Vísir - 19.11.1977, Side 3

Vísir - 19.11.1977, Side 3
Laugardagur 19. nóvember 1977 3 . -------------------------------------------------- Kassafiski landað úr togaranum Hjörleifi i Reykja- vik á föstudaginn var. Mynd: JA. með var heldur ekki sterkara en svo að þegar tveir menn sneru uppá það, milli handanna sprakk það. Þetta var það hráefni sem haföi fengist staðfest að yröi notað til væntanlegrar fram- leiðslu.” „Sú framleiösla fer hinsvegar aldrei af stað nema BÚR, eða ein- hver annar tilraunaaðili gefi sig fram. Nóg af að vera tilraunadýr ,,Ég tel að BÚR eigi ekki að vera tilraunadýr fyrir einhvern aðila úti i heimi. Ég tel að útgerð- in hafi þá þegar fengið nóg af þvi, þegar ákveöið var að kaupa tog- ara frá Spáni og hafnað t.d. að kaupa þá frá Seeback i Bremer- haven sem smiðaði gæðaskip eins og bormóð Goða, Sigurð, Viking, Mai og fleiri.” „Svo einkennilega vildi til að sparnaðarprósentan var ná- kvæmlega sú sama milli Spán- verja og Þjóöverja og milli Norð- manna og Frakka i þessu máli i dag.” „Togarakaupasparnaðurinn er farinn margfaldur til baka. Al- freö var nánast aö setja sig i sæti skuttogaranefndar hinnar fyrstu en þær voru þrjár.” „Um kassana frá Noregi er það að segja að tvær tegundir voru i boði. Það kom aldrei til kasta út- gerðarráðs aö velja á milli þeirra heldur var það einhliða ákvörðun borgarráðs. Ég, sem formaöur 'útgerðarráðs var hvergi um- sagnaraðili i málinu. Ég greiddi atkvæði gegn tillögunni um kaup frá Allibert, en haföi ekkert aö gera meö val á milli norsku kass- anna.” —ÓT Gestur Þorgrimsson og kona hans Sigrún Guöjónsdóttir hafa opnaö sýningu í vinnustofu þeirra aö Laugarásvegi 7. Þar veröa til sýnis flisa- myndir svo og skuiptur úr steinleir bæöi stórar og litlar. Sýningin, sem ersöiusýning, verður opin til sunnudagsins 27. nóvember frá kl. 16.00 til 22.00.... Ljósmynd JA 35 órekstrar í gœrdag „Þetta er allt of mikiö”, sögöu þeir hjá slysarannsóknardeild lögreglunnar rétt fyrir klukkan sjö i gærkvöldi. Þá voru árekstrarnir i Reykjavik frá þvi kíukkan sex um morguninn, orðn- ir 35. Flestir uröu árekstrarnir i há- deginu, enda myndaðist þá viða mikil hálka þegar þaö fór að snjóa. Sem betur fer urðu engin slys i þessum árekstrum og allir voru þeir minni háttar. —EA TEXTAVÍXLUN í HELGARBLAÐI í viötaii viö Véstein Lúö- viksson, rithöfund i Helgar biaöinu sem fylgir VIsi i dag hafa vfxlast myndatextar meö myndum úr leikritinu Stalín er ekki hér. Undir mynd af Rúrik Iiaraldssyni (Þórði) og Stein- unni Jóhannesdóttur (Huldu) hefur farið texti sem á að vera meö mynd af önnu Kristinu Arngrimsdóttur (Svandisi) og Siguröi Skúlasyni (Stjána) og öfugt. Er beðist velviröingar á þessum mistökum. „Shalom, við erum ó Hótel Esju" — ísraelsku júdókeppendurnir laumuðust til landsins og komu öllum í opna skjöldu ísraelsku júdó- mennirnir sem keppa á alþjóða júdómótinu sem fram fer í Laugardals- höllinni um helgina komu til landsins í gær án þess að gera boð á undan sér. Talið var að þeir myndu ekki mæta til keppninnar þar sem þeir fengu ekki loforð fyrir vopnaðri vernd hér á landi eins og Iþróttafólk frá Israel er vant að fá er það keppir á erlendri grund. Islensk yfirvöld töldu ekki fært aö leggja til vopnaða sveit manna til að gæta hópsins á meöan hann dveldi hér og var þvi taliö að Israelsmennirnir sem eru 11 talsins kæmu ekki. Forráðamenn mótsins gerðu tilraun til að hafa samband við israelska liðið i Kaupmanna- höfn i vikunni en tókst ekki. Var þá haft samband við skrifstofu Flugleiða þar og spurt hvort ísraelsmennirnir væru meö flugvél sem var að fara til Is- lands. Var svarað að af öryggis- ástæðum yrði það ekki gefið upp fyrr en vélin væri komin á loft. Var þá aftur haft samband við skrifstofuna en þá var sagt að tsraelsmennirnir hefðu af- pantað sætin. Þar með töldu forráðamenn keppninnar að þeir hefðu hætt við þátttöku en nokkrum klukkustundum siðar var hringt til þeirra frá Hótel Esju og sagt að tsraelsmennirnir væru komnir þangað. Laumuðust Israelsmennirnir þvi á þennan hátt frá Danmörku og til Islands og Forðuðust þar með að vekja á sér sérstaka at- hygli. Ekki er vitað hvernig gæslu þeirra verður háttað á meöan þeir dvelja hér. óvopnaðir lög- reglumenn verða þó trúlega i námundavið þá allantimann og ef að likum lætur eru menn i hinni 4 manna fararstjórn hóps- ins við öllu búnir og ákveönir i aö gæta sinna manna ef þeir sjá eitthvað grunsamlegt. -klp- ■' I > 'y \j0ám hjf 'ff ypijf ’■ ■ *, .£ ; tsiensk yfirvöld töldu ekki fært aö leggja til vopnaöa sveit manna tii aö gæta hópsins á meöan hann dveldi hér. Vísismynd: JA Þing Iðnnemasam- bandsins hófst í gœr: Fjallar um iðn- frœðslu ogkjara- mól iðnnema Iðnfræöslan kjara- málin og félagsmál iðn- nema eru megin- viðfangsefni 35. þings Iðnnemasambands ís- lands sem hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Sveinn Ingvason formaður INSI setti þingið kl. 14.00 að Hótel Sögu. Siðan voru flutt ávörp gesta, þeirra Vil- hjálms H jáimarssonar menntamálaráðherra og Eliasar Snælands Jónssonar formanns Æskulýössambands Islands. Cmar Halldórsson Rangár- vallasýslu var kjörinn þing- forseti. 102 fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu. Siðdegis i gær voru siðan fluttar skýrslur formanns, gjaldkera ritnefndar og félagsmálaskólans og voru umræöur um þær. Þingfundi verður framhaldið i dag og á morgun, og lýkur með kosn- ingum i trúnaðarstöður fyrir næsta starfsár. — ESJ. Veitingabúð Cafeteria Suðurlandsbraut2 Simi 82200

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.