Vísir


Vísir - 10.11.1977, Qupperneq 1

Vísir - 10.11.1977, Qupperneq 1
,,eSlaS&0 Fimmtudagur 10. nóvember 1977.—277. tbl. 67. árg. Sími Visis er 86611 VERÐBÓLGU- NEFNDIN TIL FUNDARÁ NÝ „Ég mun leggja fram á þessum fundi frumdrög að rtefndar- áliti”, sagði Jón Sigurðsson forstöðu- maður Þjóðhagsstofn- unar, þegar Visir spurði hann um fund Verðbólgunefndarinn- ar sem hófst kl. 11 i morgun. Þetta er 17. fundur nefndar- innar, en sá fyrsti, sem haldinn hefur veriö siðan hlé var gert á fundum nefndarinnar á siöast- liðnu vori. Nefndin var skipuö fyrir riímu ári eöa i október 1976 og stóö upphaflega til aö hún skilaöi tillögum um horfur I verðlagsmálum og ráöstafanir til aö draga úr verðbólgu i febrúar/mars siðastliðinn en af þvi varö ekki. Jón vildi ekkert um það segja, hvenær nefndin myndi ljúka störfum, en stefntværi aö því aö það yröi sem allra fyrst. —ESJ. Fyrsti vistmaðurinn i nýju Hrafnistunni I Hafnarfiröi var að koma sér fyrir I gærkvöldi, þegar ljós- myndara Visis bar þar að garði. Það var Markús Andrés Einarsson, 71 árs gamall fyrrverandi skip- stjóri, og sést hann hér raöa bókum i hillu i herbergi sinu. Sagt er frá opnun Hrafnistu í Hafnarfirði á baksiðu. ESJ/Visismynd: JEG Getraunaseðlarnir streyma til Vísis Kaupendur Visis senda nú i hundraðataligetraunaseöil nr. 1 i áskrifendagetraun blaösins til okkar og á myndinni hér fyrir ofan er Magðalena Gestsdóttir i áskriftardeild blaðsins meö seðlana, sem okkur bárust i póstinum i gær. Fjölda margir lesendur Visis hafa merkt við i reitinn á seðlin- um, þar sem óskaö er eftir áskrift að blaðinu, og er reynt að koma þeim eins fljótt og mögulegt er inn i dreifikerfi blaðsins, þannig aö þeir eiga að fá blaðið borið til sin tveim til þrem dögum eftir að seðillinn berst Visi. Við minnum þá, sem enn eiga eftir að senda okkur nóvember- seöilinn, á að gera það hið allra fyrsta og utanáskriftin er: Visir — áskriftargetraun, Pósthólf 1426, 101 Reykjavík. A setan enn eftir að draga Alþíngi inní kofann Bakkabrœðra? Halldór Laxness segir, að setan tákni þýskt hljóð, sem aldrei verði myndað I Islenskri tungu. „ Aö þvi er setu snert- ir vita allir sem vita vilja, að það „ts”-hljóð sem setan táknar hefur ekki verið til á islensku frá þvi að iand bygðist. Þetta hefur verið dauð- ur stafur eins og c og q. Sverrir þingmaður Hermannsson verður að fara til Þýskalands til að heyra þetta hljóð; en þar getur hann lika heyrt það alian dag- inn”. Þannig kemst Halldór Lax- ness að orði i grein sem hann ritar I Visi i dagundir yfirskrift- inni „Nýtt setumannaævin- týri”. Halldór fjallar um setuna i til- efniaf karpialþingismanna útaf þessum staf og réttritun al- mennt og telur hann ekki útilok- aö, að þessi þýski bókstafur eigi eftir einusinni enn ,,að draga hæstvirt Alþingi inni ljóslausa kofann Bakkabræðra, en eitt vona ég þó til guðs”, segir skáldið, ,og það er aö hann kom- ist aldrei inni barnaskólann á Mjóafiröi”. I niðurlagi greinar sinnar i Visi i dag gerir Nóbelsskáldið aö umtalsefni þá skoðun Sverris Hermannssonar, alþingis- manns, að kenna þurfi börnum setu, svo aö þau skilji rót og uppruna islenskra orða. Þar segir Halldór Laxness meöal annars: ,,Má ég spyrjá háttvirt- an fyrsta sjálfkjörinn setufræð- ing og etýmólóg Sverri Her- mannsson: úr hverju mynduö- ust orðin hundur og köttur? Og hvernig og úr hverju er myndað orð einsog seta? Og hver er upp- runaleg mynd orðsins flfl?” Grein Halldórs Laxness er birt á blaðsiðu 11 i dag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.