Vísir - 30.01.1978, Blaðsíða 24
V
VÍSIR
'gffiift AVlú
Opiö virka daga til kl. 22.00
Laugardaga kl. 10-12
Sunnudaga kl. 18-22
Smáauglýsing í Vísi er engincj^t^auglýsing AS17L
Odíö virka daaa til kl. 22.00 ^BB I ■ Owvll
Sjaldan gengið eins
vel að manna bátana
— Vísbending um þrengingar á vinnumarkaði
Það hefur sjaldan
gengið eins vel að
manna bátana eins og
nú i upphafi vertiðar.
Visir hafði samband
við Sigriði Friðriks-
dóttur, starfsmann
L.Í.Ú., er hefur haft
milligöngu um
ráðningar háseta á bát-
ana.
Sigriður sagði að nú væru
frekar fáir bátar á lista hjá sér.
Til samanburðar voru i fyrra að
meðaltali á skrá 40-60 bátar þar
sem vantaði einn eða fleiri há-
seta, en i ár hefðu þeir aldrei
farið yfir 20 og væru yfirleitt um
10. Þannig að útvegsmönnum
gengi miklu betur að fá sjómenn
nú en í fyrra.
Sigriður sagði að á skrifstofu
L.Í.Ú., hefðu ekki komið fleiri
menn en undan farin ár að spyrj
ast fyrir um pláss. Það hefði
alltaf verið talsverð umferð þar,
mest unglingsstrákar. Sigriður
sagði ennfremur að nú hefðu
fleiri bátar byrjað á linu en und-
an farin ár og þvi þyrfti eitthvað’
færri menn á þær veiðar, en
þegar bátarnir færu á net þyrfti
ef til vill eitthvað fleiri menn á
þá.
Visir spurði Jónas Haraldsson,
skrifstofustjóra L.Í.Ú., hvort
hann kynni einhverja skýringu
á þvi að betur gengi að fá menn
á bátana nú en áður. Jónas
sagði að sjómenn hefðu ekki
meiri tekjur nú en áður og ekki
væri meiri aflavon. Hins vegar
hélt hann að atvinnuástand i
landi réði miklu i þessu sam-
bandi. Það væri farið að þrengj-
ast á atvinnumarkaðnum i landi
og þá sæktu menn frekar á sjó-
inn.
—KS
Engar upp-
lýsingar
Sama leyndin hvílir enn yfir
rannsókn Landsbankamáls-
ins. í samtali við VIsii morgun
sagði Hallvarður Einvarðsson
rannsóknarlögreglustjóri, að
það væri ekki á döfinni að
sinni að gefa upplýsingar um
rannsóknina.
Allt frá þvi að rannsókn
hófst hefur fjölmiðlum verið
neitað um upplýsingar um
gang mála og sagt að slikt
gæti skaðað rannsóknina.-SG
James Bellamy
á Borginni
Þeir sem leggja leiö
sina á Borgina helgina
17. til 20. febrúar n.k.
þurfa ekki að láta sér
bregða þó þeir sjái
James Bellamy úr
sjónvarpsþáttunum
Húsbændur og hjú
stika þar um sali.
Simon Williams, eins og
hann heitir kemur hingað til
lands á vegum Angliu og verð-
ur gestur félagsins á árshátið
þess, sem haldin verður þann
18. febrúar. Williams kemur
hingað með konu sinni og
dvelst hér á landi nokkra
daga. Þegar Anglia hafði
samband við Williams, sagði
hann að hann hefði mikinn
áhuga á þvi að koma hingað til
lands og skoða sig um.-KP.
Simon Williams I hlutverki
James Bellamy i „Húsbænd-
um og hjúum.”
Allir vildu sjá hárið!
Það komust færri að en vildu á mikla hárgreiðslusýningu, sem haldin var i gær i Sigtúni. Þar var sýnd
nýjasta tiskan i hárgreiðslu og klippingu, bæði fyrir konur og karla. Myndina tók Björgvin Pálssonjjós-
myndari áður en sýningin hófst, en þá voru sýningarstúlkur ióða önn að snyrta sig og undirbúa, áður en
áhorfendur fengju að lita þær augum. Vonandi hafa þær Kristin og Sigrún ekki orðið fyrir vonbrigðum
með undirtektir áhorfenda, þegar þær gengu um salinn.
Nýir listar hjá krötum á Reykjanesi
Nú um helgina efndu Alþýðu-
flokksmenn i Kópavogi, Hafnar-
firði og Keflavik til prófkjörs
vegna væntanlegra bæjar-
stjórnakosninga. í Kópavogi
kusu 448. Guðmundur Oddsson,
yfirkennari hlaut flest atkvæði i
fyrsta sæti eða 281. Rannveig
Guðmundsdóttir, húsmóðir fékk
277 atkvæði i annað sætið og
SteingrfinurSteingrimsson mun
skipa 3 sæti bæjarstjórnar-
listans.
