Vísir - 30.01.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 30.01.1978, Blaðsíða 5
VISIR Mánudagur 30 . janúar 1978. Kafsnjór í miðvesturfylkjum Bandaríkjanno: B an da rik j a st j ór n sendi með flugvélum 30 smálestir af matbjörg tii Cincinnati-fylkis, þar sem allt er á kafi i snjó. Er það i fyrsta skipti i sögu Bandarikjanna að gripa verður til slíkra matvælasendinga vegna náttúruhamfara. Matvælivoru orðin af skornum skammti i Ohio eftir að fylkið nær fennti i kaf i hriðarveðrinuj sið- ustu viku, sem lamaði öll mið- vesturfylkin. Vélsleðar áttu að flytja mat- björgina til heimila, sem einangr- ast höfðu i ófærðinni. Er þetta einkum þurrmjólk, egg, dósa- matur, grænmeti og barnamatur. Þúsundir manna sátu fastar i björgunarskýlum hér og hvar i Indiana og Ohio, en það eru þau tvö fylki þar sem snjóþyngslin eru mest. Snjómokstur var þá hafinn og ruðningur vega, meðan björgunarsveitir leituðu uppi bágstatt fólk i fenntum bifreiðum. Þjóðvarðliðið i Ohio taldi sig hafa komið flestum þeim, sem festust i bifreiðum sinum, i ör- uggt skjól, og einbeitti sér i gær að þvi að koma matvælum til ein- angraðra heimila og sveitabæja. Flytja þurfti i þyrlum sjúkt fólk, sem komast þurfti á sjúkrahús. Höfðu þyrlur flota og strandgæslu farið yfir 300 slikar ferðir frá þvi á föstudag. Vegagerðarmenn í miðvestur- fylkjunum töldu að það yrði ekki fyrr en undir lok þessarar viku, að búið yrði að opna alla vegi að nýju. Aætlanir járnbrautalesta eru komnar i lag að nýju og flug- vellir hafa allir verið opnaöir. Blindhríð í Skotlandi Versta hríðarveð- ur í 30 ár Lestir fóru af teinun- um, fólksbflar festust i sköflum og einn maður varð úti, þegar hann yfirgaf bil sinn til þess að ganga til byggða, i einhverju versta hríðarveðri sem komið hefur i Skotlandi i þrjá- tiu ár. Þyrlur vörpuðu hlýjum ábreiðum og matvælum til far- þega járnbrautarlestar sem fór af teinunum og festist i skafli. Tókst siðar að flytja fólkið, um 70 manns, með þyrlunum til byggða. En skafrenningurinn var sli'k- ur i gærkvöldi, að naumast sá handa skil og snjórinn safnaðist i allt að sex metra háa skafla. Var óttast að margir ökumenn mundusitjafastiri bilum sinum næsta sólahringinn. Fólkið sem fast var i lestinni varð að biða i tuttugu klukkustundir, áður en þvi var bjargað. Viða urðu ferðamenn að leita skjóls i heiðakofum, ef þeir ekki náðu til næstu kráar. Fannfergi var einnig mikið i norðurhluta Wales og á Norður-trlandi. Fjallgöngu- maður fórst á laugardag i N-Wales og tollþjónn drukknaði þegar hann fauk i höfnina i ein- um hafnarbæja N-Irlands. Frá lestarráninu 1975. — Johannes Manusama sést fara fyrir hópi s-mólúkkanskra hryðjuverkamanna, sem gefist hefur upp. S-Mólákkar skutu miffi- göngumanninn Tveir Suður-Mólúkkar skutu og særðu i gærkvöldi. einn fram- ámanna innflytjenda frá S- Mólúkkaeyjum. — Maðurinn er Theodorc Kuhuwael, 63 ára kennari sem hafði milligöngu i samningaviðræðum yf«* valda við lestarræningjana i fyrra sumar. Árásarmennirnir skutu Kuhuwael i bakiðog sluppu sið- an á flótta. Kuhuwael er hættur kennslu- störfum en starfar sem ráðgjafi hollenska menntamálaráðu- neytisins. Hann var tilkvaddur af stjórninni tvivegis i fyrra sumar til þess að ræða við rót- tæka hryðjuverkamenn frá Suð- ur-Mólúkkaeyjum. — Arið 1975 var hann einnig milligöngu- maður i viöræðum við lestar- og mannræningja sem náðu ræðis- mannskrifstofum Indónesiu i Amsterdam á sitt vald. Hann gegndi um hrið mennta- málaráðherrastörfum i útlaga- stjórn Jóhannesar Manusama, leiðtogaþeirra40 þúsund Suður- Mólúkka,sem flust hafa til Holl- ands. Þeir tilheyra báðir hinum hófsamari armi Mólúkka, se- halda hópinn i Hollandi og berj- ast fyrir sjálfstæði S-Mólúkka- éyja og frelsun undan stjórn Indónesiu Kuhuwael var staddur á heimili sinu i Van Blankenburg- straat i Haag, þegar hann varð fyrir árásinni i gærkvöldi. Gat hann lýst árásarmönnunum fyrir lögreglunni, aður en hann var fluttur á sjúkrahús. Grunur leikur á þvi að of- stækisfullir landar hans hafi staðið að árásinni. Kuhuwael hefur nýlega verið skipaður i nefnd, sem Indónesar ætla að senda til S-Mólukkaeyja i næsta mánuði til aö afla upplýsinga fyrir væntanlegar viðræður um framtiðarstjórn eyjanna. Dr. L. Mantouw, einn af þrem öðrum nefndarmönnum, hefur skýrt frá þvi, að skotið hafi verið á hús hans fyrir nokkrum vikum. Bernstein FLÓTTATILRAUN ÚR FANGELSI Flóttamennirnir tóku með sér 12 gísla þar af 10 konur Fangar í New Westminst- er-fangelsinu i Bresku Kolumbiu hafa á valdi sinu tólf gisla sem þeir tóku i gær i tilraun til þess að strjúka. Skiptu þeir i gær á tveim konum og matvælum, tóbaki og deyfandi lyfjum. Fangarnir fimm tóku þrettán gisla þar á meðal tiu konur sem voru að heimsækja aðra fanga. Slepptu þeir einni konunni i gær. New Westminster-fangelsið er öryggisfangelsi ætlað til geymslu á hættulegustu refsiföngum og strokgjörnum. í óperu Vínar Hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Leonard Bernstein stjórnaði i gær hljómsveit Vinaróperunnar við flutning „Fidelios” eftir Beethoven. Flutningnum var sjón- varpað beint og er það i fyrsta sinn i átján ár sem sjónvarpaö er frá óperunni. Hefur austur- riska sjónvarpið staðið i samningamakki við óperuna siðustu tiu ár. I hléi afhenti Bernstein 21,3 milljónir króna<sem hann gaf Amnesty International/en það var afrakstur af einni hljómplötu hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.