Vísir - 31.01.1978, Síða 2
2
m
Þriðjudagur 31. janúar 1978. VXSJH
c
j
Vísir spyr í Keflavík:
Hvernig líkaði þér sjón-
varpsleikritið Póker?
Friðrik Óskarsson, sjómaður:
Ágætt en nokkuð langdregið.
Sigurjón Jónsson, verkstjóri:
Agætt — stórfint.
Magnús Jóhannsson, leigubii-
stjóri:Nokkuð góð lýsing á þvi
sem var, en þó má segja að
það eimi nokkuð eftir af þessu
ennþá.
Jón B. Georgsson, leigubil-
stjóri: Myndin var nokkuð ■
góð, en hefði getað verið betri.
■
Stjórn Herjólfs hefur nú ákveðið að stefna þeim sem smiðuðu skipið og krefst 35 milljón króna skaðabóta.
Norski byggingaraðilinn neitar að borga
Stjórn Herjólfs hf. í
Vestmannaeyjum hefur
ákveðið að höfða skaða-
bótamál gegn Sterkoder,
norsku skipasmíðastöð-
inni/ er smíðaði Vest-
mannaeyjaferjuna Herj-
ólf/ vegna framleiðslu-
galla á skipinu. Bótakröf-
ur nema um 35 milljónum
islenskra króna.
„Gallarnir komu I Ijós þeg-
ar ábyrgðaskoðun skipsins var
tekin út i Reykjavik og var þá
viðstaddur maður frá Norska
Veritas. Þetta kemur fram eftir
sex mánaða reynslutimann”,
sagði Ólafur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri Herjólfs hf., i
samtali við Visi.
ólafur sagði að það sem
aðallega hefði verið að, hefði
verið bognir öxlar og hefði þurft
að skipta um öxul 2. og 3. ,,Aður
höfðu við látið styrkja skipið að
aftan vegna titrings sem var i
þvi”, sagði ólafur . ,,en nú er
komið i ljós að þessi titringur
stafaði af bognu öxlunum. Við
urðum fyrir tilfinnanlegu tjóni
vegna þessa þvi að þegar við
gerð fór fram var yfirvinnubann
og töfðumst við i 10 vikur vegna
þess, Styrkingin að aftan kost-
aði okkur um 20 milljónir.”
Sagði Ólafur að Sterkoder
heföi verið búið að samþykkja
að greiða kostnað vegna þeirra
galla á skipinu sem umboðs-
maður frá Norske Veritas skrif-
aði upp á. En þegar þeir hefðu
fengiðreikninginn i hendur neit-
uðu þeir að greiða hann og hafa
ekki komið meö neitt sáttatil-
boð. ólafur sagði ennfremur
að bótakröfurnar byggðust ein-
göngu á kostnaði vegna öxl-
anna, en styrkingin að aftan og
uppihaldið vegna viðgerðanna
væri ekki inni i þeim. „Þvi mið-
ur verður málið rekið i Noregi”,
sagði i ólafur og er við búið að
bað taki langan tlma, þannig að
bæturnar verða ekki verðmiklar
ef þær koma þá nokkurn tíma”.
Jón Hjálmtýsdóttir, húsmóð-
ir: Ágæt, en hefði mátt vera
lengri.
Prófkjörin byrjuð að slappast
Þá er mesti skjálftinn að
hlaupa úr prófkjörunum, þessu
nýja leikfangi kjósenda og
stjórnm álaf lokka, og sýna
heildartölur prófkjörs Alþýðu-
flokksins, vegna bæjarstjórnar-
kosninga f I-Iafnarfirði og Kópa-
vogi, að ástandið er að verða
eðlilegt. Rúm sex hundruð
greiddu atkvæði i Hafnarfirði og
rúm fjögur hundruð I Kópavogi.
Það eru skiljaniegar tölur þegar
Alþýðuflokkurinn er annars
vegar, og ólíkt líkari Alþýðu-
fiokknum en heildaratkvæðatöl-
ur i prófkjöri fiokksins i Reykja-
vík vegna borgarstjórnarkosn-
inganna fyrr i vetur.
