Vísir - 19.12.1977, Qupperneq 11
A I
VÍSIR
Mánudagurinn 19. desember 1977
15
Blaðamennsku-sagnfræði
Bðk þeirra Ólafs og Einars
Karls um Gúttóslaginn minnir
fjarska ákveðið á bók Baldurs
Guðlaugssonar og Páls Heiðars
Jónssonar um inngöngu tslands
i Atlantshafsbandalagið og
slaginn á Austurvelli, sem út
kom i fyrra. Kjarni beggja bók-
anna er nákvæm útlistun á
nokkurra klukkustunda viður-
eign lögreglu og andófsmanna i
Reykjavik, en atburðirnir um
leið settir i samhengi við þjóð-
arsögu og stjórnmálaátök. Höf-
undar beggja bóka leita viða
fanga, m.a. i óprentuðum máls-
skjölum og viðtölum við sjónar-
votta, þó styðjast þeir Einar og
Ólafur meira við samtimafrá-
Slagurinn mikli
Bókin hefst á stuttri og rök-
semdalausri lýsingu á atburð-
um 9. nóvember 1932, bæjar-
stjórnarfundi i Góðtemplara-
húsinu og átökunum sem á eftir
fylgdu. Þetta er liflega ritaður
inngangur og vel til þess fallinn
að gripa áhuga lesenda, en
myndi gera sitt gagn þótt styttri
væri.
t siðari hluta bókar er sama
saga sögð á hundrað blaðsiðum
og nú teflt saman margvisleg-
um heimildum og reifaður á-
greiningur manna um það, hvað
raunverulega hafi gerzt. Þessi
bókarhluti er, eins og inngang-
urinn, stilaður af Einari Karli.
Tekst honum það býsna vel sem
það og götuna fyrir framan.
Þegar lögreglan ryður húsið og
portin, hafa andófsmenn svig-
rúm til að hörfa á skammri
stundu. Og þegar lögreglumenn
voru komnir út á götu og sættu
þar meiöingum, virðast aövif-
andi menn hafa átt hægt með að
nálgast þá og koma þeim brott
þegar þeir voru óvigir. Allt
þetta visar fremur i þá átt, að
meirihluti andófsmanna hafi
haldið sig frá vettvangi hörö-
ustu átakanna, en nokkrir tugir
manna, aðallega skipulögð sveit
kommúnista, hafi langmest
gengið fram fyrir skjöldu. Aftur
á móti virðast höfundar gera
ráð fyrir mjög almennum og
vigreifum samhug verka-
manna, og má þaö rétt vera, en
verðskuldar nánari rökstuðn-
ing.
Frásagnir þessar verða að vera
stuttar, mest teknar eftir blöö-
um, en ekkert leitað til sjónar-
votta. Þó er mjög mikill fengur
að þessu yfirliti, bæði sjálfs þess
vegna og til skilnings á Gúttó-
slagnum.
Eftir 9. nóvember tekur ólaf-
urafturtilog segir frá eftirköst-
um átakanna, málaferlum og
stofnun varalögreglu og lýsing-
um bardagans i verkum skálda.
Þá lýsir hann þvi, hvernig viö-
brögð dómsmálaráðherra við
atburöum 9. nóvember urðu
aðalkosningabomban fimm ár-
um seinna, er þeirri lýsingu
skipað fremst i bókinni, næst
inngangi til að vekja forvitni um
tilefni kosningarifrildisins.
STÉITASTRÍDK) Á ÍSLANDI
Ólafur R. Einarsson og Einar Karl Haraldsson
GÚTTÓSLAGURINN 9. nóvember 1932.
Baróttuórið mikla í miðri
Örn og Örlygur 1977
sagnir blaða og við prentaðar
endurminningar, en minna við
munnlegar frásagnir, er það
eðlileg afleiðing af þvi, hve
langt er liðiö frá atburðunum
sem þeir lýsa.
Ólafur og Einar Karl kalla
vinnubrögð sin blaðamennsku-
sagnfræði. Þeir leggja sig eftir
hraðri og spennandi frásögn,
skipa efninu þannig að það laði
til lestrar, og brjóta textann
með fjölda mynda og millifyrir-
sagna. Hins vegar vitna þeir til
heimilda jafnharðan, bæöi rit-
aðra og munnlegra. Það sem
blaðamennskulegt kann að
þykja við vinnubrögð höfunda,
rýrir i engu sagnfræðilegt gildi
bókarinnar, nema það helzt hve
hratt hún er unnin. Höfundar
kveðast hafa gengið til verks á
útmánuðum þessa árs og þó
með öðrum störfum. Er satt að
segja mesta furða, að slikur
flýtir setji þó ekki skýrara mark
á bókina en raun ber vitni.
heimskreppunni.
mestur er vandinn i frásögn af
þessari gerð: að halda spennu i
söguþræðinum þrátt fyrir mjög
hæga yfirferð.
