Vísir


Vísir - 31.01.1978, Qupperneq 6

Vísir - 31.01.1978, Qupperneq 6
6 Þriðjudagur 31. janúar 1978. VISIR fólk Sexburarnír fjöfurra óra David, Jason, Elizabeth, Emma, Grant og Nicolette eru einu lifandi sexburarnir í heimin- um. Það gengur að sjálfsögðu á ýmsu þegar haldið er upp á afmæli svona margra krakka i einu og bandarískt blað sendir þeim stóra tertu á hverjum afmælisdegi og segir síðan nákvæm- lega frá þvi hvernig dagurinn gengur fyrir sig. Þau urðu fjögurra ára fyrir stuttu og þá var þessi mynd m.a. tekin. Krakkarnir dafna vel, ekkert síður en önnur eðlileg f jögurra ára börn. 18ÁRAHJÓNABANDI COBURNS LOKIÐ Leikarinn frægi James Coburn (Járn- krossinn m.a.) er nú skilinn við eiginkonu sina, Beverly, eftir 18 ára hjónaband. Hefur skilnaðurinn vakið gífurlega athygli. Coburn skilur þó ekki konu sína eftir siyppa og snauða. Hún fær m.a. að halda húsinu sem er um þriggja milljóna dollara virði og byggt i austur- lenskum stíl. Coburn er nú 49 ára gamall og kveðst trúa á það að á sjö ára fresti eig/ sér stað mikil umskipti i lit- inu. ,,Þessum kafla er lokið", segir hann. „Mér vel upp, hvorki eiginmaður eða faðir. Ég held ég sé ekkert sér- lega heimilislegur i mér. „Hjónabandi mínu er lokið, en ég elska Beverly ennþá". Upp á síðkastið hefur leikarinn sést í fylgd ýmissa kvenna t.d. leikkonun- um Barböru Bach, fyrri eiginkonu Steve McQueen, Neile og söngkonunni Lynsey DePaul. Coburn kærir sig ekkert um að setjast að á neinum einum stað strax. „Ég ferðast um með fimm ferðatöskur en vil fækka þeim niður i eina." Fjölskyldan gengur fyrir## Þau gera það gott Paul McCartney og kona hans Linda. Bæði i músikinni og Linda í Ijósmyndun. Hún opnaði fyrir nokkru Ijósnriynda- sýningu í Los Angeles og sýnir þar meðal annars myndir af rokkstjörnum sem hún hefur kynnst svo sem Mick Jagger, Grace Slick, Pete. Townshend, Jimi Hendrix og David Bowie. Þar að auki sýnir hún f jölskyldumyndir og fleiri. Linda var reyndar ekki viðstödd opnunina. Hún var um kyrrt í London með manni sínum og börn- um. „Ég eyði mestu af mínum tíma með f jölskyldunni," segir hún. „Fjölskyldan gengur fyrir." Myndir hennar hafa selst mjög vel þrátt fyrir fjarveru Ijósmyndaransog meðal þeirra sem hafa keypt eru eiginkona Sylvester Sly Stallone sem heitir Sasha. Hún keypti reyndar mynd af Paul. Á meðfylgjandi mynd er Linda að árita eina af Ijósmyndum sínum með nokkrar í baksýn.______ Umsjón Eddo Andrésdóttir !• M 1« Ö • R • • n. / Gildir fyrir imövikudaginn febrúar. llrúturinn, 21. mars — 20. april: Ahrif stjarnanna á þig eru si- breytileg. Geröu einungis eins og til er ætlast af þér bæöi heima og heiman. Ung hjón ættu aö viröa foreldra sina. Tviburarnir, 22. niaí — 21. júni: Þú mátt búast viö tapi, en reyndu aö gera eitthvaö já- kvætt til aö bæta úr þvi. Krabbinn, 22. júní — 23. júlí: Þolinmæöi annarra gagnvart þér viröist á þrotum og kann aö koma þér á óvart og úr jafnvægi. Nautiö, 21. april — 21. maí: Þessi dagur gæti oröiö mikil þolraun fyrir siögæöi þitt og jafnvel viöhorf til lifsins. Foröastu aö vera smásmugu- legur. ál'Í Ljónift, i 24. júll 23. ágúst: Reyndu að vera ekki seinn fyrir 1 dag til að forðast vand- ræði. M eyjan. 24. ágúst — 23. sept: Þetta er ekki heppilegur dag- ur fyrir ástarsambönd sem virðast vera um það bil að leysast upp i dag. Vogin, 24. sept. — 23. nóv: Einhver æsingur gæti komið heimilislifinu eitthvað úr skorðum i dag. Drekinn, 24. okt. — 22. nóv.: Farðu varlega i umferðinni I dag og veldu leiðir binar ná- kvæmlega. liogmaðurinn, 23. nóv. — 21. des. Fjárhagurinn litur ekki sem best út, þú skalt ekki fjárfesta i neinum stórmálum i dag. En snilligáfa vinar þins bjargar samt öllu við á siðustu stundu. Steingeitin, 22. des. — 20. jan.: Þú þyrftir kannski að herða sultarólina örlitið. Vatnsberinn, “ 21. jan. — 19. feb.: Þér finnst þú vera eitthvað illa upplagður núna, en vertu ekki of harður við sjálfan þig. Fiskarnir, 20. feb. — 20. mars: Náinn vinur eða kunningi kemur þér úr jafnvægi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.