Vísir - 11.10.1977, Page 9

Vísir - 11.10.1977, Page 9
VISIR Þri&judagur 11. október 1977. 9 Enn eitt lánið: 2084 milljónir í járnblendið Rikisstjórnin hefur tekið 10 milljón dollara ián, sem er jafnvirði 2084 milljóna fs- ienskra króna, vegna aðildar sinnar að tslenska járnblendi- félaginu. Samningur þar að lútandi hefur verð undirritaður og gerir ráð fyrir átta ára láns- tima, en þó með vilyrði um framlenginu. Endurgreiðsla lánsins hefst eftir 4 ár frá dag- setningu þess. Vextir verða breytilegir og fara eftir milli- bankavöxtum í London á hverjum tima. —ESJ Nýtt heima- vistarhús á Sauðárkróki Hluti nýs heimavist- arhúss gagnfræðaskóla Sauðárkróksvartekinn i notkun í byrjum skóla- ársins. Gestum við skólasetninguna var boðið að skoða húsið þar sem einnig verður dag- vistunaraðstaða nem- enda, sem búsettir eru utan bæjarins. Tekin var i notkun her- bergjaálma með 14 tveggja manna herbergjum, anddyri ibúð húsvarðar og bráða- birgðaaöstööu fyrir mötu- neyti. Nemendur gagnfræða- skólans og Iðnskóla Sauðár- króks munu nýta þessa að- stöðu. Við skólasetninguna afhenti frú Ragnhildur Helgadóttir málverk af kjörföður sinum, sr. Helga Konráðssyni, en hann var stofnandi og skóla- stjóri gagnfræðaskólans jafn- framt þvi sem hann var sókn- arprestur á staðnum i rúm 20 ár. Málverkið gerði Sigurður Sigurðsson. —ESJ AÐ HLAUPA AF SÉR SPIKIÐ Hreyfing er hoil — en það er varlega að fara sér ekki of geyst i byrjun Orkuþörf manns fer eftir þvi hvað haft er fyrir stafni. í hvild brennur að jafnaöi 1 hitaeining á hverrri minútu eða sem svar- ar 1400 til 1500 hitaeiningum á sólarhring. Aukin lifsþægindi hafa gert stóran hluta Vestur- landabúa að kyrrsetufólki með þeim afleiðingum, að orkuþörf- in er oft á tiöum ekki miklu meiri en þessu nemur. En eftir þvi sem maður hreyfir sig meira vex orkuþörfin að sama skapi. Þannig brenna um fimm hitaeiningar á minútu á göngu og um tiu á rólegu hlaupi. Fyrir kyrrsetufólk er góð hreyfing sannarlega guilsigildi. Reglubundin hreyfing hefur margvisleg áhrif til góös svo sem: að auka andlega og likamlega velliöan au auka matarþörfina og þar með likurnar á þvi að öll nauðsynlegnæringarefni fáist úr fæðunni. að koma á betra jafnvægi milli orkubrennslu og matarlystar að vinna gegn offitu að vinna gegn æðakölkun og hjartasjúkdómum Matur og hreyfing. Eitt klló af fituvef jafngildir um 7000 hitaeiningum. Sá, sem ætlar að léttast um eitt klló á viku veröur þvi aö brenna 1000 hitaeiningum á dag umfram það, sem hann fær i fæðinu. Hann getur auðvitað valiö hvort hann ætlar að auka hreyfingu eða minnka viðsigmat.Ef hann velur fyrri kostinn verður hann aö ganga (eða hlaupa) tiu eða synda tvo kilómetra daglega. Flestir kjósa þó að fara ein- hvem milliveg, borða minna og auka jafnframt hreyfingu hóf- lega. 1 þættinum „A VOGARSKALUM” var mælt með 1200 hitaeininga fæði og aukinni hreyfingu sem nemur 100 hitaeiningum. Þessi aukna hreyfing samsvarar 20 minútna göngu, 10 minútna hlaupi eða leikfimi eða 200 metra sund- spretti. Hvernig hreyfing. Mestu skiptir aö byrja strax, enaðbyrjarólega.Ef farið erof geyst af stað getur