Vitaskuld eru ekki auðgripnir
upp sjónarvottar að 45 ára
gömlum viðburðum. Þó hafa
höfundar haft tal af 5 þátttak-
endum i slagnum, tveimur lög-
regluþjónum og þremur for-
sprökkum kommúnista. (Alls er
vitnað til 8 heimildarmanna i
allri bókinni, en 3 þeirra leggja
ekki til lýsingarinnar á slagnum
sjálfum.) Skaði er, að ekki hefur
hafizt upp á fulltrúum óbreyttra
þátttakenda i slagnum eða á-
horfenda að honum. Þó er fyrir
mestu að fá lýsingar kommún-
istanna, þvi að þeir neituðu að
svara spurningum við réttar-
höldin sem á eftir fylgdu.
Lýsing atburðanna er mikið
sett saman af beinum tilvitnun-
um, en þær eru skilmerkilega
tengdar, svo aö auðvelt er að ná
samhenginu. Að þvi einu má
finna, að sá frægi atburður þeg-
ar Héðinn Valdimarsson rétti
verkamönnum stólfætur út um
glugga til að verja sig með, er
settur of seint i atburðarásina,
honum er lýst eftir að lögreglan
var búin að hrekja andófsmenn
langt frá glugganum.
Hverjir slógust?
Höfundar ganga ekki mjög
langt i þvi að geta i eyður heim-
ildanna eða fella dóma um þær,
þar sem þeim ber i milli. Þeir
búa gögnin i hendur lesendum
og gefa þeim nokkurt svigrúm
til að glima sjálfir við ráðgátur
matsins, fer oft vel á þessu. Fá-
einum atriðum hefði þó mátt
leggja nánar út af. Til dæmis
hefði stærð herbergja og ann-
arra svæða sem við sögu koma,
geta gefið nokkra visbendingu
um fjölda þátttakenda i einstök-
um þáttum slagsins. Þá finnst
mér litill gaumur gefinn þvi af-
ar sérkennilega atriði allra
slagsmálanna, hve litið gætir
troðnings og þrengsla. Þeir 16g-
regluþjónar, kommúnistar og
bæjarstjórnarmenn sem ekki er
verið að þjarma að þá og þá
stundina, labba óhindrað um
fundarhúsið, portin umhverfis
Sögulegt samhengi
Aðra kafla bókarinnar, rifan
helming hennar, ritar Ólafur R.
Einarsson. Hann lýsir i stuttu
máli kjörum islenzks verkalýðs
á fyrstu árum heimskreppunn-
ar, atvinnuleysinu og atvinnu-
bótavinnunni, húsnæðismálum
og hrakningum þeirra sem lentu
á sveitinni. Einnig rekur Ólafur
helztu atburði stettaátakanna
árið 1932 fyrir Gúttóslaginn. Og
þar urðu sannarlega mikil tið-
indi. Formanni nýstofnaðs
verkalýðsfélags i Keflavik var
rænt og fluttur nauðugur til
Reykjavikur. Riffilkúla flaug
inn um glugga hjá foringja
verkfallsmanna i Vestmanna-
eyjum. Hannibal Valdimarsson
var fluttur nauðugur frá Bol-
ungavik til tsafjarðar, en frels-
aður þar og fluttur rakleitt til
baka. Formaður verkamanna-
félagsins á Siglufirði framdi
sjálfsmorð eftir að hann var svi-
virtur óheyrilega i blaðaskrif-
um. Um mitt sumar urðu hörð
átök lögreglu og mannfjölda við
dyr Góðtemplarahússins, einm-
itt við bæjarstjórnarfund, og
voru nokkrir kommúnistar
hafðir i haldi við vatn og brauð
meðan málið var rannsakað.
Gagnleg bók
Ýmsa hnökra má finna á
þessu verki þeirra Ólafs og Ein-
ars Karls, sem munu mest
stafa af vinnuhraöa þeirra.
Þannig má finna endur-
tekningar i texta og litt
fágaðar setningar þó ekki til
stórlýta. Og auðvitað mætti
lengi óska fyllri heimildakönn-
unar og fleiri sjónarvotta.
Vegna þess hvaða heimildir
hafa verið höfundum nærtæk-
astar, verður frásögnin á köfl-
um nokkuðeinhliða séð frá sjón-
arhóli kommúnista. Þá ber við
að óbeit höfunda á forkólfum i-
haldsins og atvinnurekenda
verði nokkuð ber i frásögninni,
og getur það veikt sannfær-
ingarmátt hennar. En i aðalatr-
iðum er bókin lofsverð. Hún er i
senn læsileg og gagnfróðleg.
Kreppan og verkalýðshreyfing-
in eru tvö atriði islenzkrar nú-
timasögu sem litt hefur veriö
sinnt á sagnfræðilegan hátt.
GÚTTÓSLAGURINN er
myndarlegur inngangur aö
hvoru tveggja.
Helgi Skúli Kjartansson
ERLENDAR JOLABÆKUR I MIKLU URVALI
BOKAVERSLUN SNÆBJARNAR HAFNARSTRÆTI 4 OG 9