Vísir - 10.11.1977, Qupperneq 27
VXSIÍ&Fimmtudagur 10. nóvember 1977
Hringiðisíma 86611 milli klukkan 13 og 15 eða skrifið til Vísis Síðumúla 14, Reykjavík.
V- „ ' - ’*» ‘-V i, %
„Eru þingsœti
konnski bara
tombóluvinningur?
##
J K. skrifar:
1 nýútkominni samtalsbók
Matthiasar Jóhannessen skrifar
hann eftir einum viðmælanda sln-
um, Eggert Stefánssyni á þessa
leið:
„Svona er þetta í skammdeg-
inu, það er allt fullt af svörtum
púkum i skammdeginu........
Skömmu áður en Alþingi kemur
saman á hverju hausti fer ein-
hver ofsaleg mæðuveiki um allt
land, einhver pest.”-
Nú um tiðir hefur þessi pest
tekið á sig merkilegt svipmót,
auk þess sem henni hefur verið
framlengt, þvi nú eru kosningar
að vori. Það er umhugsunarvert
hvað stjórnar þvi spretthlaupi
sem nú fer frám hjá stjórnmála-
flokkunum og hvaða hlutverk
fjölmiðlar leika i framgosaleik-
ritinu.
Alla tið hefur einhver hluti
þeirra manna sem sitja á Alþingi
lent þar fyrir einbera tilviljun.
Það hlutfall fer þó vaxandi með
tilstyrk fjölmiðla og einstaklinga
sem gera sér ekki ljóst vald at-
kvæðisins og nota það eins og
happdrættismiða.
Þar sem hin ýmsu vandamál
hverrar þjóðar eru svo margbrot-
in að farsælast hlýtur jafnan að
vera að hafa sem mesta breidd i
þvi liði sem valið er til forystu
hverju sinni, hefur þótt eftirsókn-
arvert að hafa að leiðsögumönn-
um þá sem fram úr hafa skarað á
Hvað eígum við
að hlusta ó?
Tvær i Breiðholti hringdu:
NU þegar búið er aö þagga
niður I tJtvarp Akureyri hvað
eigum við unga fólkið þá að
hlusta á? Sinfóniur og annað
slikt? nei, takk. Þó aö þessi
poppþáttur sé eldsnemma á
sunnudagsmorgnum, þá er það
ekki nóg.Hvað er þvi til fyrir-
stöðu að leyniútvarpsstöð fái aö
starfa hér? Við biðjum um svar.
sviði atvinnu og félagsmála gegn-
um árin, eða hafa sýnt ótviræða
hæfileika á sviði stjórnunar.
„Langar i eitt stykki
þingsæti”
En nú eru slik sjónarmið fyrir
bi . Auglýsingatæknin hefur tékið
völdin. Nú er það einkum gæfu-
legt að fá menn I framboð sem al-
menningur þekkir að þvi einu, að
eftir þá hafa birst greinar i blöð
öðru hverju. Sérstakan gæða-
stimpil hafa svo þeir sem hafa
komist inn á hvert heimili gegn-
um útvarp og sjónvarp og gildir
þá einu þó þeir hafi aðeins verið
að sinna starfi sinu á fullum laun-
um. Auglýsingin lætur ekki að sér
hæða.
Undangengnar vikur hefur
mátt lesa i greinum og stórfyrir-
sögnum um innanbúðarstúlku i
kaupfélagi á Vesturlandi sem
„ætlar að gefa kost á sér”.Ekki
hafa slik ummæli þótt fyrir sagn-
arefni hjá öðrum frambjóðendum
i sama kjördæmi. En stúlkan hef-
ur lika merkilegt innlegg i þjóð-
málaumræðurnar. Henni finnst ó-
þarfi að byggja allar þessar brýr
og hún ætlar sér annað sætið á
þessum lista og er hvergi smeyk.
Kvenmanninn langar sumsé i
eitt stykki þingsæti og telur ber-
sýnilega ekki ástæðu til að búast
við ljónum á veginum. Og blöðin
og greinarhöfundar fyllast fjar-
stýrðri hrifningu. Nema hvað?!
