Vísir - 19.11.1977, Síða 7

Vísir - 19.11.1977, Síða 7
vism Laugardagur 19. nóvember 1977 7 SAUÐMEINLAUST EN HELDUR ÓFRÍTT! Þetta furðulega dýr, sem sumum finnst sjálfsagt fremur ógnvekj- andi, er í rauninni sauðmeinlaust. Aardvark er það kallað f Afrlku, en dýrið er einhvers konar svinategund. A meðan dýrið er ungt er það hárlaust og húðin sem virðist vera of stór á það er öll i fellingum, eins og á þessu. Fullorðin dýr eru hins vegar loðin og verða um 6 fet á langd. Dýrið er rólegt og gerir engum mein. Þaö er mauraæta og getur látið i sig einhver býsn af maurum. Myndin af þessu var tekin I dýragarðinum I San Diego, en tegund- in heldur sig á sléttum og i skógum Afrlku. Framfætur dýrsins eru mjög sterkir, svo sterkir að það getur jafnvel ráðiö við ljón með þeim. HVER VILDI EKKI VERA í ÞEIRRA SPORUM? iSfeWi'iíffl Skyldi það barn fyrirfinnast sem ekki vildi vera I sporum þessara á myndinni. Þau starfa hjá einu stærsta sælgætisfyrir- tæki i Englandi, sem heitir Bassett. Starf þeirra er fólgið i þvi að borða sælgæti. Launin eru engin, önnur en þau að krakkarn- ir fá að boröa eins mikið og þau geta I sig látið. Borði einhver yfir sig, eru engin vandræði með að finna einhvern til að koma i stað- inn. Framleiði fyrirtækið nýja teg- und af sælgæti, fer það ekki á markað fyrr en krakkarnir hafa bragðaö á þvi. Finnist þeim það gott er það sett á markað. Ef ekki, er hætt við framleiðslu. Krakkarnir eru nemendur i skóla sem er rétt hjá höfuðátöðv- um fyrirtækisins I Sheffield og það er þvi stutt að fara i sælgætið. d m s j ó n : Andrésdóttir ----r- Eddá* 3 Vetrarvörur Sterkt vopn í baráttunni viö Vetur konung Startgas ísvari fyrir blöndunga Sætaáklæði í flesta bíla Rakaþerrir Ljóskastarar í bíla/ Tjöruhreinsiefni Gluggahreinsiefni Frostlögsmælir Rafgeymar, flestar gerðir íseyðir fyrir rúðusprautur Lásaolía, hindrar ísingu í bílaskrám Silikon á þéttilistana ísbræðir fyrir bílrúður jóskóflur, 2 gerðir I Margar gerðir af luktum og vasaljósum Snjókeðjur Geymasambond Startkaplar Drattartóg Hleðslutæki, 4 og 7 amper Fjölmargar gerðir af gúmmímottum Issköfur, margar gerðir Dekkbroddar, skyndikeðjur, 3 gerðir k Fást á bensínstöðvum Shell Olíufélagið Skeljungur hf Shell Heildsölubirgðir: Olíufélagið Skeljungur. Smávörudeild Sími 81722 Sniglarnir geta valið sér kyn! Vísindamaður í Texas hefur fengið styrk, sem nemur 53 þúsund dollurum, til að rannsaka kynlíf sniglategundar nokkurrar. Maðurinn, Dr. James E. Blankenship, ætlar að rannsaka sjávar.snigil sem kallaður er Aplysia og er um hálft pund að þyngd Hver snigill af þessari tegund er þeim hæfileikum búinn, að hann getur bæði virkað sem kven- kyn og karlkyn eða hvoru tveggja samtimis. Hins vegar timgast þeir ekki einir út af fyrir sig, heldur verða þeir að fá þar til hjálp annars. Það sem visindamaðurinn ætlar aðallega að rannsaka, er hvaö það er sem stjórnar þvi hvort kynið sniglarnir velja sér, kven- kyn, karlkyn, eða bæði.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.