1 Hafnarfirði kusu 630, en i
kosningunum til bæjarstjórnar
1973 fékk flokkurinn 906 at-
kvæði. Hörður Zophaniasson
hlaut fyrsta sætið með 330 at-
kvæðum. 1 annað sætið hlaut
Jón Bergsson kosningu með 287
atkvæðum. Lárus Guðjónsson
fékk 247 atkvæði i þriðja sætið.
Grétar Þorleifsson fékk 395 at-
kvæði alls i fjórða sætið.
Liklegt er að endurtalið verði
i Hafnarfirði, þar sem aðeins
eitt atkvæði skildi þá Lárus
Guðjónsson og Guðna
Kristjánsson að. Báðir buðu sig
fram i 1., 2., og 3. sæti, þannig að
sá sem tapar fellur út.
1 Keflavík greiddu 669 at-
kvæði. Fyrsta sæti mun Ólafur
Björnsson skipa, en hann hlaut
321 atkvæði. 1 annað sæti fékk
Guðfinnur Sigurvinsson 534 at-
kvæði og þriðja sætið mun Karl
Steinar Guðnason skipa en hann
fékk 385 atkvæði. —JEG
Fjölmenni var saman komið á
Hallærisplaninu á laugardag til
að undirstrika kröfur sinar um
verndun gamalla húsa i miðbæn-
um. Að fundinum stóðu m.a.
Torfusamtökin, og fbúasamtök
vesturbæjar. Ávörp voru flutt og
ýmis skem mtiatriði. Spilverk
þjóðanna var á palli og flutti fólki
boðskapsinn.Á bls. 7 er viðtal við
þá arkitekta sem stóðu að undir-
búningi að deiliskipulagi þvi sem
skiptar skoðanir hafa verið um og
Torfusamtökin hafa m.a. lýst
óánægju sinni yfir.
Visis-mynd B.P.
Manni
bjargað
úr gúmbáti
Skipverjar á Litlafelli
björguðu á laugardagskvöldið
manni úr gúmbjörgunabáti
sem var á reki úti á Skerja-
firðinum.
Slysavarnafélagið, sem hélt
fimmtiu ára afmæli sitt hátið-
legt um hejgina, kom litið ná-
lægt björgun mannsins.
Klukkan 19.06 hringdi maður,
sem séð hafði neyðarblys, i
félagið, en þegar fara átti af
stað með björgunarsveit var
hringt aftur. Þá, eða klukkan
19.13, var það tilkynning frá
Litlafellinu um að þeir hefðu
komið auga á manninn.
Maðurinn sem bjargaðist
var einn i gúmbátnum, og
hafði verið einn á fjögurra
tonna báti, sem sökk.
Honum varð ekki meint af
volkinu, enda hafði hann verið
i stuttan tima i gúmbátnum
þegar honum var bjargaðvGA
Ók niður um-
ferðarmerki
Ijósastaur og
girðingu
Mikill eltingarleikur varð
um helgina eftir að ökumaður,
réttindalaus og grunaður um
ölvun, lenti i árekstri og stakk
siðan af.
Þetta gerðist aðfararnótt
sunnudags. Lenti fyrrnefndur
i árekstri við bil á mótum
Suðurlandsbrautar og
Skeiðarvogs en stakk af. Var
hann eltur af lögreglumönnum
og þegar leikurinn stóð sem
hæst ók hann á ljósastaur úr
tré, umferðarmerki og i gegn-
um girðingu. Endaði eltingar-
leikurinn með þvi að hann
lenti á lögreglubil. Mun hann
hafa valdið skemmdum á f jór-
um bilum. Enginnslasaðist þó
alvarlega þrátt fyrir allt.
—EA
„Siðan lækkun á smjör-
verðinu kom til þann 18. janú-
ar hafa selst um eitt hundrað
tonn”, sagði Kristinn Guðna-
son. sölustjóri hjá Mjólkur-
samsölunni, isamtali við Visi i
morgun.
Nú eru þvi til um eitt þúsund
tonn af smjöri i landinu, þvi að
áður en niðurgreiðslur voru
auknar voru til um ellefu
hundruð tonn.
Að sögn Kristins er venjuleg
smjörneysla á þessum tíma
um 30 til 40 tonn en eins og
áður segir þá hafa selst um
eitt hundrað tonn af smjöri frá
þvi verðið lækkaði úr 1342
krónur i 880 krónur.