Þessa dagana biða atkvæðin
spennt eftir að sjá hvað flokkarn-
ir muni endanlega bjóða upp á.
Óliklegustu menn hafa verið
lagðir i einelti til að reyna að fá
þá i prófkjörsslaginn. En fæstir
sem eitthvað lið væri i,gina við
flugunni. Erfitt er að koma auga
á hvaða erindi þeir eiga i húsið
við Austurvöll, margir þessara
manna sem ýmist aðrir eða þeir
sjálfir, hafa lagt til að fengju hlut-
deild i stjórn landsins. Eða eru
þingsæti kannski bara einhvers-
konar tómbóluvinningur?
Gaman verður og fróðlegt að
sjá hvaða framkvæmdastjórn við
sitjum uppi með til að stjórna
verðbólgufyrirtækinu okkar þeg-
ar viman rennur af mönnum og
þetta afbrigði af pestinni hans
Eggerts Stefánssonar er gengið
yfir.
Þá fyrst sést hvort almenning-
ur hefur notað atkvæðið sitt af
kappi eða forsjá.
Skemmdirnar í
slitlagi Kefla-
víkurvegarins
J.G. Keflavik hringdi:
Eg er einn þeirra, sem hafa
nú nýlega gerst áskrifendur að
VIsi og kann vel að meta blaðiö.
Bæði finnst mér efnisvalið vera
fjölbreytt og framsetningin öll
hin aðgengilegasta. Helgarblaö-
ið er svo alveg i sérflokki.
En það var nú ekki eingöngu
út af blaðinu sjálfu sem ég vildi
snúa mér til lesendasíðunnar.
Heldur út af veginum okkar
Keflavlkurveginum, sem að
réttu heitir nú vist Reykjanes-
braut.
/
Eftir slysið alvarlega, sem
varð þar nú I vikunni, þar sem
sjö manns slösuðust og einn lét
lifið finnst mér yfirvöld vega-
mála verða að gera eitthvað til
þess að minnka slysahættuna á
þessum vegi. Hann er nú einn
hættulegasti vegur landsins og
ekki sist i frosti og hálku.
Eins og fram kom i Visi á
þriðjudaginn var það hálkan i
hjólförunum, sem myndast
hafði iveginum, sem slysinu olli
að einhverju leyti. Okumaður
annars bflsins misstivald á hon-
um á þessu glæra sveili. Þessar
lægðir, sem hjól bilanna hafa
markað niður i slitlagið eru
stórhættulegarog þærverður að
fylla upp sem allra fyrst. Það er
fyrir neðan allar hellur hvað lit-
ið viðhald hefur verið á þessum
vegi en meðal annars þess
vegna hafa orðið þarna hörmu-
leg slys.
Vænti ég þess, að þeir, sem
með þessi málhafa aö gera, taki
nú til höndunum og lagi Kefla-
vikurveginn, þannig að pollar
og hálka myndist ekki á honum I
þvi magni, sem verið hefur.
„Verðum oð vokno
óður en honinn golor
ó sunnudogum"
Tveir hafnfirskir fjósapiltar
skrifa i tilefni af þvi að þeir
fréttu að það ætti að færa lög
unga fólksins yfir á mánudaga
og „pikka af þeim 10 min, fyrir
hina fjölmörgu iorföllnu sinfón-
iuaðdáendur sem til eru I land-
inu”, eins og þeir segja.
Segja þeir unglinga ekki
fagna þessari ákvörðun. Segja
þeir að til þess að ná i besta
þáttinn verði þeir að vakna „áð-
ur en haninn galar á sunnudög-
um” og þar að auki sé boðið upp
á uppáhaldstónlist unglinga
ekki ósjaldan á skólatima. Vilja
þeir þvi gjarnan að úr þessu
verði bætt.
vltn á FUEi.ni mn
Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að
Visi.
Nafn
i
lleimilisfang '# :
Sveitarfél./Sýsla «
Simi Nafn-nr.
Síðumúla 8
P.O.Box 1426
101 Reykjavík
SIMI 86611