Vísir - 31.01.1978, Blaðsíða 4
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Bílasalan
Höíðatúni 10
s.18881&18870
FORSTOFUSPEGLAR -
Svefnherbergisspeglar i Ijósum og dökkum við.
8 cyl, sjálfskiptur, svartur, útvarp, veltistýri
Verð 2,7 millj. Alls kyns skipti.
Ætlarðu að kaupa? Þarftu að selja? Viltu skipta?
Þá komdu til okkar. '
Höfum fjölda bifreiða fyrir skuldabréf.
ATH. Opið alla daga frá 9-8.
Benz 280 S
sjálfskiptur með vökvastýri og powerbremsum.
Rafdrifinn, topplúga, ný upptekin vél, ný dekk,
hvitur. Verð kr. 1900 þús.
Citroen Special árg. 71,
Blár, útvarp. Alls kyns skipti.Verð ca. 1 millj.
Cortina árg. 74 1600,
sjálfskiptur, blár, snjódekk, sumardekk, ekinn 52
þús. Verð kr. 1400 þús.
m ______
Þriðjudagur 31. janúar 1978. vism
Njósna-
hnettir
Sovéskir verkfræöingar viö stjórnborð tölvunnar, sem stýrir Cosmos-gervihnetti.
Sovétmenn hafa skot-
ið alls sextán njósna-
hnöttum á loft af þeirri
gerð, sem hrapaði til
jarðar i norðvestur auðn-
um Kanada i byrjun sið-
ustu viku. Allir hafa haft
það verkefni að fylgjast
með höfunum úr til-
tölulega litilli hæð eftir
þvi sem gerist með
gervihnetti, þar sem
þeir svifa á brautum
sinum umhverfis jörð-
ina.
Þeim fyrsta þessara kjarn-
orkudrifnu njósnahnatta, Cos-
mos-198, var skotið á loft 1967. Sá
siðasti, Cosmos-954, fór á loft 18.
september siðasta. Cosmos-954
brást, þegar eldflaugarhreyfill,
sem stýra átti honum inn á rétta
braut, bilaði. Vék hann út af réttri
stefnu á leið aftur til jarðar. Sú
skekkja leiddi til þess að hann
eyðilagðist á leiðinni i gegnum
gufuhvolfið og i brotlendingunni I
Kanada.
Þessir njósnahnettir hafa verið
yfirmönnum bandariska flotans
mikið áhyggjuefni. Þeir eru
gagngert sendir upp til höfuðs
stolti flotans, kjarnorkukafbátun-
um með Polaris- og Poseidonflug-
skeytunum.
í striðsleikjum hernaðarsér-
fræðinganna leggja þér sovéskuu
höfuðáherslu á að geta eyðilagt
strax i upphafi, ef strið brytist út,
þessa kjarnorkuknúnu kafbáta.
Tveir þriðju bandarisku kafbát-
anna (25-30) eru hafðir til taks i
einu. Bandarisku flotasérfræð-
ingunum hefur verið það ljóst, að
Sovétmenn hafa komið sér upp
njósnakerfi, sem miðar að þvi að
hafa uppi á kjarnorkuknúnum
kafbátum, fylgjast með þeim og
eyðileggja þá, ef til kæmi.
Útbúnaður kjarnorkukafbáta
Rússa af Viktorgerð og útbúnaður
flugmóðurskipsins Kiev (sem
aðallega heldur sig á Miðjarðar-
hafinu) þykir við það miðaður, að
fyljga eftir upplýsingum frá rad-
ar-gervihnöttunum og ráðast til
atlögu gegn bandarisku kafbát-
unum.
Þessi samvirki útbúnaður kann
að vera orðinn svo fullkominn, að
Sovétmönnum sé mögulegt að
staðsetja bandarisku kjarnorku-
kafbátana nokkurn veginn, þar
sem þeir eiga að leynast i djúp-
inu, eða að minnsta kosti af-
marka svæðið upp á nokkur
hundruð ferkilómetra. Regndrifa
af flugskeytum á svæðið sæi um
afganginn.
Bandarikin eiga 41 kjarnorku-
kafbát, sem skjóta langdrægum
flugskeytum. 1 þeim eru tveir
þriðju birgða kjarnorkuhlaðinna
flugskeyta USA, og vonlegt, að
flotasérfræðingunum standi
stugguraf þvi, að Sovétmenn hafi
hugsanlega ráb til þess að eyði-
leggja þessi mikilvægu vopn i
fyrstu atrennu striðsbyrjunar.
Til að byrja með var kviða
þeirra tekið með vantrú. Það
þótti með ólikindum, að Sovét-
menn hefðu til að bera þá tækni,
sem þyrfti til að útbúa njósna-
hnött með slfkan radar. Vandinn
væri of mikill vegna raforkuþarf-
ar sliks radarbúnaðar. En smám
saman hafa runnið tvær grimur á
menn, eftir þvi sem Rússar hafa
skotið fleiri slikum gervihnöttum
á loft.
Bandarikjamenn eiga ekki
njósnahnetti, sem jafnast á við
Cosmos-954. Eiga þó Rússar yfir
60 kafbáta, sem geta skotið lang-
drægum flugskeytum með
kjarnaoddum.