Vísir - 07.10.1977, Qupperneq 23
visir Föstudagur 7. október 1977
c
,rt,'v-t-4í[i{nWi><»Fwií>Vsfiv
Hringið í síma 86611 milli klukkan 13 og 15 eða skrifið til Vísis Síðumúla 14, Reykjavík.
__23
m
v
sirtAS
||V*
HÆKKUN I STAÐ
##
FORRÉTTINDANNA
ff
„Frábært starf hjá Tony Knapp”, segir lesandi, en Knapp hefur nii sagt
skilið við tslendinga og snúið sér að norðmönnum.
FRAE
HJÁ
TONY
KNAPP
Landsliðsaðdáandi skrifar:
Ég vil koma á framfæri þakk-
læti til Tony Knapps, fyrir frá-
bært starf. Ég vil benda þeim sem
skrifuðu í „Lesendur hafa orðið”
undir fyrirsögninni: Vilja sókn og
engan Knapp,á frábæra leiki, til
dæmis gegn A-Þjóðverjum, sem
lyktaði 2-1 fyrir Island. Einnig á
leikina gegn Irum og Norðmönn-
um.
Þið viljið sóknarleik en hafið
þiö gert ykkur grein fyrir and-
stæðingum landsliðsins, eins og
Hollendingum, Belgum og írum
en allt eru það þrautþjálfaðir at-
vinnumenn sem skipa þeirra lið
og á heimsmælikvarða.
Nei, ég er ánægður með
árangur Tony Knapps og islenska
landsliösins.
ÍTARF
G.T. hringdi:
Vegna fréttarsem birtist á bak-
siðu Visis á fimmtudag þar sem
rætt er við Harald Steinþórsson
framkvæmdastjóra BSRB, lang-
ar mig að koma meÖ tillögu.
1 fréttinni eru talin upp þau þrjú
atriði sem helst hafa verið talin til
forréttinda opir.berra starfs-
manna sem Haraldur metur litils.
Þau eru verðtryggður lifeyris-
sjóður, ódýrmatur i mötuneytum
og æviráðning.
Ég legg til að þessi atriði verði
felld niður svo og önnur hlunn-
indi, svo sem fri blöð, en i staóinn
komi til hækkun i krónutölu á
launin. Ég imynda mér að það sé
drjúgur skildingur sem felst i
þessum þremur atriðum.
Fréttir heldur
korter fyrir átta
"I
Reykvikingur hringdi:
Ég var að lesa um það i Visi
að breytingar yrðu hugsanlega
gerðar á fréttatimum útvarps-
ins. Kemur m.a. fram að einn
útvarpsráðsmanna telji morg-
unfréttirnar ekki nógu góðar og
hafi þvi lagt til að íréttatimarn-
ir kl. 7.30 og 8.15 yrðu sameinaö-
ir i einn itarlegri fréttatima
klukkan 8.
Ég vil taka undir þetta og álit
það heppilegra i alla staði. Þó
kysi ég fremur að hafa þennan
fréttatima kl. 7.45, þar sem ég
og auðvitað fleiri gætu þá hlust-
að á fréttir á leið til vinnu, en
þeir eru margir sem eiga að
vera mættir kl. 8 til vinnu sinn-
ar.
Ég tel að þessi fréttatlmi
mætti vera öllu itarlegri og
meiri en áður hefur verið og ég
er viss um að það verður vel
þegiö, hvernig svo sem Jjjtta
fyrirkomulag kemur til með að
henta fréttamönnum útvarps.
En eftir þvi hlýtur þetta jú að
fara.
Er sementið
dýrara hér
en erlendis?
Borgfirðingur hringdi:
„1 forsiðufrétt i Visi á
laugardaginn fullyrðir Svav-
ar Palsson forstjóri
Sementsverksmiðju rikisins,
að perlusteinn sé dýrari hér
en i öðrum löndum. Ég vildi
af þessu tilefni beina þeirri
fyrirspurn til Svavars hvort
sementið sé ekki dýrara hér
en erlendis og eins hvort
gæði þess séu sambærileg.
Það er til dæmis spurning
hvort ekki sé hagkvæmara
fyrir Austfirðinga að flytja
sement beint inn heldur en
að fá það frá Akranesi. Vel
má vera að þaö sé þjóðhags-
lega hagkvæmt að framleiöa
sement innanlands, en á
undanförnum árum hafa oft
orðiö ógnvænlegar hækkanir
á þessari vöru. Gagnvart
þeim stendur fólk varnar-
laust, eins og raunar gagn-
vart öllum rikisreknum fyr-
irtækjum, sem hafa
einokunaraöstöðu.
VIII frœðast
meira um landið
— og óskar eftir pennavini
„Lengi vel hef ég haft mikinn
áhuga á að skrifast á við Is-
lentiing, en þvi miður hefur mér
ekki tekist það ennþá. Nú vona
ég að svo verði. Ég hef alltaf
•:aft mikinn áhuga á íslandi og
vildi gjarnan fræðast rr^íira um
landið með hjálp islenskra
pennavina. Island er land sem
mig langar að heimsækja, en
eins og er, verð ég að láta mér
nægja að dreyma um það.”
Kona sem býr I Kanada, Jean
Pyke segir þetta meöal annars i
bréfi sem hún sendi blaðinu. Til-
gangurinn er að eignast penna-
vin á Islandi og i bréfinu segir
hún ennfremur:
„Áhugamál mín eru fri-
merkjasöfnun og söfnun sér-
stæðrar glervöru frá árunum
1900-1921. Ég hefði mikla
ánægju af að skipta á frimerkj-
um við fólk sem hefur áhuga á
þeim á tslandi og ennfremur að
aðstoöa það við þau áhugamál
sem það kynni að hafa”.
„tslensk frimerki finnst mér
sérlega falleg og áhugaverð. Ég
yrði þvi hrifin af að fá einhvern
slik. Og ég vona að ég heyri frá
einhverjum á Islandi.”
Vilji einhver skrifa, þá að að
senda bréfið til:
Mrs. Milton Pyke.
R.R. 2
Carleton Place, Ontario
Canada
VILTU HÆTTA AÐ REYKJA?
ísletiska bindindisfélagið mun halda að
Lögbergi við Iláskólann námskeið til að
hjálpa fólki að hætta reykingum. Nám-
skeiðið hefst sunnudaginn 9. október og
stendur i 5 kvöld.
Leiðbeinendur verða Sigurður Bjarnason
og Snorri Ólafsson. Námskeið þes®i eru
byggð upp samkvæmt erlendri fyrirmynd
og hafa verið haldin viða um lönd með
mjög góðum árangri. Gefin eru ráð um
það hvernig styrkja megi viljann og
hvernig megi á sem skemmstum tima
losna við nikótin áhrifin úr likamanum.
Jafnframt eru gefnar leiðbeiningar um
mataræði hentugt fyrir þá sem eru að
hætta reykingum og hvernig varast megi
að likamsþunginn aukist. Mörg önnur góð
ráð eru gefin á námskeiði þessu.
Frekari upplýsingar og innritun á skrif-
stofutima i sima 13899 3.-7. okt