maöur hæg- lega ofreynt vööva og liðamót, auk þess sem oft reynir mikið á hjartað. Harösperrur geta oröið til þess að draga Ur áhuga á áframhaldandi iþróttaiökun. Með þvi að fara hægt af stað verður þes s a r abyrjunarein- kenn'a litið vart og þau hverfa auk þess fljótlega. Aður en langt um liður er likaminn betur und- ir frekari áreynslu búinn. Mikilvægt er að velja sér iþróttagrein, sem veitir ánægju og einnig er æskilegt aö stunda hana i góöum félagsskap, t.d. með fjölskyldunni eða i vina- hópi. Ef iþróttin er skemmtileg eru meiri likur á þvi, að hún veröi að vana. Fyrir þá sem stunda kyrr- setustörf er æskilegt að miöa að þvi aö geta æft sig þrisvar sinn- um i viku, hálftima I senn. En ef þetta er óframkvæmanlegt er samt sem áður engin ástæða til þess að leggja árar I bát. 011 likamsrækt er til bóta jafnvel þótt aöeins sé æft t.d. einu sinni I viku. Hvað er hægt að gera? Margir kvarta undan þvi að þeir hafi ekki aöstöðu til þess að stunda líkamsrækt. En ef að er gáð, er hægt að gera einhverjar æfingarhvar og hvenærsem er, og þarf þá ekki aö leita utan heimilisins. Biti eða rör I dyra- karmitilaöhangaieöa lyfta sér upp á, sippuband eöa stóli er allt sem þarf til. Einnig má nota stofugólfið fyrir nokkrar léttar leikfimiæf- ingar. Hérlendis hefur sundiþróttin náð miklum vinsældum enda viða góð sundaðstaöa fyrir hendi.Sunder talið mjög heilsu- samlegt og ef synt er reglulega eykur það þoliö fljótt. Ef árang- ur á aö nást, eir ekki nóg að fara og „baða” sig i sundlauginni eins og allt of margir gera, Það verður aö synda rösklega og smálengja vegalengina, sem synt er. Lágmarkið ætti að vera aö sunda 200metra i hvert skipti sem farið er 1- sund. Þ?ir sem synda reglulega ættu hins vegar að auka smam saman við þá vegalegnd, unsþeirhafa náö þvi að synda 1000 mel,ra I hvert Skípti.*- En fivað um þá sem ekki hafa ánægju af þvi að<synda? Margt kemúr til greirta. Með. þvi að ganga I íþ^óttafélög er hægt aö komast j 'liö éða hópa sem iöka handboltárblak og aðrar Iþrótt- ir eða að innrita sig i leikfimi- tima. Göngur og hlaúp»er hægt i að stunda allan ársins hring. Flestirgeta<hlaupið i grennd við heimili sin. Meö 'þvl sparast dýriftætur timi, sem annars væri notaður i að aka til og frá Iþróttastööum. skýtur upp kollinum. Hins vegar vek ég athygli á þvi, að til þess að byggja upp trúverðuga, áhrifa- rika gagnrýni verður að beita skýrum rökum og þekkingu en ekki fyrirframhleypidómum eða einföldum alhæfingum. Þetta sýnist mér, að Elias hafi ekki varast, t.d. þegar hann byggir rök sin á Sandburg og skáldgáfu hans til að sýna fram á bandariska heimsvaldastefnu. Með þvi að romsa upp úr sér ýmsum ártöl- um, þegar vestræn riki stóðu i vopnaskaki i hinu eða þessu land- inu, hefur hann ekki sannaö, að heimsvaldastefna hafi i öllum til- vikum verið orsök þeirra við- burða, þvi að margvislegar, ólik- ar ástæðum liggja til grundvallar flestum striðum, og þarf að rann- saka þær i hverju einstöku tilviki, áður en einföld lausn er fengin. Vissulega getur auðvaldið orðið siðlaust í sókn eftir auknum gróða 1 ljóði Sandburgs stakk mig mest sú