Vísir - 11.10.1977, Blaðsíða 5
vism Þriðjudagur 11. október 1977.
5
Tyrkneskir hermenn á ferö í brynvagni.
Framverðir NATO
Þegar deila Tyrkja og
Grikkja vegna Kýpur
náði hámarki með innrás
Tyrkja á norðurhluta
eyjarinnar hrikti i undir-
stöðum varnarsamtaka
NATO/ sem báðar þessar
þjóðir eru aðilar að.
Mikilvægi Tyrklands í
varnarkeðjunni liggur í
hlutverki framvarðarins
í eldlínunni. Tyrkir eiga
að gæta lengstu landa-
mæra, sem nokkurt
NATO-ríki á liggjandi að
Sovétríkjunum. Þau
teygja sig yfir 450 km.
Landamæri Noregs að
Sovétríkjunum (sem eru
næst lengst) eru 125 km.
Austur-Tyrkland er eini far-
artálminn á leið Sovétmanna að
hinum mikilvægu oliusvæðum
íraks og Saudi-Arabiu. Þarf
ekki að fletta neinum blöðum
um þýðingu þess fyrir austur
eða vestur. Hernaðarsérfræð-
ingar NATO eru enda ekki i
neinum vafa um, að sovéski
herinn mundi reyna að brjóta
sér leið suður eftir Tyrklandi, ef
kæmi til styrjaldar — til þess að
komast yfir oliuna, eða i það
minnsta hindra, að vestrið hafi
not af henni.
Innrás i Austur-Tyrkland
mundi einnig draga liðsafla
NATO frá Sæviðarsundi, en yf-
irráðum þess þurftu Sovétmenn
að ná, ef þeir ætluðu að opna
Svartahafsflota sinum leið að
Miðjarðarhafinu.
James Foley, fréttamaður
Reuters, naut fyrir skemmstu
leiðsagnar tyrkneskra foringja
um þessar slóðir, og lýsir i
fréttaskeyti þaðan þvi and-
rúmslofti, sem rikir þar, er her-
menn gráir fyrir járnum standa
andspænis hverjir öðrum við þvi
versta búnir af hinum.
„Þeir eru okkar hefðbundnu
erfðafjendur,” sagði Tayyar
Bilen, tyrkneski ofurstinn, sem
lýsti staðháttum fyrir Foley, og
kinkaði i þvi kolli til rússnesku
hermannanna i varðturninum
hinum meginn landamæranna.
„Við köllum þá hina raun-
verulegu óvini, en ekki Grikk-
ina. Fjandseminn liggur i loft-
inu, „hélt ofurstinn áfram.
Klæðaburður hans og útgangur
eins og undirstrikaði orðin. I
vigvallabúningi og með stál-
hjálm tiltækin en skammbyssu
við beltisstað.
Bilen ofursti er yfirmaður 14.
bryndrekadeildar Tyrkjahers,
og hefur hann það ábyrgðar-
starf með höndum að stjórna
vörnum þessarar hásléttu, sem
um aldanna raðir hefur verið
leið innrásaherja i Austur-Tyrk-
land.
Hann kunni af nýlegu dæmi
um árekstrarhættuna þarna að
segja vestrænum blaðamönn-
um, sem voru þarna ásamt Fol-
ey, af þvi, þegar rússarnir hefðu
á dögunum skotið þrem loft-
varnareldflaugum að tyrk-
neskri orrustuþotu, sem villtist
inn yfir i rússneska lofthelgi.
Enginn þeirra hæfði.
Fyrr á þessu ári höfðu tveir
sovéskir liðsforingjar flúið yfir-
um. Þeir syntu yfir Arpacay-
ána, sem er hin náttúrulegu
landamæri á þessum slóðum.
Tyrkirnir settu blaðamönn-
unum strangar reglur, áður en
þeir fóru með þá frameftir.
Flestar miðuðust þær við að
gera ekki rússana uppvæga.
Bannað var að taka myndir og
blaðamönnunum var tekinn sér-
stakur vari fyrir þvi að benda á
nokkurn hlut handan landa-
mæranna.
„Niður með krumlurnar,”
hvæsti einn liðsforinginn, þegar
einum varð á að baða út öngum i
átt rússneska þorpsins, Harto,
sem stendur á hæð við ána gegnt
draugabænum, Ani, en hann
lagðist i eyði i jarðskjálfta árið
1319.
Það grillti i sovésku hermenn-
ina i háum varðturni um 750
metra i burtu, en annar turn
slikur var 800 metrum neðar hjá
ánni. Há girðing liggur sovét-
meginn um 500 metra frá landa-
mærunum. Tyrkirnir sögðu
blaðamönnunum, að rafstraum-
ur léki um hana, sem hindraði
hverjum yfir hana að komast,
er á annað borð hefði sloppið yf-
ir þéttplantað jarðsprengju-
svæðið.
