Vísir - 10.11.1977, Blaðsíða 4
John
Vorster
Suður-Afríka
framleiðir bœði
þessa Mirage
þotu og
brynvarða
byssuvagna
Vorster grimmur í vörninni
John Vorster forsætis-
ráðherra Suður-Afriku
sagði i ræðu i Heidelberg
i S-Afriku að landið gæti
staðið af sér hverskonar
viðskiptabönn og þving-
unaraðgerðir. Hann
sagði að þeir hefðu séð
fyrir vopnasölubann
fyrir mörgum árum og
búið sig undir það.
Suður-Afríka framleiðir nú
langmest af þeim vopnum sem
herlandsinsnotar, þarmeð taldar
orrustuþotur, skriðdrekar og eld-
flaugar.
Það yrði þvi ekki fyrr en eftir
nokkra áratugi sem vopnasölu-
bann færi að segja til sin, en þá
mætti búast viö að landiö væri
farið að dragast aftur úr tækni-
lega. I ræðunni i Heidelberg bjó
forsætisráðherra landa sina undir
frekari alþjóölegar aðgerðir en
taldi ekki ástæðu til að hafa af
þeim þungar áhyggjur.
,,Ég veit að herskárri öflin eru
að reyna að ganga lengra. Ég veit
að það er verið að reyna að koma
á oliubanni. Það mundi vissulega
valda okkurnokkrum erfiðleikum
en þaö getur ekki drepið okkur.”
Vorster sagði einnig að fyrst til
að finna fyrir oliubanni yrðu ná-
grannarikin Botswana og
Lesotho, sem eru Suöur-Afrlku
nær algerlega háð um allan inn-
flutning.
Oliubann óliklegt
Raunar eru ekki miklar llkur
til þess að sett verði oliubann á
Suður-Afriku að sinni. Landið fær
mestalla sina oliu frá Iran og Iran
hefur lýst þvi yfir að það noti ekki
oliuverslun sina i pólitiskum til-
gangi.
Vorster sakaði Sameinuðu
þjóðirnar um hræsni, vegna þess
að i samþykktinni um vopnasölu-
bann er gengið út frá þeirri
klau'su að ástandið i Suður-Afriku
stofni friði i hættu.
Ráðherrann sagði að þaö væru
einmitt aðgerðir Sameinuðu þjóö-
anna sem stofnuðu friðinum i
hættu.
„Samtökin hafa stöðvað vopna-
sölu til Suður-Afriku. Það gerir
okkur ekki mikið til en það eru
ekki allir sem gera sér grein fyrir
þvi. Sameinuðu þjóðimar ættu
ekki að verða undrandi ef ein-
hvérri Afrikuþjóðinni dytti I hug
að nota þetta tækifæri til aö ráð-
ast á Suður-Afriku.”
„Mörg Afrlkurlki telja nú sjálf-
sagt að vopnasölubann veiki Suð-
ur-Afrfku og að nú sé tækifærið
komið til aö gera árás.”
,,01iu-samviska”
Vorster fór háðuglegum orðum
um vestræn rlki sem hafa bent á
Nigeriu sem gott fordæmi fyrir
Afrikuriki sem blökkumenn
stjórna.
„Nigeria þar sem ekkert frelsi
rikir”, sagði hann. „Nigeria þar
sem allir fjölmiðlar hafa verið
þjóðnýttir og engin ffjáls blöð
þrifast. Nigeria þar sem kosn-
ingarétturer alls enginn og harö-
úðug herforingjastjórn situr við
völd. Nigeria þar sem aftökur eru
opinberar og þar sem spilling er
meiri en nokkursstaðar annars-
staöari heiminum. Eina ástæöan
fyrir þvi að Nfgeria er talið virð-
ingarvert og gott land er oli'a. Ég
er orðinn dálitið þreyttur á þess-
ari samvisku heimsins, sem virð-
ist grundvallast á oliu.”
RAFMAGNSli HANDVERKFÆRI
Það er okkur mikil ánægja að geta nú boðið hin margreyndu
og viöfrægu SKIL rafmagnshandverkfæri.
SKIL verksmiðjurnar voru stofnaðar i Chicago i Bandarikjunum árið 1924 til framleiðslu
á nýrri einkaleyfisuppfinningu, rafknúinni hjólsög, hinni heimsfrægu SKIL-sög,
sem viðbrugðið var fyrir gæði. Siöan hafa verið framleidd mörg verkfæri og gerðar margar
nýjar uppgötvanir á rannsóknarstofu SKIL verksmiðjanna, sem hafa gert
SKIL handverkfærin heims/ræg og eftirsótt.
SKIL borvélar meö stiglausum hraðabreyti eru
gæddár þeim kosti, að þvi meir sem þú þrýstir á
gikkirm, þvi hraðar snýst borinn. Þannig færðu rétta
hraðann fyrir það verkefni sem þú ert að vinna,
hvort sem þuert að bora í flisar, stein, tré eöa annað.
SKIL borvélar eru fallega hannaðar, kraftmiklar, og
auðvelt er að tengja við þær marga fylgihluti. Auk
borvéla framleiðir SKIL af sömu alúð og vandvirkni,
stingsagir, stórviðarsagir, hefla, slípivélar og fræs-
ara auk hinna heimsfrægu hjólsaga.
SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu kröfum
nútimans og henta jafnt leikmönnum sem atvinnu-
mönnum.
Póstsendum myndlista ef óskað er.
ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI.VELJA SM/Í.
Einkaumboð á íslandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri:
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
<D