ofboðslega frekja hans að tala nm Kóreustriðið sem innrás Breta og Bandarikjamanna. Eins og flestum er kunnugt, hófst þetta strið með innrás N-Kóreu- manna I S-Kóreu, og urðu Sam- einuðu þjóðirnar þvi að senda þangað hersveitir til varnar landinu. Það er þvi afkáralegt, þegar Elias ræðst á NATO fyrir slikar styrjaldir.En þetta er um leið dæmigert um þá furðulegu einsýni hans að sjá aðeins hættu i vestri og ekki i austri, jafnvel þar sem hún hefur brotizt úr i árásar- striði. — Hvaðan hefur Elias þetta einkennilega hugarfar? Er það arfurinn frá þeim timum, þegar hann var i Alþýðubanda- laginu? Það er skiljanlegt, að Elias hamist gegn auöhringum, þvi aö ^íói^alurJensson^uðfræöÞ' nemiskrifarog segir m.a. að bandarisk útþenslustefna hafi verið ógeðfellt fyrirbæri samtimasögunnar, en her- stöð Atlantshafsbanda- lagsins á Miðnesheiði komi auðhringum ekkert við, full- veldi landsins hafi ekki verið .skert með inngöngu i banda- v------ i-igin ■ r y vissulega getur auðvaldiö orðiö siðlaust i sókn sinni eftir meiri gróða. T.a.m. tek ég undir for- dæmingu hans á arðráni vest- rænna auðhringa I A-Evrópu efsú ósannaða forsenda hans er rétt, að þjóðirnar þar njóti ekki góðs af þeim atvinnurekstri. — Eins er reyndar lika um hina stórauknu viðskiptastarfsemi, þar sem Banjjarikin og EBE hafa selt So- vétrikjunum niðurgreiddar land- búnaðarafuröir langt undir kostn- aðarverði. Meðan milljónir manna svelta i suöurhluta heims, er slikt athæfi vissulega siölaust af hálfu vestrænna framleiðenda og stjórnvalda, — nema þvi aöeins, aö þessi stuðningur við hinn illa rekna ríkisbúskap aust- antjalds veröi um leið notaöur til að knýja fram úrbætur i málefn- um kúgaðra, réttindalausra manna þar eystra. Auöhringakenning um varnir íslands: fráleit ein- sýni. Þegar kenning Eliasar um NATO sem verkfæri auðhring- anna er heimfærð upp á Island, fæst sú útkoma, að NATO-þátt- taka og bandarisk hervernd á Is- landi séu til þess eins að skapa fjölþjóðafyrirtækjum skilyrði til að arðræna þjóðina, en veiti okk- ur sjálfum engar varnir. Um þetta sjónarmið vil ég segja eftir- farandi: 1) Getur nokkur haldið þvi fram, aö inngangan i NATO eða koma bandariska hersins 1951 hafi haft i för með sér, aö við yrð- um að hleypa inn á okkur erlend- um auðhringum? Eða hafa menn leitt nokkur rök að þvi, að Banda- rikjastjórn geti talið að hinn mikli kostnaður viö rekstur herstöðvar- innar (1972: um 80 miílj. dollara þ.e. um 16 milljarðar Isl. kr.) verði talinn borga sig með arði e-a auðhringa, sem komizt hafi hingað i skjóli hersins (!)? — Vitanlega ekki. NATO-herstöðin á Miðnesheiði kemur auðhringum ekkert við. Það er sjálfstæö ákvörðun Alþingis, sem ræöur þvi, hvort við hleypum hingað er- lendu fjármagni. Þar veröur að fara með ýtrustu gát og hugsa fyrst og fremst um velferð og frelsi okkar. En fullveldi landsins tilað ráða þeim málum sjálft hef- ur ekkert verið skert með inn- göngu i NATO eða komu varnar- liðsins. Það er ein af þeim fölsku forsendum, sem Elias Davíðsson hefur gefið sér. Staðhæfing, sem stenst ekki 2) Flestir herstöðvarandstæð- ingar.hafa undanfarin misseri