Vísir - 19.11.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 19.11.1977, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. nóvember 1977 15 fsrael grípur til kapitaliskra ráða Kaldhæðni örlaganna: Fyrir nokkrum mánuðum varö Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels að segja af sér vegna brots í gjald- eyrislögum. Hann og kona hans (hér á leið með honum i réttarsal- inn) höfðu átt innistæður i erlendum bönkum. Með frjálsari efnahagsstefnu nýju stjórnarinnar er það nu orðiö löglegt. Hálfu ári eftir að stjórnmálaferill Rabins fyrrum forsætisráðherra Israels var lagður í rúst/ vegna þess að kona hans reyndist luma á nokkur hundruð doliurum á bankareikningi í New York/ þegar reglur bönn- uðu Guðs útvöldu þjóð siíkar peningaeignir í er- lendum bönkum/ má hver sem vera vill af Abra- hams sonum og dætrum eiga allt að 3.000 dollara geymda í útlöndum. Þetta er róttæk breyt- ing. Það/ sem fyrir hálf- um mánuði var stórfellt sakarefni/ þykir í dag fullkomlega leyfilegt og eðlilegt. En þannig voru einmitt breytingar rikis- stjórnar Likud-flokksins á dögunum á efnahags- kerfi israels. Hvorki meira né minna en alger bylting. Eins og þruma Frá klafabundnu hafta- og reglugerðarkerfi socialismans var nánast á einni nóttu horfið að friverslunarkerfi kapital- ismans. Undirbúningurinn haföi að visu staöið i marga mánuði, en aldrei þessu vant tókst ríkis- stjórninni að halda ráðabruggi sinu leyndu. Kom þvl boöskapur Simha Ehrlich, fjármálaráð- herra, eins og þruma úr heiö- skiru lofti. Þessar nýju viðskiptareglur afnema nær öll höft á gjald- eyrisversluninni, en það er i fyrsta sinn, siðan ísraelsriki var stofnað I Palestinu. Israelska pundið er nú látið fljóta, sem leiddi þegar i stað til 30% gengisfeilingar. Tollar og að- stöðugjöld voru lækkuð og heiili keðju af höftum létt af útflytj- endum og innflytjendum. Samtimis voru kunngerðar ýmsar efnahagsráðstafanir, eins og hækkun fasteignaskatts úr 8% i 12%, lækkun á niður- greiðslum, sem leiddi af sér 15% hækkun á matvöru, hækkun á lifeyrisgreiðslum almennra trygginga um 12%, en um leið hækkun á afnotagjöldum sima og annarri opinberri þjónustu um 20%. Verð á eldsneyti og raforku var hækkað um 25%, og þriggja mánaða útlánatak- markanir settar á bankana. örfa efnahagslífið Ehrlich og félagar hans I rikisstjórninni gera sér góðar vonir um, að þessar ráðstafanir verði allar til bðta. Þannig er vonast til þess að frjáls verslun gjaldeyris leiði til þess, að allir þeir, sem eins og eiginkona Rabins hafa geymt á erlendum bankareikningum gjaldeyri til að gripa I, flytji það fjármagn heim. Það eru ætlaðar vera upphæðir, sem samtals gætu numið 3.000 milljónum Banda- rlkjadala. Jafnframt er vonast til þess að inn streymi i landið erlent fjármagn til fjárfestingar I eins- konar draumsýn um, að Israel verði viðskiptamiðdepill þessa hluta heims. Eftir þriggja ára stöðnun efnahagslifsins vilar Ehriich ekki fyrir sér að gripa til hinna róttækustu ráða til þess að örfa það, auka framleiðnina og útflutninginn. Það leynir sér ekki, á hand- bragðinu, að þarna hefur ísraelsstjórn farið að ráði hag- fræðiprófessorsins Miltons Friedmans. Eins og kunnugt er, var hann kallaður til israels fyrir nokkrum mánuðum til ráðuneytis. Veröbólgan Prófsteinninn á þessari til- raun verður verðbólguhjólið. Tekst stjórninni að hægja snún- ingshraða þess? Vmsir hag- fræðingar telja, að þessar ráð- stafanir muni leiöa til 17-20% al- mennrar verðhækkunar, en ekki aðeins 12% eins og stjórnin áætlar. Það mun hækka fram- færslu visitöluna um 45% á þessu ári. Samt vilja stjórnvöld ekki bæta launþegum upp þessa hækkun. Enda hafa stéttarfélög þegar látið i Ijós óánægju sina með ráðstafanirnar og hótað verkföllum til þess að knýja fram launabætur, svo að hinn almenni neytandi fái mætt álög- unum. Breytta stefnu