Vísir


Vísir - 10.11.1977, Qupperneq 9

Vísir - 10.11.1977, Qupperneq 9
visir Fimmtudagur 10. nóvember 1977 9 Kvenréttindaf élagið: Konur verði ekki fœrri en korlar ó framboðslistum Kvenréttindafélag tslands telur þaó skyidu stjórnmála- flokka á islandi aö konur skipi framboöslista viö kosningar til alþingis og sveitarstjórna til jafns viö karla. Kvenréttindafélagiö vekur einnig athygli á þvi i opnu bréfi til stjórnmálaflokka landsins að konur eru aðeins 3,7% af kjörn- um fulltrúum i sveitarstjórnum hér á landi og að þær eru aðeins 5% af kjörnum fulltrúum á al- þingi. Þetta mun vera lægsta hlut- fall i allri vestur-Evrópu, nema hvað i Grikklandi og Tyrklandi er hluti kvennanna ennþá lak- ari. I nágrannalandi okkar — Noregi — eru konur 23,9% al- þingismanna. Þá er þess getið i bréfinu að samstaða kvenna á kvennafri- daginn varpaði ljósi á misræmið milli atvinnuþátttöku þeirra og aðstöðu til ákvarðanatöku á vettvangi þjóðmála. —GA Samstaöa islenskra kvenna á kvennafrfdaginn 24. október 1975 vakti heimsathygli. 11. landsþing LÍM: Meiri skipulagsgáfa og peningavit ráðamanna Einn þingfulltrúa, Ólafur Ólafsson MH, flytur mál sitt á þing- inu. Meginstarf ellefta landsþings Landssambands islenskra menntaskólanema fólst f þvi aö tryggja virkni og þátttöku aðild- arfélaganna i starfi L.t.M. i þvf augnamiöi var meöal annars samþykkt reglugerð fyrir menningartengslasjóö LtM en hann á samkvæmt henni aö styrkja samskiptin milli skól- auna meö gagnkvæmum heimsóknum nemenda. Menntaskólanemar halda landsþing sitt árlega og að þessu »inni var það haldiö i Hafnarfirði. Þingið sóttu fulltrúar frá öllum menntaskólunum svo og fjöl- irautarskólunum i Breiðholti og Flensborg. Þar eiga sæti fimm íulltrúar frá hverjum skóla, en stjórn sambandsins milli þinga er ihöndumkjörinnarstjórnarsem i sitja tveir aðilar frá hverjum aðildarskóla. Fjölmargar aörar ályktanir voru samþykktar á þinginu og sendar viðkomandi yfirvöldum. Meöal annars benti þingið þeim aðilum sem starfa að skipulagn- ingu húsnæöismála skólanna á, að frá þjóðfélagslegu sjónarhomi væri æskilegt að þeir ræktuðu meö sér eftirtalda mannlega eiginleika i meira mæli en þeir hefðu áður gert: Skipulagsgáfu, peningavit, samstarfsvilja og umhyggju fyrir uppvaxandi kyn- slóö. —GA LYKILUNH AO ÖRUGOU CANUnNMCU vetrarskodu DAIHAT5\J TOYOTA ÁRMÚLA 23 - ventill hf. REYKJAVÍK Hjálparsjóðsdagur í Garðabœ Næst komandi sunnudag, þann 13. nóvember 1977 verður svokallaður Hjáíparsjóðsdagur Garðasóknar i Garöabæ. Þann dag er leitað til bæjarbúa með framlög i sjóðinn. Hjálparsjóður Garðasóknar er sameiginlegur sjóður allra bæjarbúa. Hann hefur það hlut- verk að veita .fyrstu hjálp i neyðartilfellum af völdum veik- inda, slysa eða annarra óvið- ráðanlegra áfalla. Úr sjóðum hafa verið veittir styrkir, sem nema frá upphafi nálega tveim milljónum króna. Arlega er safnað til sjóðsins með þvi að senda heimilum um- slag og leggja þeir, sem vilja gjöf sina i umslagið. í stjórn sjóðsins eru Helgi K. Hjálms- son, formaður. Hin ýmsu félög i Garðabæ hafa annast um söfnunina og mun svo verða einnig nú. Að venju verður svo kvöldat- höfn i Garðakirkju 13. nóv. kl. 20.30 þar sem að þessu sinni verður flutt erindi um Gregor- ianskan messusöng af sr. Arn- grimi Jónssyni og Gregoriansk- ur messusöngur fluttur af Garðakórnum en sr. Sigurður H. Guðmundsson þjónar fyrir altari. Nokkrir hljóðfæraleik- arar munu taka þátt i athöfninni auk Garðaskórsins. Að lokinni kvöldathöfn gefst kirkjugestum og öðrum kostum á að kaupa sér kaffisopa til styrktar sjóðnum i Garöaholti. Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum bílum Seljum nokkra SKODA 110L-1976 Bilarnir eru i mjög góóu ásigkomulagi og fást meó hagkvæmum greiósluskilmálum 24460 t 28810 GEYSIR BORGARTÚNI 24

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.