Vísir - 30.01.1978, Qupperneq 4
4
fEfnt verður til nómskeiðs fyrir
konur, sem taka börn til
daggœslu á heimilum sinum.
Kennt verður með fyrirlestrum og verk-
legum æfingum og fyrirtekin þessi efni:
Uppeldis- og sálarfræði.
Börn með sérþarfir.
Meðferð ungbarna.
Leikir og störf barna.
Samfélagsfræði.
Heimilisfræði.
Hjálp i viðlögum.
Kennt verður 2 kvöld i viku þriðjudags- og
fimmtudagskvöld kl. 20-22, alls 50
kennslustundir.
Námskeiðið verður haldið að Norðurbrún
1 og hefst fimmtudaginn 2. febrúar n.k.
Þátttökutjald er kr. 1.500.00
Þátttaka tilkynnist i sima 25500 fyrir 1.
febrúar.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Vonarstræti 4 sími 25500
UTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum
i að byggja þjónustuhús fyrir varmaorku-
ver við Svartsengi. Húsið er 2 hæðir, 666
ferm. að grunnfleti, og að mestu leyti reist
úr forsteyptum einingum.
Verkinu skal lokið á þessu ári.
Útboðsgagna má vitja gegn 50 þús. kr.
skilatryggingu, frá og með miðvikudegin-
um 1. febrúar,á skrifstofu Hitaveitu Suð-
urnesja, Vesturbraut lOa Keflavik, eða
verkfræðistofunni Fjarhitun h.f., Álfta-
mýri 9, Reykjavik. Tilboð verða opnuð á
skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja þriðju-
daginn 14. febrúar 1978 kl. 14.
Nouðungaruppboð
sem auglýst var í 67.,71. og 73. tölublaöi Lögbirtingablaös-
ins 1977 á eigninni Þórsbergi, Garöakaupstaö, þingl. eign
Böövars Hermannssonar.o.fl.,fer fram,eftir kröfu Inn-
heimtu rikissjóös, á eigninni sjálfri fimmtudaginn 2. febr.
1978 kl. 2.00 e.h.
Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 53.,57. og 61. tölublaöi Lögbirtingablaös-
ins 1977 á eigninni Lyngási 2, Garðakaupstaö, þingl. eign
Asgeirs Long,fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóös,á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 2. febr. 1978 kl. 2.30 e.h.
Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö
OKKUR VANTAR
Umboðsmenn
Seyðisfirði, Djúpavogi og Breiðdalsvik
UPPL. í SIMA 28383
VISIR
Mánudagur 30 . janúar 1978
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Er Trudeau í
kosningahug-
leiðingum?
Pierre Trudeau, forsætisráöherra Kanada, i kosningamöö.
Þaö virðist runninn kosninga-
móður á Pierre Elliott Trudeau,
forsætisráðherra Kanada. Á
ferðum sinum þessa dagana er
hann óspar á þéttingsföst hand-
tök.eiginhandaráritanir, klapp
á bök samherja og pabbakossa
handa meybörnum.
Fyrir nokkru var hann á ferð
um Ontario, og hagaði sér þá i
öllu eins og frambjóðandi á
kosningaferðalagi til að afla sér
atk.væða.
Kosningar! Hvaða kosning-
ar? Næstu þingkosningar eru i
orði ekki á dagskrá fyrr en 1979.
En smat er i Kanada þessar
vikurnar ekki um annað meira
talað en sennilega verði boöaö
til kosninga á þessu ári. Sjálfur
hefur Trudeau ekkert viljaö láta
uppi um slikar ráðagerðir.
Fréttaskýrendur láta það þó
ekki aftra sér i getgátum sinum.
Sumir láta sér detta i hug, að
efnt verði til kosninga með vor-
inu. Aðrir scgja i haust kom-
andi, og enn aðrir telja að þær
verði næsta vetur.
A meöan vinnur Trudeau ötul-
lega að fyIgisöfluninni.
Siðasta haust kallaði hann
forsætisráðherra allra tiu fylkja
Kanada saman til viðræöna um
einmitt þau málefni, sem setja
munu mestan svip á næstu
kosningar. Svo sem efnahags-
málin og þar með talið atvinnu-
leysið. Og svo þá hættu, sem
þjóðareiningunni þykir stafa af
sjálfstæðisbrölti hinna frönsku-
mælandi Quebec-búa, sem vilja
slita sig frá sambandsveldinu.
