Vísir - 30.01.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 30.01.1978, Blaðsíða 13
 VISIR Mánudagur 30 . janúar 1978. 21 Þau söfnuðu nær 400 þúsund krónum til iþróttahússins i Sandgerði. Talið frá vinstri: Lúðvik Eggertsson, Fanney Friöriksdóttir, Guð- mundur Pálsson, Jóhanna Norðfjörö, Jón Gunnarsson og Lilja Hafsteinsdóttir. Ljósmynd JA. toö ¥Begy Yð íþróttahúsið sitt sem fyrst Ungir Sjálfstœðismenn fagna tillogum um minnkun ríkisumsvifa „Stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna fagnar þvi að nefndum minnkun rikisumsvifa hefur nú sent frá sér fyrstu til- lögur sinar”, segir i ályktun, er samþykkt var á fundi stjórnar Sambands ungra Sjálfstæðis- manna nú fyrir skömmu. í ályktuninni segir að nú gef- ist alþingismönnum og rikis- stjórn tækifæri til að sýna hug sinn til samdráttar rikisumsvifa og jafnframt aö setja rikisum- svifum markmið. Ennfremur segir i ályktun S.U.S., aö i umræðum siðustu vikna hafi gætt nokkurs misskilnings á stefnu S.U.S. undir kjörorðinu „báknið burt”. Stjórnin vill því itreka nokkur grundvallaratriði varðandi þetta stefnumál sitt: Afskipti hins opinbera af láns- fjármarkaðnum verði með eðli- legum hætti. Arðráni sparifjár verði hætt og pólitiskt úthlutun- arkerfi veröi afnumið. Virkt eftirlit veröi haft meö nýtingu opinberra fjármuna til að tryggja mestu mögulegu hagkvæmni i opinberum rekstri. Skapaðar verði forsendur fyrir afnámi niðurgreiðslna og útflutningsbóta. Ungir Sjálf- stæðismenn benda á neikvæðan tekjuskatt sem betra tæki til tekjujöfnunar. Opinber þjónusta samsvari vilja og þörfum fólksins hverju sinni. Einstaklingar fái ekki opinbera þjónustu undir kostn- aðarverði án tillits til efnahags nema i undantekningartilvik- um. Hiðopinbera dragi stórlega úr þátttöku sinni i rekstri fram- leiðslufyrirtækja. Vmis rikis- fyrirtæki og stofnanir verði iögð niður en önnur seld einstakling- um. —KS Ungt fólk i Sandgerði er staðráðiö i því að þar risi sem fyrst af grunni almennilegt iþróttahús, en til þessa hefur samkomuhúsið á staðnum þjónað þeim tilgangi. Unga fólkið sér nú hylla undir að þessi draumur rætist/þvi langt er komið að steypa upp húsið og búist er við að þakið verði sett á i vor. Þaö er Miðneshreppur sem sér um bygginguna og fjármagnar hana að mestu leyti. Unga fólkið hleypur undir bagga og þegar hefur það safnað og gefið meira en hálfa milljón króna i bygging una. Einn hópur er þar öðrum fremri, hann hefur safnað 367.500 krónum, en þeir peningar fengust meö sölu á sæigæti og útgáfu á blaöi sem bar nafnið Jólasnjór 1977. Þetta framtak unglinganna hefur oröið til þess að ýmsir aörir ibúar Sandgerðis hafa lofað að- stoð, og er nú vonast til að húsið rjúki upp þegar vorar. —klp— Bifreiðaeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum á- vallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. STILLING HF.“11 31340-82740. BILAVARAHLUTIR ; • • ' .•'■ . V/'' Plymouth Belvedere ‘67 Opel Kadett '69 Taunus 17 M '67 Saab '66 BILAPARTASALAN do’Aa' ijíu uq. Jaga AUGLYSIÐ I VISI Tvö rit um byggingo- iðnaðinn Rannsóknastofnun byggingaiðn- aðarins hefur nýlega gefið út tvö upplýsingarit: Vetrarsteypu og Astandskönnun einangrunar- glers. Hákon Ólafsson, yfirverk- fræðingur, gerir i Vetrarsteypu grein fyrir helstu aðgæsluatriðum i steinsteypuvinnu að vetrarlagi og rekur aðgerðir til þess að kom- ast fram hjá örðugleikum við slikar framkvæmdir. Astandskönnun einangrunar- glers er lokaskýrsla umfangs- mikillar rannsóknar á gleri og glerskemmdum. Jón Sigurjóns- son_. deildarverkfræðingur, hefur stjórnað rannsókninni og ritaö bæklinginn sem er 100 bls. að stærð. Rannsóknin var mjög viðtæk og gefur yfirlit yfir ástand þessa veigamikla efnis i bygging- um hér á landi. —KS. ■ r'-n" BALDDH SAAERGEL n ■SÍF: Verð kr. 19.310.-^ ~ ÞÚRþ SlMI bisoo Armúlati VINNUFATABUÐIN j Iðnaðarmannahúsinu j Mikið úrval af: >i Gallabuxum Verð fró kr. 1500.- : Flauelsbuxum Verð frá kr. 1500.- *: Sféliðajökkum Verð kr. 7.900.- ■ Vinnuskyrtum Verð kr. 1400.- I ■ ásamt miklu úrvali af { öðrum fatnaði / m Stórlœkkað verð — Aðeins í nokkra daga | VINNUFATABUÐIN i Iðnaðarmannahúsinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.