Þá eru horfur á þvi að mesta
ólgan sé að fara úr Fram-
sóknarmönnum, sumum, i
Reykjavik vegna úrslita I próf-
kjörum fiokksins um fyrri
helgi. Varð þó enginn friður um
niðurstöður fyrr en kaliað hafði
verið til sérhæft lið, bókbindar-
ar úr Edduprentsmiðju til að
telja atkvæði i þriðja sinn sl.
laugardag. Kom þá i Ijós að
niðurstöður af fyrri talningum
voru nokkurn veginn réttar, og
engin breyting varð á uppröðun
iistanna. Núverandi stjórn fuii-
trúaráðs fiokksins, sem ætia má
að hafi verið á móti niðurstöð-
um prófkjörsins, fær því ekki
tækifæri til að kjósa upp-
stillingarnefnd, og verður ein-
faldlega að sætta sig við að hafa
tapað. Þar með er brostin for-
sendan fyrir áhrifum þeirra
Kristins Finnbogasonar og Jóns
Aðalsteins Jónassonar á flokk-
inn i Reykjavik. ólafur Jó-
hannesson, formaður flokksins,
lýsti því yfir i sjónvarpi, um það
bil sem átti að fara að telja at-
kvæðin i þriðja sinn, að engu
skipti hverjir ynnu prófkjör,
aftur á móti sýndi atkvæða-
magnið að flokkurinn myndi
koma sterkur út úr kosningum.
búninginn. Glotta þeir félagar I
laumi og telja að vandfundnir
verði menn til að útvega flokkn-
um þær tiu milljónir, sem taliö
er að kosningarnar i Reykjavik
niuni kosta flokkinn.
Þrátt fyrir þetta er ekki
ástæða til annars en ætla að
Einar Ágústsson, utanrikisráð-
Horfur eru á þvi aö Jón Aðal-
steinn, núverandi formaður
fulltrúaráðsins, biðjist undan
endurkosningu i vor og láti full-
trúaráðinu eftir að kjósa nýja
stjórn, sem meira er við hæfi
úrslita prófkjörsins. Kemur þá
til kasta hinnar nýju stjórnar að
afla fjár i kosningasjóð, en einn
helsti styrkur þeirra Krist-
ins Finnbogasonar og Jóns
Aðalsteins var, að hvorki skorti
flokkinn fjármagn eða bila þeg-
ar þeir sáu um kosningaundir-
herra, muni draga töluvert af
atkvæðum til flokksins eins og
venjulega. Sigur hans I próf-
kjörinu bendir til þess að fylgi
hans I flokknum I Reykjavik sé
óskert, og munu þá ekki ráða
úrslitum fjárframlög og bila-
floti heldur vinsældir Einars.
Þótt formaöur flokksins telji
litlu máli skipta hvaða menn
sigra I prófkjörum, en sjálfur
fékk hann Bresnéfs-úrslit I
Norðurlandskjördæmi vestra,
þá má telja nokkurn veginn vist,
að fólk mun fremur kjósa Einar
Agústsson en Framsóknar-
flokkinn sem slikan á kosninga-
daginn.
Við þriðju talningu á laugar-
daginn fóru leikar svo, að
Kristján Benediktsson bætti við
sig hundrað atkvæðum. Fer
hann samkvæmt þvi að verða
með allra vinsælustu mönnum i
flokknum hér i borginni. Kristj-
an er vel að þessum vinsældum
kominn, enda traustur og hæg-
látur maður, sem vinnur flokki
sinum eins og hann getur. Þriðji
vinsælasti maður flokksins er
án efa Þórarinn Þórarinsson,
þótt hann fengi ekki nóg af at-
kvæðum til að komast i fyrsta
eða annað sætið. Það vann bara
enginn fyrir hann.
Franskir stjórnmálamenn
eiga sér gjarnan samastað á
hótelum. Og stjórnmálamenn
Framsóknarflokksins hafa
gjarnan farið að dæmi þeirra. t
einn tima kom Klúbburinn mik-
ið við sögu. En nú er Guð-
mundur G. Þórarinsson kominn
I baráttusætið. Hann var mikið
á móti Klúbbnum og þeim hópi,
sem þar stundaði átveislur og
drykkjur stórar. Samt virðist
Guðmunur gera sér grein fyrir
þvi að stjórnmálamaður i
Framsóknarflokknum verður
að hafa aðstöðu til að vökva
sálarblóm stuðningsmanna.
Hann hefur þvi tekið upp póli-
tiskt aðsetur á óðali, og er nú
eftir að sjá hvort það veitinga-
hús fær s éra fgreiös lur hjá
Afengisverslun rikisins.
Svarthöfði