Síðustu vikurnar hefur Tru-
deau svo verið á ferðinni meðal
almennra kjósenda og óbreyttra
flokksmeðlima. Hefur hann rek-
iðsig á, að þar gætir ekki mikils
kosningaeldmóðs.
Auk hinnar venjulegu félags-
þreytu og áhugaleysis kjósenda
kemur fleira til, sem Trudeau
verðu ð taka með í reikning-
inn, áo. en hann ákveður,
hvenær hann skellir sér í kosn-
ingaslaginn — þann fjórða frá
þvi að hann varð fyrst forsætis-
ráðherra. Meðal þess, sem hann
segirsjálfur að gefa veröi gaum
eru skoðanakannanir eða niður-
stöður þeirra.
Siðustu kannanir bentu til
þess aö fylgi flokks hans,
Frjálslynda flokksins, hefði dal-
að litið eitt. Þó ekki ineira en
svo, að flokkurinn hefur enn 8%
meira fylgi en aðalstjórnarand-
stæðingurinn, Framsóknari-
haldið með Joe Clark i broddi
fylkingar.
Trudeau hefur látiö á sér
skilja, aö veröi niðurstöður
skoöanakannana flokki hans á-
fram f vil kunni hann að efna til
þingkosninga áöur en kjörtima-
bilið rennur út. Verði hinsvegar
skyndilegt fylgishrun mun hann
eðlilega bíða átekta og draga
kosningarnar svo lengi sem
unnt verður i von um að auka
vinsældirnar áður en kjósendur
ganga að kjörborðunum.
Fram undan er, i febrúar-
mánuöi, mikilvægur fundur
ráðamanna úr fylkisstjórnunum
og sambandsþinginu, og kann
hann að hafa áhrif á skoðana-
kannanir. Séð frá bæjardyrum
Trudeaus eru blikur á lofti yfir
þessum fyrirhugaða fundi. For-
sætisráðherrar fylkjanna hafa
sýnt lftinn áhuga á stefnu sam-
bandsstjórnarinnar og litla við-
leitni til þess að koma til móts
við hana. Stjórnmálaleiðtogar
fylkjanna eru þar á ofan jafnan
tregir til þess að binda hendur
sinar, þegar kosningar eru i
sjónmáli, og þykir möguleiki á
þvi, að Trudeau komi af fundin-
um einangraðri heldur en áður.
Að auki þykir rikisstjórn
frjálslyndra hafa tekist slælega
að rétta við efnahag landsins,
þótt Jean Chretien, fjármála-
ráðherra, hafi spáð þvi, að nú-
verandi verðbólga (sem er 10%)
eigi eftir að hjaðna á árinu niður
I 6%.
Atvinnuleysi hefur aldrei ver-
ið jafnmikið og núna,frá dögum
kreppunnar miklu upp úr 1930.
Kanadamönnum hefur ekki þótt
skemmtilegt að horfa upp á
helstu viðskiptaþjóðir sinar
rétta úr kútnum,' þótt hægt
gangi, meðan Kanada er áfram
niðri i öldudal.
Haft var eftir einum þing-
manna ihaldsflokksins nýlega:
„Fólk virðist bugað. Það er
meira að segja hætt að kvarta,
svo aö það sýnist ekki mikill
baráttuhugur eftir i þvi”.
Þegar tekið er tillit tii þess,
hversu litið stjórn frjálslyndra
hefur orðið ágengt i glimu sinni
við efnahagsvandamálin — sem
flestir Kanadamenn telja mest
aðkallandi allra vandamála og
setja jafnvel ofar deilu aðskiln-
aðarsinna i Quebec — virðist
það undarlegt, hversu vel
Frjálslynda flokknum hefur
haldist á fylgi sinu.
Menn telja sig finna skýringu
á þvi i frammistöðu stjórnar-
andstöðunnar. Leiðtoga ihalds-
manna, Joe Ciark (sem er tutt-
ugu árum yngri en Trudeau),
hefur ekki tekist að vinna sér
traust almennings. Héfur hann
þó lagt sig fram til þess að bjóða
af sér góðan þokka og vinna álit.
(Meira að segja breytti hann
um hárgreiösiu á dögunum).
Og meðan ihaldsmenn njóta
ekki meira fylgis, þykir liklegt
að þorri Kanadamanna muni
reiða sig á Trudeau, sem i april
næstkomandi hefur verið tiu ár
við völd, til þess að visa þjóðinn
veg út úr erfiðlcikum hennar.