Vísir - 09.10.1977, Side 14

Vísir - 09.10.1977, Side 14
14 Sunnudagur 9. október 1977 VISIR Margt er þaö, sem heft getur eðlilegan þroska barna. Hættan af bráðum barnasjúkdómum er minni nú en óður en hins vegar hefur fjölgað bæði lang- varandi sjúkdómum og börnum með ýmiss konar fötlun. Það stafar af því, að nú fæðast fleiri fötluð börn, en nokkru sinni fyrr, og með nútimalækningum er unnt að halda lífinu í börnum, sem enga lífsvon hefðu átt á árum áður. Fötluð eru þau börn kölluð. sem um langan tima eru haldin svo alvarlegum sjúkdómi eða lik- amsgalla, að dragi úr eðlilegum hreyfingum cða þroska. Frd lokum siðari heimsstyrj- aldar hafa farið fram umfangs- miklar rannsóknir á orsökum langvarandi sjúkdóma og likam- legrar fötlunar. Sýnt hefur verið fram á, hvernig slikir sjúkdómar gcta gengið i erfiðir og fóstur I saka fólk, sem ef til vill hefur sjálft ekki svo mikinn hag af þessum athugunum, en á þátt i þvi, að unnt verði að draga úr tiðni þessara sjúkdóma i framtíð- inni. Aöur fyrr var talið vænlegast að láta fötluð börn halda hópinn og hlifa þeim við hnjaski. Nú er talið best aö þau lifi sem eðlileg- ustu lifi og þeim sé hlift sem minnst. ENGA EINANGR- UNARKENND Ahrif langvarandi sjúkdóma og fötlunar eru viðtæk — bæöi sálræn og félagsleg. Það skiptir afar miklu máli hver áhrif sjúkdóms- ins verða á barnið á þvi þýðingar- mikla æviskeiði, er þvl skilst, að þaö er sjálfstæð manneskja. Ef barninu finnst, að það fái ekki nægan stuöning á þessu skeiði eða þvi þykir til einskis barist, geta afleiðingarnir orðið hryggilegar. Samfara þessu minnkar atorku- semi barnsins oft, sem dregur aftur úr tilfinningaþroska og gáfum. Barn getur oröið einrænt, og þvi fylgir sú hætta, að hug- myndaflugið nái ekki að þroskast og barnið „standi i stað". Afleiö- ingin getur oröið andleg fötlun. VINSÆL BÖRN I HJÓLASTÓLUM Það er dálitið einkennilegt, að venjuleg börn viija heldur vera með börnum, sem ganga við hækjur eða eru i hjólastólum, en börnum sem t.d. hafa andlitslýti eða eru feit. En það er lika vitað mál, aö börn með áberandi útlits- lýti vekja andúð öðrum börnum, og þessi börn, sem hafa útlitið á móti sér, þurfa oft á hjálp að halda. Tilgangurinn með aðstoð við fatlaða er að gera þá sjálfstæða og sjálfbjarga og hjálpa þeim að fá atvinnu við sitt hæfi, svo að þeir geti orðið fullgildir sam- félagsþegnar. Mörg börn hafa þjáðst vegna tilgangslausrar og óþægilegrar meðferðar, og þeim hefur verið bannað eitt og annað — i besta til- gangi vitaskuld. Foreldrar skyldu forðast að álasa börnum sinum og sjálfum sér, þótt batinn sé hægur, heldur reyna að gleðjast. TIÐNI Um það bil fimmta hvert barn er haldið langvarandi sjúkdómi eða fötlun. Algengast er, að þau séu vangefin, fötluð, tornæm, floga- veik, lömuð, haldin astma eða sykursýki, meö skerta heyrn eða sjón, eða með meöfæddan hjarta- sjúkdóm. Þá er algengt að börn þjáist af beinkröm, hafi slasast eða séu afbrigöileg i útliti. FORELDRAFÉLAG Stofnaður hefur verið fjöldi for- eldra- og styrktarfélaga i barátt- unni gegn áöurnefndum sjúk- domum. Oft eru læknar I stjórn- um þessara fél. eða starfa sem ráðgjafar. Margir foreldrar hafa notið góðs af að starfa í slikum samtökum. En stundum ruglar móðurkviði beðiö ævarandi tjón af ýmsum orsökum, svo sem lyfj- uni, sjúkdómum, geislun og súr- efnisskorti. Mikilvæg vitncskja hefur fengist með þvi aö rann- Spastiskt veikt barn við þjálfun vöðvastjórnar. Fötluð börn leika sér frjálsiega við heilbrigða leikfélaga. Börn með langvarandi sjúkdóma Að vera aldraður í Ameríku Nú eru rosknir Bandarikjamenn hættir að vera þögull minnihlutahópur. Meðalaldur þar i landi fer hækkandi, með þvi að fæðingarhlutfall lækkar og heilbrigðisþjónusta eykst. Roskið fólk er nú virkari þjóðfélagsþegnar en áður. Sumir eru að hefja nýjan starfsferil i annað eða þriðja sinn á ævinni. Fred Parker gat aldrei sætt sig við að setjast i helgan stein og fara að slæpast. „Mér þykir slæmt að sóa timanum til einsk- is”, sagði hann. En loks kom að þvi, að þvi, að hann hætti störf- um sem prentari, eftir að hann hafði hummað það fram af sér árum saman. „Ég gekk i félagssamtök roskinna og hlustaði á fólk, sem barmaði sér undan verkjum og sársauka i öllum skrokknum,” sagði hann. „En það hentaði mér ekki. Ég verð að hafa