í landbúnaðarmálum Kristján Guðbjartsson innheimtustjóri skrif- ar. lámarkstekjum fengju þá lág- launauppbætur, en hætt yröi að styrkja þau bú sem ekki þurfa á þvi að halda. Reksturinn yrði þá heilbrigðari og bæturnar færu til þeirra sem þyrftu þess með en ekki til annara. Matvæla- framleiösla landbúnaðarins yrði þá sjálf að vera sam- keppnisfær viö aðra matvæla- framleiðslu sem myndi þá draga úr kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags. Við sjálfstæðismenn verðum að stuðla að heilbrigðu þjóðskipu- lagi og raunhæfri samkeppni á grundvelli raunverðs. Sjálf- stæöismenn stöndum vörö um frelsiö meö heilbrigðri sam- keppni. Draga verður úr uppbótum og styrkjum til landbúnaðarins og selja vöruna á raunhæfu verði. Landbúnaðarmál eru oröin mikill höfuðverkur, hið sjálf- virka verðhækkana kerfi er mjög verðbólguhvetjandi og leiðir til eilifs kapphlaups milli hins almenna launþega og bónd- ans. Þessu verður að breyta. Draga verður úr uppbótum og styrkjum til landbúnaðarins og selja vöruna á raunhæfu verði og láta landbúnaðinn standa á eiginn fótum. Heilbrigöara væri að mæta þessu með auknum fjölskyldubótum og láglauna uppbótum, það kæmi þá þeim sem á þyrftu að halda til góða. Hinir yrðu þá að standa á eigin fótum og fara að reka fyrirtæki sin af einhverri hagsýni og skyn semi. Þeir bændur sem væru með of litil bú sem skiluðu ekki REKSTRARHALLI ÞJÓÐVIUANS VAR 20 MILUÓNIR í FYRRA utlit fyrir 26 milljón króna halla á þessu ári Rekstrarhallinn á Þjóð- viljanum varð um 20 milljónir króna á síðasta ári, og útlit er tyrir, að hallinn verði um 26 milljónir á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu Ólafs Jónssonar framkvæmdastjóra Al- þýðubandalagsins, um starf flokksins á liðnu starfsári, en skýrslan var lögð fram á landsfundin- um í gær. Ólafur segir, að Þjóðviljinn hafi stöðugt sótt á með út- breiðslu og áhrif. Blaðið sé gefið út i 11 þúsund eintökum á virk- um dögum og 12 þúsund eintök- um um helgar. „Þrátt fyrir það er fjárhags- leg afkoma blaðsins mjög erf- ið”, segir Ólafur. „Kostnaður við útgáfuna árið 1976 var nærri 140 milljónir. Tekjur af sölu blaðsins og augiýsingum voru 120 milljónjr eða 85.4% af út- gáfukosnaði. Er það hærra hlut- fall af kosnaði en áöur hefur sést á reikningum Þjóðviljans, þó er hallinn 20 milljónir. Með happ- drætti og öðrum söfnunum tókst að lækka þennan halla veru- lega en þó var skuldasöfnun rúmlega 6 milljónir á árinu 1976”. Fram kemur sú spá hjá Ólafi, að útgáfukostnaður Þjóðviljans fari á þessu ári i 200 milljónir. „Vonir standa til þess aö hlufall eigin tekna blaðsins hækki I 87% af g jöldum á þessu ári og verður hallinn þá 26 milljónir”, sagði hann. ESJ Starfsfóik Sparimarkaðsins. Jó- hannes Jónsson verslunarstjóri annar frá hægri. JA Sláturfélag Suður- lands hefur opnað nýjan matvörumarkað, Spari- markaðinn i tengslum við verslun sina i Austurveri. Hér er á ferðinni nýbreytni i verslunarháttum sem Sparimarkaður miðar að lækkun vöru- verðs. Sparimarkaðurinn er i nýju 500 fermetra húsnæði á jarðhæð viö- bygginar viö Austurver. Spari- markaöurinn er vörulager verslunarSS I Austurveri árdegis og fram til kl. tvö siödegis. Þá er vörulagerinn :opnaöur almenningi og allar vörur seldar I heilum kössum eða stórum einingum. Til dæmis er hægt að kaupa minnst 5 kg af nýjum ávöxtum og af tropi- cana 12 litra. Kælivörur eru seld- ar i sérstökum kæliklefa. Alagning er um 15% en almenn verslunarálagning er um 40%. A borðstólunum eru allar nýlendur- vörur auk landbúnaðarvara. Heilir skrokkar niðursagaðir fást á sérstöku heildsöluveröi. Að sögn Jóhannesar Jónssonar verslunarstjóra gefst hér gott tækifæri fyrir fólk sem hefur að- stöðu til aö birgja sig upp af mat- vöru og eins geta tvær eöa fleiri fjölskyldur verslað saman. —KS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.