Vísir - 03.01.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 03.01.1978, Blaðsíða 3
3 vism Þriðjudagur 3. janúar 1978 Spárnar rœttust - þvímiður Áfram likur á 42% verðbólgu á nýja árinu, segja reiknimeistarar Verslunarráðs „Því miður rættist þessi spá okkar, þótt margir teldu hana óraunhæfa,” sagði Árni Arna- son, rekstrarhagfræðingur hjá Verslunarráði tslands, i samtali viðVisi. Við gerð kjarasamninga sl. sumar voru gerðir útreikningar á vegum ráðsins á verðlags- horfum i landinu, miðað við að samið yrði á grundvelli tillagna sáttanefndar. Samkvæmt þeim útreikningum var talið senni- legt að visitala framfærslu- kostnaðar myndi hækka um 37% á árinu 1977. 1978 var búist við 42% hækkun. Gert var ráð fyrir að innlend- ar verðhækkanir yllu gengis- lækkun um sem svaraði þriðj- ungi af innlendu verðlags- hækkuninni. Samkvæmt þvi var þvi spáð, að Bandarikjadalur yrði komin upp i 213 kr. um áramót, og i lok ársins 1978 yrði hann kominn upp i 242 krónur. Fyrir áramótin var gengi dollars orðið rúmar 213 krónur og hafði þvi sú spá staðist ná- kvæmlega. „Við töldum sennilegt að gengislækkunin yrði ekki höfð meiri en þetta, en þar með var ekki sagt að hún þyrfti ekki að vera meiri,” sagði Arni. „Við töldum þessa skráningu ekki verá þá, sem útflutningsat- vinnuvegirnir gætu starfað við. Hins vegar töldum við að kosningar á árinu 1978 gætu taf- ið annars nauðsynlegar leið- réttingar á verði erlendra gjald- miðla. Sú hefur orðið raunin á og nú er greitt úr verðjöfnunarsjóði, þótt verðið á erlendum mörkuð- um sé i hámarki.” Hækkunum frestað Arni sagði, að svo virtist sem visitöluhækkunin á árinu 1977 hefði orðið heldur lægri en spá Verslunarráðsins sagði fyrir um, eða um 34%. Hins vegar hefði ymsum hækkunum verið frestað fram yfir áramótin og þegar þær hefðu tekið gildi fyrstu dagana i janúar, væri spáin ekki fjarri markinu. Þvi væru engar horfur á að með óbreyttum aðgerðum drægi úr verðbólgunni á nýja árinu. Þvert á móti taldi hann liklegt, að spáin um 42% verðbólgu á árinu færi nærri lagi. — SJ Sjúkrahótelið starfar áfram „Stjórn RKt telur nú góðar likur á að finna megi lausn á rekstrarvanda sjúkrahótelsins og hcfur þvi verið ákveðiö að reksturinn haldi áfram fyrst um sinn og verði timinn fram til 1. júli notaður til að koma honum á traustari. grundvöil”, segir i frétt frá Rauða krossinum. RKÍ hefur að undanförnu átt vinsamlegar viðræður við heil- brigðisráðuneytið um fjárhags- leg vandamál sem upp hafa komið i rekstri sjúkrahótels Rauða krossins iReykjavik. Stjórn RKÍ álitur að það hafi komið greinilega fram á siðustu vikum hve brýn þörf sé á stofn- un eins og sjúkrahótelinu og vill þvi leggja sitt að mörkum til þess að þessi þáttur heilbrigðis- þjónustunnar falli ekki niður. — SG Samningar tókust við hjúkrunarnema Samningar hafa nú náðst milli hjkrunarnema og fjármála- ráðuneytis um laun hjúkrunar- nema. Fellur þá niður auka- vaktabann hjúkrunarnema og fyrirhugaðar úrsagnir úr Hjúkrunarskóla islands en um 170 nemar höfðu sagt sig úr skólanum. Deila þessi kom upp vegna þess að hlutfall launa hjúkrunarnema af kaupi hjúkrunarfræðinga var lækkað. Var nú fallist á kröfu hjúkrunarnema að prósentu- hlutfall á grunnkaupi héldist óbreytt frá þvi sem verið hefur og yfirvinnukaup hækkaði nokk- uð. 1 frétt frá hjúkrunarnemum segir að i þessum nýja samningi séu ýmis mikilvæg atriði sem áður hefðu aðeins verið munn- leg loforð en hefðu nú verið sett inn i kjarasamninginn. — KS. Fœrðu Krabbameins- félaginu stórgjöf Krabbameinsfélagi islands barst nýlega gjöf aö fjárhæð tvö hundruð þúsund krónur frá Val- gerði Þórðardóttur, Gettisgötu 39 hér i borg. Gjöfin er til minningar um ömmu hennar og alnöfnu, Val- gerði Þórðardóttur, f. 18.09.1848, og foreldra, hjónin Ingibjörgu Pálmadóttur og Þórð Jónsson. Var gjöfin afhent á 110. af- mælisdegi Þórðar en hann var fæddur 12. des. 1867. Hann lést 1941.1 frétt frá félaginu eru gef- endum færðar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Beat-dansfyrirdömur ‘ Sérstakir eftirmiödagstímar fynr dömur sem vilja fá góðar hreyfingar SIMI 20345 H5TWLB55BHBB BRAUTARHOLTl 4. REYKJAVÍ K ^ ^AVAVAVAVAVÁV, ^ Innritun daglega frá 10-12 ot 13-19 i simum: 20345 38126 ( 74444 24959 \ Kennslustaðir Reykjavik Brautarholt 4 Drafnarfell 4 Félagsheimili Fylkis Kópavogur Hamraborg 1 Kársnesskóli Seltjarnarnes Félagsheimilið Hafnarfjörður Góðtemplarahúsið DHnSSHBII SÍMI 20345 BRAUTARHOLTI 4. REYKJAVIK Kennum alla samkvœmisdonsa, nýjustu táningadansa, rokk og tjútt. Síðasti innritunardagur DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.