öf I sem
tókust á í borgar-
stjórnarprófkjöri Al-
þýðuflokksins og þátt
hagsmunahóps manna
i fleiri stjórnmála-
flokkum, er vill hafa
nokkra spillingu í
gangi.
v__--------y----------)