látið sér nægja að ganga svo langt að fullyrða, að herstöðin sé hér aðeins til að þjóna bandarlskum vörnum (sem eftirlitsstöð), ekki islenzkum (staðhæfing, sem vitanlega stenzt ekki, þar sem varið Island er forsenda þess, að hér geti verið slík eftirlitsstöð). En samkvæmt Eliasar-kenning- unni er hún hér ekki i varnar- skyni, heldur til þess aö tryggja hagsmuni auðhringanna. Með þessu er enn verið að skoða stöðu tslands i sama ljósi og lepprikja Sovétmanna, þ.e.a.s. gengið út frá þvi sem visu, að tsland sé „bundið á klafa hernaðarbanda- lags” til þess eins, að vestræn stórveldi geti arðrænt lands- menn, á sama hátt og Varsjár- bandalagið sé nauðsynlegt til að viðhalda sovézkri kúgun og arð- ráni á þjóðum A-Evrópu. Slik samliking okkar við þær þjóöir, sem ekki búa við neitt raunveru- legt fullveldi, er fáránleg, enda fer þvi fjarri, að nærvera banda- riska hersins sé skýringin á þvi, að þessum sárafáu auðhringum hafi verið veitt leyfi til atvinnu- rekstrar hér. Eina hugsanlega á- stæða auðhringanna til aö vilja hafa hér bandariska hervernd væri sú, að þeir teldu mikla hættu á rússneskri innrás, ef við hefðum engar varnir. En vitanlega myndu herstöðvarandstæöingar ekki fallast á þá skýringu, þar sem þeir telja forsendu hennar ó- raunhæfa fjarstæðu! Sama gamla fullyrðingin 3) Að lokum er það hér sem áð- ur fyrirframforsenda, sem Elias tekur sem gefna, að við þurfurr. hvorki NATO né bandariska her- inn til að bægja frá hættunni á innrás i landið, einfaldlega vegna þess að Islendingum myndi alls engin hætta stafa af Sovétrikjun- um, þótt landið væri varnarlaust. Ergo: Sovétmenn eru ekki heims- valdasinnaðir! — Sama fullyrð- ingin, sem alltaf hefur verið grundvallarforsenda fyrir stefnu- málum SH, hvort sem þau hafa verið „ísland úr NATO, herinn burt” eða einhver önnur upp- tugga. Það er ekki furða, þótt for- ystumönnum þeirra gangi illa að þvo af sér Sovétina-stimpilinn. Er hin gamla flokkun herstöövar- andstæðinga i „Rússadindla og nytsama sakleysingja” kannski enn i fullu gildi? Ég skora nú á Elias Daviðsson að færa sönnur á þær kynjakenn- ingar, sem ég hef rætt hér um i tveimur greinum, og að sýna fram á, að sundurliðuð gagnrýni min á grundvallarforsendur þeirra standist ekki, heldur séu þœr öruggar og á ótviræðum rök- um byggðar. Sjálfs sin vegna verður hann að leysa heiðar- lega úr öllum þessum atriöum, sem ég beini til hans (og þ.m.t. i greininni óhraktar staðreyndir, 19. sept.) — ef hann á annað borö vill afsanna málflutning minn. En gripi hann til þess ofnotaða ráðs að svara ekki nema sumum þeirra röksemda, sem ég hef lagt fyrir hann, og rangsnúa merk- ingu orða minna til að finna á þeim höggstað og leyna rökþroti sinu, þá mun ég ekki eyöa fleiri oröum aö hans rakalausa áróöri. Enda gerist þess þá ekki þörf, þar sem hann hefur þá sjálfur staðfest, að hin kostulega kenn- ingasmiöi er ekki reist á traust- um grunni þekkingar, heldur á einberum hjátrúar-hégiljum, sem höfundurinn gerði gagnrýnislaust aðforsendum falskenninga sinna. Jón Valur Jensson gubfræbinemi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.