Vísir - 19.11.1977, Page 1

Vísir - 19.11.1977, Page 1
Laugardagur 19. nóvember 1977 — 286. tbl. 67. árg. Simi Visis er 86611 Stjórnendur alþjóðlega júdómótsins furðu lostnir:_ ísraelsmennirnir birtust fyrirvaralaust á hótelinu Það var ekki laust við að koma ísraelsku júdómann- anna til Reykjavíkur i gær minnti á það þegar landar þeirra birtust fyrirvara- laust á Entebbef lugvelli sem frægt er orðið. Að visu fóru þeir hér með friði og þurftu ekki að grípa til skotvopna eins og í árás- inni í úganda. En það er óhætt að segja að þeir komu hingað öllum á óvart og forráðamenn al- þjóðlega júdómótsins sem hefst hér í dag vissu ekki fyrr til en liðið var komið inn á Hótel Esju í Reykja- vík, — en þá var talið full- víst að þeir væru hættir við þátttöku sökum þess að ís- lensk lögregluy firvöld töldu sig ekki geta tryggt liðinu vopnaða öryggis- gæslu hér á landi. Nánar segir frá þessu á blaðsíðu þrjú. ÞEIR SLÓGU í GEGN Á SÖGU! Evrópumeistarinn í kúluvarpi, Hreinn Hall- dórsson og borgarstjórinn í Reykjavik, Birgir Is- leifur Gunnarsson héldu uppi miklu fjöri á árs- hátíð Starfsmannaféiags Reykjavíkurborgar á Hótel Sögu i gærkvöldi. Þeir voru báðir leyni- gestir i hófinu. Birgir lék þar af miklu fjöri á pianó og Hreinn á harmónikku. I þessu hófi voru Hreini afhentar 250 þúsund krónur í peningum, sem var gjöf til hans frá Starfsmannafélagi Reykjavikurborgar, en Evrópumeistarinn okkar er eins og kunnugt er strætisvagnstjóri hjá Reykjavikurborg.... —klp/Ljósmynd JA. Hœstu meóultekjur í útgerðarbœjunum — Reykjavik var nokkru undir meðaltali í fyrra framtöl fyrir árið 1977. 1 fjórum sveitarfélög- um á landinu voru meðalbrúttótekjur framteljenda 18-19 hundruð þúsund á sið- asta ári, ef marka má Meðal þeirra eru helstu út- geröarstaðir landsins: Bolungar- vik, þar sem meðalbrúttótekjurn- ar voru 1850 þúsund, Grindavik (1839 þúsund), Hafnarhreppur i A-Skaftafellssýslu (1824 þúsund) og svo Seltjarnarnes þar sem meðaltekjurnar voru 1816 þúsund i fyrra. Meðaltalið fyrir allt landið var mun lægra, eða 1490 þúsund. Margir staðir voru undir meðaltalinu, þar á meðal höfuð- borgin, Reykjavik, með 1458 þús- und krónur. Höfuðborgarsvæðið var hins vegar samanlagt vel yfir meðaltalið, eða með 1515 þúsund krónur. —ESJ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.