Vísir - 09.10.1977, Qupperneq 11

Vísir - 09.10.1977, Qupperneq 11
Sunnudagur 9. október 1977 11 - EF LITIÐ ER Á ÞAÐ, SEM UPP ÚR GNÆFIR, SEGIR HELGI ____-_c_________________________________ SÆMUNDSSON RITSTJÓRI í VIÐTALI VIÐ HELGARBLAÐIÐ Nafn: Helgi Sæmundsson. Fæddur: 17. júlí 1920 á Stokkseyri. Foreldrar: Sæmundur Benediktsson, sjómaður og Ástríður Helgadóttir, kona hans. Menntun: Samvinnuskólinn. Störf: Blaðamaður og ritstjóri við Alþýðublaðið 1943- 1959. Ritstjóri Andvara og starfsmaður bókaútgáf u MenningarsjóðS frá 1960. Maki: Valný Bárðardóttir frá Hellissandi. Börn: Sjö synir: Helgi, Gísli, Gunnar, Óttar, Sigurður Bárður og Sæmundur, sem fórst á sjónum fyrir nokkrum árum. blaðamennskan að sumu leyti skemmtilegt starf — bæði lifandi og fjölbreytilegt — en hún var skrambi erfið oft á tiðum. Blaðamenn þeirra tima þurftuað vera mjög fjölhæfirog geta gert nánast allt. Verka- skipting var eiginlega ekki til i þeirri merkingu sem við höfum nú. Hins vegar gaf þetta afskaplega mikil og skemmtileg sambönd við fólk. Þá var það siður, að allir, sem komu i bæinn, og voru á linu blaðsins eða flokksins, komu á rit- stjórnina og vildu gjarnan tala við blaðamennina og auðvitað ritstjórann, svo þetta var oft á tiðum eins og málfundur dag hvern.” Blöðin eru opnari og heiðarlegri núna „Blöðin hafa breyst mikið frá þvi sem þá var. Samkeppnin við nýju f jölmiðlana — útvarpið og sérstaklega þó sjónvarpið — hefur orðið blöðunum til góðs, gert þau betri, látið þau fjalla meira um dagsins mál og liðandi stund. Þau eru lika stærri, og ég tala nú ekki um hvað þau eru betur sett upp en var i gamla daga. Framfarimar i prentiðnaði hafa m.a. komið hingað á vegum blaðanna. Og ég myndi halda, að það væri að sumu leyti miklu meira gaman að vera blaða- maður núna, ef maður væri ungur og friskur. Þá eru blöðin einnig það sem kallað er frjálsari. Þau flytja miklu meira af fréttum en áður var. Hins vegar hefur sumt efni ekki fylgt þessari þróun. Ég held að framfarirnar séu lang mestar i fréttunum. Það liggur auðvitað i augum uppi, að fréttamennska er alltaf áhorfsmál og umdeilanleg, en mér finnst, að blöðin séu yfir- leitt opnari og heiðarlegri en þau voru.” Var alltaf á vinstri kantinum ,,Ég var ritstjóri Alþýðu- blaðsins á árunum 1956 til 1960. Það var umbrotatimi i stjórn- málunum. Hræðslubandalagið svonefnda milli Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins fæddist um þetta leyti. Ég varmótaðuraf þvi að vera á vinstra kanti stjórnmálanna. Þegar ég var litill drengur vorum við vinstrisinnuð heima hjá mér. Foreldrar minir skiptu sér bæði af pólitik. Þau voru ekki alveg sammála i stjórn- málum, en ég vildi auðvitað fylgja báðum. Þetta jafnaðist afskaplega mikið með rikis- stjórninni 1934-1937, sem var samstjórn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. SU stjórn var m jög vinsæl, a.m.k. á þeim stöðum, þar sem ég þekkti til, við sjávarsiðuna og i þorpunum. Mér leist ákaflega vel á samvinnu milli Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins ef hún yrðihliðstæð þvi samstarfi, sem var milli þessara flokka 1934-37. En auðvitað varð maður fyrir vonbrigðum. Timarnir voru orðnir öðruvisi og flokkarnir höfðu breyst. Rikisstjórnin, sem mynduð var eftir þingkosning- arnar 1956, svaraði þvi ekki þeim vonum, sem menn höfðu borið til hennar i upphafi enda var hún stutt við lýði. Bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins setti markið alltof hátt, að ætla að ná hreinum meirihluta i kosn- ingunum 1956. Svo höfðu menn asnast tU þess, ef ég má orða það svo, að lýsa þvf yfir, að ekki yrði farið í stjórn með Alþýðu- bandalaginu. Svo var aúðvitað ekki staðið við það og farið i stjórn með Alþýðubandalaginu. Samt tókst þetta nú ekki.” Eina vinstri stjórin var á árunum 1934-1937 ,,En þegar verið er að tala um vinstri stjórn, þá miða ég nú ekki við þessa stjórn, þótt ég hafi átt þátt i að Hræðslubanda- lagið varð til. Ég hef alltaf litið svo á, að eina raunverulega vinstristjórnin sem hafi verið við völd hér, hafi verið rikis- stjórnin 1934-1937, enda gerði hún þrekvirki á mjög erfiðum tima. 1 erfiöleikum heims- kreppunnar endurnýjaði hún atvinnutæki viðs vegar um land og kom á félagslegri nýskipun, sem við höfum byggt á i megin- atriðum siðan. f þessum efnum báðum vorum við, að þvi er mér finnst eftir á,i forystu á þessum tima. Hvers vegna mistókst þetta 1956-1958? Þaö var óneitanlega afskaplega erfitt árferði á þessum timum. Dýrtiðin jókst mikið, og þótt það væru smámunir i samanburði við það, sem siðar hefur orðið, þá var m jög erfitt að ná samkomu- lagi um aðgerðir til tausnar á dýrtiðarmálum. Ég held hins vegar, að stjórnin hafi farið frá af hálf- gerðum m i s s k 11 n i n g í. Framsóknarflokkurinn gafst upp. Ef stjórnin hefði þraukað út kjörtimabilið þá hefði margt kannski orðið öðruvisi. En siðan komu upp ný viðhorf, þegar samvinnan tókst með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum”. Skák, sem tefldist öðruvisi en til var ætlast „Hvers vegna komst þettu samstarf á? Ég held. aö þetta

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.