Yfir svifu fálkar, sem slangur
er af þarna i fjöllunum, og láta
þeir engin landamæri hefta
ferðir sinar. Jafn ósnortnir virt-
ust tyrknesku hjarðmennirnir,
sem veðurbitnir riða fjallahest-
um sinum um þessa grösugu há.-
fjallasléttu. Þar hafa þeir
gnægð beitar fyrir geitur sinar
og hrossastóð.
Sléttan sjálf er um 2.000
metra yfir sjávarmáli, en yfir
henni gnæfa siðan snæviþaktir
tindar (allt að 1.500 metra háir).
Þessi fjöll og illfær skörðin á
milli þeirra, eru bandamenn
Tyrkja.
1 Kákasus hafa rússar 18 her-
deildir, sem NATO-sérfræðing-
ar telja, að beitt yrði til sóknar
inn i Austur-Tyrkland, ef til
kæmi. Þar i eru þrjár vagna-
deildir með 800 skriðdreka, sem
sótt. gætu fram i skjóli 500 her-
flugvéla. Arásum úr öðr-
um áttum þykir helst mega bú-
ast við á suðurströnd Svarta-
hafsins og suður með hinu
sögufræga fjalli, Ararat, sem er
um 200 km sunnan við Ani.
Þriðji her Tyrklands gætir
þessara landamæra. Aðstaða til
varnar er hin ákjósanlegasta
vegna náttúrunnar. Allar inn-
rásarleiðir liggja um illfær gil
og þröng fjallaskörð, sem auð-
velt er að verja. Jafnvel þótt in-
rásarliði tækist að brjótast þar
inn, á það á hættu að lenda i her-
kvi og verða jarðað undir
skriðuföllum, sem hrundið yrði
af stað með sprengjum.
Tyrkjaher var að endurnýja
vopnabúnað sinn um það leyti,
sem hann gerði innrásina á
Kýður 1974. Eftir það hættu
Bandarikin vopnasölu til Tyrk-
lands, og hefur þá afturkippur
komið i vigbúnaðinn.
Þótt skriðdrekar Tyrkja séu
gamaldags, og mundu litils
mega sin gegn hinum nýju T-72
skriðdrekum Rússa, er engan
bilbug að heyra á tyrknesku
herforingjunum. — Burhanettin
Bigali, hershöfðingi og yfirmað-
ur 3. hersins, sagði i þessu sam-
bandi við blaðamennina:
„Hættulegasta vopnið i öllum
styrjöldum er hermaðurinn,
sem er reiðubúinn til þess að
fórna lifu sinu i orrustu. — Við
eigum einmitt slika hermenn.”
Hið sögufræga fjall Ararat# þar sem örkin hans Nóa
strandaði/ þegar syndaflóðinu lauk, en suður með
hlíðum þess hafa leiðir innrásarherja legið um aldirn-
ar.
31
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
óskar að róða eftirtaíið
starfsfólk:
HJÚKRUNARFRÆÐINGA við heima-
hjúkrun — deildarstjóra við heilsugæslu i
skólum.
STARFSKRAFT við berklavarnadeild.
Starfið er m.a. fólgið i afgreiðslu og smá-
vegis vélritun.
Umsóknum sé skilað til hjúkrunarfram-
kvæmdastjóra Heilsuverndarstöðvarinn-
ar fyrir 20. október n.k. sem jafnframt
gefur upplýsingar i sima 22400.
HÚSBYGGJENDUR-Einanpnarplast
Afgreiðum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæðið frá
mánudegi - föstudags.
Afhendum vöruna á byggingar-
stað, viðskiptamönnum
að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verð
og greiðsluskilmálar
við flestra hæfi
hvBM 09 briqarafaal 93-7359
»iwl 93-7370
ninniim:
ilfurþúfiuh
Brautarholti 6, III h.
Simi 76811
Móttaka á gömlum
Teppi
Ullarteppi, nýlonteppi, mikið úrval á
stofur, herbergi, stiga, ganga og stofnan-
ir. Gerum föst verðtilboð.
Það borgar sig að lita við hjá okkur.
TEPRABÚOIN
Reykjavlkurvegi 60
Hafnarfiröi, simi 53636
@?£ótet ($otgameð
“Hótel Borgarnes
Nýja veitingabúðin er opin frá kl. 8.00—23.30.
Við minnum á okkar
rúmgóðu og
snyrtilegu hótelherbergi.
Pantanir teknar
i sima 93-7119-7219