eitt- hvað fyrir stafni.” Og Parker lét innritast i há- skóla og valdi sér námsbraut i kjarasamningum. Það er aldrei um seinan að velja sér nýtt starf, segir hann, enda er hann aðeins 85 ára. Mörgum Bandarikjamannin- um er innanbrjósts likt og Park- er. Þegar menn komast á hinn hefðbundna eftirlaunaaldur, sem er 65 ár, halda þeir áfram að vinna, ýmist i gamla starfinu eða finna sér eitthvert nýtt við- fangsefni, sem þeir vinna að part úr deginum. Það eru ekki allir, sem vilja setjast i helgan stein og byrja að „slappa af.” Þeim þykir leiðinlegt, þrúgandi og sljóvgandi að komast á eftir- launaaldur. Svo eru aftur aðrir, sem setj- ast i helgan stein, löngu áður en þeir ná venjulegum eftirlauna- aldri. Röksemdir þeirra eru þessar: „Mig langar að njóta lifsins og gera það, sem ég hef aldrei haft tima til að gera áð- ur.” Siðan semur þetta fólk yfir- leitt þaulhugsaðar fjárhags- áætlanir, ferðast, vinnur að ýmsum þjóðþrifamálum i sjálf- boðavinnu eða tekur til við tóm- stundaáhugamál sin, iþróttir eða hefur háskólanám. Það er staðreynd, að meðal- aldur bandarisku þjóðarinnar fer hækkandi. Nú eru um 23 milljónir Bandarikjamanna 65 ára eða eldri. Um aldamótin verður tala þeirra komin i 31 milljón. Það er 35% aukning. Miðaldra fólki mun einnig fjölga verulega. Fjöldi þeirra, sem yngri eru, verður tölulega svip- aður þvi, sem nú er, en vita- skuld fækkar þeim hlutfalls- lega. Nú eru þeir, sem orðnir eru 65 ára og eldri, um 10% þjóðarinn- ar, en voru aðeins 4% um sið- ustu aldamót. Fyrir tiu árum var talið, að um næstu aldamót yrðu Banda- rikjamenn orðnir meira en 300 milljónir talsins. Nú er talið, að þjóðin verðiaðeins um 260 millj- ónir um aldamótin. Astæðan er sú, að á árunum eftir siðari heimstyrjöld varð gifurleg fjölgun barnsfæðinga, en sú kynslóð, sem fæddist þá, hefur ékki haldið uppi merkinu. Nú eiga hjón að meðaltali aðeins tvö börn, en áttu fjögur um sið- ustu aldamót. Meðalævi Bandarikjamanna hefur lengst. Það er önnur ástæða. Talið er, að fyrir tvö hundruð árum hafi' meðalævin verið um 35 ár. Helmingur barna náði ekki 10 ára aldri, þvi að þá voru farsóttir skæðar. Hins vegar getur Bandarikja- maður, sem fæðist árið 1975, vænst þess að verða 72 ára. Lengra lif og heilbrigðara er atriði sem skiptir máli, hvort sem menn komast á eftirlaun ungir eða aldnir. Aður fyrr var öldruðum aðeins veitt sú læknis- þjónusta sem tiltæk var, en nú eru visindamenn farnir aö rann- saka, hvað gerist er aldurinn færistyfir og hvers vegna sumir halda sér „ungum i anda”. Það er fólkið sem eldist ekki á sama hátt og flestir aðrir. Hárið gránar, en i stað þess að hrörna heldur fólk þetta fullri heilsu og starfsgetu. Visindamenn vilja komast að þessu, svo að komast megi hjá ellihrörnun eða að minnsta kosti að slá henni á frest i marga áratugi. I þessu augnamiði var Elli- rannsóknastofnun Bandarikj- anna sett á laggirnar. Robert Butler, fyrsti forstjóri stofnun- arinnar, er mjög mótfallinn þvi, að menn skuli skyldaðir til að láta af störfum, þegar vissum aldri er náð. Um þetta hefur lengi verið deilt, og hann minn- ist á opinbera skoðanakönnun, sem leiddi i ljós, að meirihluti þjóðarinnar var mótfallinn þessari kvöð. „Roskið fólk er nú heilbrigð- ara, afkastameira og betur menntað en nokkru sinni áður, og það er heimskulegt að segja fólki að hætta að vinna, aðeins vegna þess að það hefur náð 65 ára aldri,” segir Butler. En þeir eru lika margir, sem láta sig deilur um þessi mál litlu varða. Það eru þeir sem komast á eftirlaun, áður en þeir verða 65 ára. Komið hefur i ljós, að i Bandarikjunum fer helmingur alls fólks á eftirlaun, áður en 65 ára aldri en náð. Menn geta hætt að vinna 62ára og fá þá ekki full eftirlaun. Hvernig liður þvi fólki, sem fer svo snemma á eftirlaun? Sumir þykjast sárt leiknir af veröbólgunni og vaxandi skött- um, en flestir eru fegnir að vera hættir störfum. Þeir eru sárafá- ir, sem leiðist eöa hafa orðið fyrir vonbrigðum. Rosknu fólki fer fjölgandi og áhrif þess fara vaxandi, t.d. á stjórnmálasviðinu. Þingmenn- irnir i Washington telja ekki eft- ir sér að tala máli gamla fólks- ins. Aldraðir Bandarikjamenn eru ekki lengur ósýnilegur minni- hluti. Vegur þeirra fer vaxandi, og mun vaxa enn á næstu árum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.