Vísir - 03.01.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 03.01.1978, Blaðsíða 24
* » a VÍSIR r~----------N Hefur þú reynt aö selja eitt- hvað meö aðstoð smáauglýs- inga Visis? Þeir sem hafa reynt það undanfarin 67 ár eru á einu máli um að smá- augiýsing i Visi sé engin SMA-auglýsing. v_________________________y Prófkjörs- listinn í Reykjanes- kjördœmi Kjörnefnd hefur gengið frá prófkjörs- lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjör- dæmi. Tólf manns eru á listanum en próf- kjörið fer fram 4. og 5. febrúar nk. Listinn er skipaður þessu fólki: Arni Grétar Finnsson Hafnarfiröi, Ásthildur Pétursdóttir, Kópavogi, Ei- rikur Alexandersson, Grindavik, Helgi Hallvarðs- son Kópavogi, Matthias A Mathiesen, Hafnarfiröi, Oddur ölafsson, Mosfells- sveit, ölafur G. Einarsson, Garöabæ, Páll V. Daniels- son, Hafnarfiröi, Richard Björgvinsson, Kópavogi, Salome Þorkelsdóttir, Mos- fellssveit Sigurgeir Sigurös- son, Seltjarnarnesi og Sigur- páll Einarsson, Grindavik. —GA Fyrsta loðnuveiði úrsins í dng? StXTÁN SKIP FARIN Á MIÐIN f M0R6UN Sextán loðnubátar eru nú komnir áleiðis á loðnumiðin fyrir norð- an land, að þvi er Visir fékk upplýst á skrif- stofu Loðnunefndar i morgun. Fyrstu skipin héldu á miðin i fyrrinótt, og var gert ráð fyrir, að þau kæmust á miðin fyrir há- degi i dag. Ekki er að vænta frétta af veiðum fyrr en i fyrra- málið. Loðnuaflinn hefur sem kunn- ugt er farið hraðvaxandi undan- farin ár, en Hjálmar Vilhjálms- son, fiskifræðingur, telur, að ekki sé rétt að veiða meira en eina milljón lesta af loðnu á ári næstu árin. Loðnunefnd, sem stjórnar loðnuveiðunum, er skipuð þeim Þórði Asgeirssyni, skrifstofu- stjóra i sjávarútvegsráðuneyt- inu, og er hann formaður, Andrési Finnbogasyni og Björg- vin Torfasyni. —ESJ. Skipverjar að fara um borð I Svan f Reykjavfkurhöfn f morgun/ en þar voru menn að búa loðnubáta til brott- farar. — Vísismynd: SHE Orkubú Vestfjarða yfirtók eignir rafveitna ó Vestfjörðum um óramótin: .» Eignir rafveitunnar ó Patreksfirði „Það er rétt, að Orkubú Vest- fjarða yfirtók ekki eignir rafveit- unnar I Patrekshreppi eins og annarra nú um áramótin”, sagði Guðmundur Ingólfsson, stjórnar- formaður Orkubúsins, við Vfsi i morgun. Guðmundur taldi, að hér væri um að ræða ágreining um forms- atriöi, en þaö myndi væntanlega jafna sig. tllfar B. Thoroddsen, sveitar- stjóri á Patreksfirði, sagði i morgun, að þegar rafveitan á ekki með Patreksfirði var byggð upp á sin- um tima hefði hreppsnefndin lagt til hennar stórfé, sem var óaftur- kræft á þeim tima. Nú, þegar afhenda ætti rafveituna inn I aðra stofnun, hefði hreppsnefndin gert kröfu um endurgreiöslu, sem hún mæti á 25 milljónir króna. Hann sagði, að ekki væri ágreiningur um sjálfa upphæö- ina, en ólokiö væri að ræða um nánari skilmála á endurgreiðsl- unni. —ESJ. Eftir síðustu bensínhœkkun: Þúsund krónum dýrara oð fylla bensíntankinn Bensinlítrinn braut glæsilega 100 króna múr- inn um áramótin. Þá hækkaöi lítrinn úr 93 krónum í 113 krónun og er þaðein mesta hækkun í krónutölu/ sem bifreiða- eigendur hér á landi hafa orðið vitni að á undan- förnum mánuðum. Mikið var aö gera við bensin- sölurnar á gamlársdag. Voru langar biðraðir viö þær flestar, en aftur á móti var litiö að gera þar i gær og i morgun. > Fyrir þá sem eiga bila með 50 til 60 litra bensintank þýðir þetta að nú þurfa þeir að greiða liðlega þúsund krónum meir fyrir aö láta fylla tankinn hjá sér. Þykir mörgum það heldur mikiö, og eru staðráönir i að fara eins litiö um á bflum sinum og mögulegt er, aö sögn bensin- afgreiðslumanna við Ægissiðu. Þeir sögðu I morgun, að margir hefðu veriö aö kvarta við þá um hækkunina, og talað um að breyta akstursvenjum sinum. Afgreiðslumennirnir sögðust nú vera orðnir vanir að heyra það — menn færu með þennan söng við hverja bensin- hækkun, en búið væri að gleyma þvi eftir nokkra daga. —klp— Fyrsta barn ársins fœddist á Króknum! Norðlendingar eru ekki aldeilis á þeim buxunum að fyrsta barn ársins hafi fæðst i Reykjavík, eins og fram hefur komið i fréttum. Á Sauðárkróki fæddist stúlka klukkan 18 minútur yfir 12 á miðnætti aðfaranótt nýársdags og þar með standa þeir fyrir norð- an með pálmann i höndunum. Barnið fæddist á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki og sagði María Magnúsdóttir ljósmóðir i morgun, aö barnið hefði verið 3.160 grömm að þyngd og 51 cm að lengd. Fæöingin gekk vel og heilsast mæðgunum vel.en móðirin heitir Alda Valgarðsdóttir frá Asi i Hegranesi. Er þetta hennar fyrsta barn. Eins og fram kom i Visi i gær var talið að fyrsta barn ársins hafði i heiminn komið á Fæðingarheimili Reykjavikur laust fyrir klukkan þrjú aðfara- nótt nýársdags. Nú hafa Skag- firðingar sýnt fram á að þeir voru á undan. Ekki hafa borist fréttir um að annað bam hafi fæðst fyrr á ár- inu en litla stúlkan á Sauðár- króki. —SG Leyfi til veiðo í þorsknet: Fimm hundruð hafa sótt um Sótt hefur verið um leyfi fyrir um 500 báta til veiða í þorsknet, en samkvæmt nýrri reglu- gerð sem tekur gildi nú um áramótin þarf að sækja um leyfi til slikra veiða. Frestur til umsókna rann út s.l. föstudag, en að sögn Þórðar Ey- þórssonar i sjávarútvegsráðu- neytinu eru umsóknir ennþá að berastsem voru póstlagaðar áður en umsóknarfrestur rann út. Þórður sagöi að flestar um- sóknir hefðu borist tvo siðustu dagana. Þær væru fyrir báta af öllum stærðum, frá trillum upp i 350 lesta skip og stærri. Þó hefði verið sótt um leyfi fyrir tiltölu- lega f rá skip sem eru yfir 350 lest- irað stærð. Sagði Þórður að eng- ar takmarkanir giltu fyrir leyfis- veitingu nema þær að skip 350 lestir og stærri fá ekki leyfi til þorsknetaveiða nú, ef þau hafa ekki verið á þeim veiðum áður. —KS. <e

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.