Vísir - 19.12.1977, Page 4

Vísir - 19.12.1977, Page 4
NÝJAR HUGMYNDIR UM BETLEHEMSTJÖRNUNA Jólaönnin stendur yfir. Sá timi, sem fullorönir eru á rápi á milli verslana, litla fólkiö párar niöur jólaóskir sínar og stjörnu- fræöingarnir birta nýjustu hug- myndir sinar um uppruna Betiehemst jörnunnar. Þaö eru þrir breskir stjarn- fræöingar, sem þetta áriö leggja fram athuganir sfnar á jóla- stjörnunni, sem samkvæmt Matthiasarguöspjalli visaöi þrem vitringum leiöina aö jöt- unni, þar sem þeir fundu Jesú- barniö. „Mestar líkur eru á því, að Betlehemstjarnan hafi verið skær blossastjarna (nóva), sem Kínverjar skráðu, og hefði fyrst birst á himinhvolfinu árið 5 fyrir Krist,” eftir þvi sem þremenn- ingar þessir halda fram i riti Hins konunglega stjarnfræðifé- lags. Þessir þrir eru dr. John Park- inson, dr. David Clark og dr. Richard Stephenson. Fyndnir pennar bresku blaöanna hafa þegar uppnefnt þá „Vitringana þrjá”, sem er kannski ekki svo óviðeigandi. Þeir hafa elt stjörnuna i gegnum kinversk og kórönsk fornrit þar sem getið er um stjarnfræðilega viöburði. Þar hafa þeir grafið upp um- sagnir, sem gætu átt við hina heilögu stjörnu. í einu fornritinu — „Stjarn- fræðilegar athuganir á ti'mum Han-keisaraættarinnar fyrri” — rákust þeir á þessa klausu: „Annað rikisár Ch’ien-P’ing, annar mánuður (árið 5 f.K., 10. mars til 7. april). Hui-Hsing sást við Ch’ien-Niu i sjötiu daga.” Þeim tókst að þýða „Ch’ein- Niu” yfir á nákvæma staðsetn- ingu miðað við nútima stjörnu- útreikninga. Þeir játa, að „Hui- Hsing” þýðir venjulegast hala- stjarna, en telja, þar sem kin- versku st jörnufræðingarnir geta hvergi um feril hennar — sem þeir þó venjulega gerðu um halastjörnur — að þeir hljóti að hafa séð nóvu. Þrimenningarnir fundu svip- aðar umsagnir kórönsku forn- riti: „Saga þriggja konungs- velda, skráð af Silla”, en þar fannst þeim timasetning óljós og ómögulegt að sjá af umsögn- inni, hvort um var að ræða hala- stjörnu eða blossastjörnu. En i staðsetningunni munaði aðeins tuttugu gráðum frá viðburðin- um, sem Kinverjarnir lýstu. Þeir benda á, að þessi stað- setning þýddi, að stjarnan hefði sést á austurhimninum nokkrar klukkustundir fyrir sólarupp- rás. En það væri i samræmi við frá sögn Matthiasarguðspjalls um, að hin helga stjarna hefði sést „i austri”. „Þetta er fyrsta stjarnfræði- lega athugunin á þessu efni i fjölda ára,” sagði dr.Parkinson við blaðamenn, sem inntu hann um greinina. Hann starfar við geimrannsóknarstöðnunina við Mullard-háskóla. Hluti greinarinnar er gagn- rýni á stjörnuvangaveltum sið- ustu jóla, sem komu fram i grein i „Journal Nature” 10. desember, skrifuð af David Hughes, eðlisfræðingi við Shef- field-háskóla Dr. Hughes aðhylltist þar skýringu Keplers stjörnufræð- ings frá þvi snemma á sautjándu öld. Nefnilega að stjörnufyrirbærið hefði verið samstaða Júpiters og Satúrnus- ar árið 7 fyrir Krist. Vegna merkingar þessara fastastjarna i stjörnuspekinni hefði fyrirbær- ið boðað stjörnuspámönnum Babýloniu, að ísraelsmönnum hefði fæðst konungur, skrifaði dr. Hughes. Dr. Parkinson og starfsbræð- ur hans vitna i babýlonskt stjörnualmanak frá 6eða 7 fyrir Krist, og fullyrða að Babyloniu- menn hafi verið svo vel að sér um feril himintunglanna, að lit- ill möguleiki væri á þvi, að þeir hefðu látið sér samstöðuna koma á óvart, eða orðið upp- vægir af henni. Dr. Hughes og þrimenningun- um ber saman um að gera ráð fyrir fjögurra ára timaskekkj- unni, sem leiðrétt var árið 533 eftir Krist, þegar dagatalið var endurskoðað. Samkvæmt þeim timareikningiætti Jesús að hafa fæðst annað hvort réttfyrir eða á árinu 4 f. Kr. Það þykir nokkur kaupsýslu- bragur að þvi, að báðar þessar greinar, dr. Hughes i fyrra og þrimenninganna núna, birtast rétt fyrir jólin. Hvorir um sig leggja sig þó i framkróka við að styðja mál sitt visindalegum út- reikningum og tilvitnunum i fornar heimildir. Dr. Hughes ályktaði i fyrra, að Betlehemstjarnan „gæti ver- ið einungis munnmælasaga. Það var naumast svo aumur konungur á þeim timum, að það ætti ekki að hafa fylgt fæðingu hans einhver stjörnuviðburð- ur.” Þrimenningarnir botna grein sina þessi jólin með þvi að benda á, að stjarnan þurfi ekki endilega að hafa birstum leið og Jesús fæddist. Það hafi fyrst orðið siðar, þegar fólk leiddi hugann aftur til þessara við- burða, að það setti fæðinguna i samband við nóvuna árið 5 f. Kr. hárblásari meó greióu og bursta Smásöluvprft kr. ‘i.110 SUNDABORG 22 - SÍMI 84800 - 104 REYKJAVÍK KHHHHH8HHHHHHHHHH8KH Afhugið verðin hjá okkur! VERÐ AÐEINS KR. 39.000.- HÚSGAGNA-f val verzlunarmiðstöðinni við Nóatún Hótúni 4 Sími 2-64-70 HHHHHHHHHHHHHHHHHHHH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.