Vísir - 31.01.1978, Síða 23
23
VISIR Þriðjudagur 31. janúar 1978.
Leikir sem vort
eiga heima í bílskúr
Blaðinu hefur borist bréf frá
Sveini Einarssyni, þjóðleikhús-
stjóra, varðandi ummæli Krist-
jáns Jóhannssonar hér i Visi síö-
astliðinn þriðjudag. Bréf Sveins
fer hér á eftir:
„Mér þætti vænt um ef þér
kæmuð á framfæri eftirfarandi
fyrirspurn til ungs söngvara,
Kristjáns Jóhannssonar, en við
hann birtist viðtal i heiðruðu blaði
yðar i gær undir fyrirsögninni:
„Þú skalt þegja, en syngja þvi
meira”, sem mérskjlst einhver
kunnugur hafi sagt við hann.
Undirritaður hefur haft spurnir
af þessum unga söngvara og vitað
til þess hann væri i námi og þætti
óvenjuefnilegur. Er gott til þess
að vita að frumraun hans á söng-
sviði fyri norðan virðist bera þvi
vitni, að honum ætli að nýtast
nám sitt.
t viðtalinu eru eftirfarandi um-
mæli, sem undirrituðum þætti
eðlilegt, að hinn ungi söngvari út-
skýrði nánar: „óperur hafa veriö
vel sóttar, þegar til þeirra hefur
veriö stofnað hér heima, það vita
allir. En þvi miður viröist oft
þannig á málum haldið hjá Þjóð-
leikhúsinu, að þangað komi
stundum leikir, sem vart eiga
heima i bilskúr”.
Með þökk fyrir birtinguna
Sveinn Einarsson.
„Það liggja vissar ástæður til
þessara ummæla,” sagði Krist-
ján Jóhannssonar er við bárum
undir hann efni bréfsins. ,,Ég tel
hins vegar ekki ástæðu til þess að
fjölyrða frekar um þetta mál. Þið
megið aftur á móti geta þess að
ég tel Þjóðleikhúsið eigi að vera
virðulegasta menningarstofnun
landsins, og sem slikt ætti það að
sýna verk eftir þekkta og viður-
kennda meistara. Þjóðleikhúsið á
ekki að vera staður fyrir byrjend-
ur og minni spámenn.
Al
B Hft
B g
urtollar á Ijós
og sportvörum
9908-7153 hringdi:
Ég er mjög óanægður með toll
af sport- og ljósmyndavörum
hér á landi. Ég var I Vestur-
Þýskalandi fyrir stuttu. Þar
keypti ég mér nokkuð vandaða
35 mm ljósmyndavél. Vélin
kostaði 4000 kr. Hér kostar hún
vart undir 70.000 kr. út úr búð.
Nú um daginn ætlaöi ég að
kaupa eilifðarflass á vélina. Hér
kosta þau frá 8000 til 16.000 kr.
Úti gat maður keypt þau fyrir
svona 1.500 kr. Ekki tók svo
betra við þegar ég ætlaði aö fá
mér aðdráttarlinsu. Hún átti að
kosta 23.000 kr. en úti var verðið
1800 til 1900 kr.
Ja, ef þetta er ekki mafia þá
veit ég ekki hvað hægt er að
kalla mafiu.
Ég er einnig veiðiáhugamað-
ur og þess vegna kikti ég á verð-
lag á rifflum. Og þvilikur verð-
munur! Góðir 222 kalibera
riflar, framleiddir i Vestur-
Þýskalandi kosta um 6000 kr.
Það var svo annað eftir þessu,
hvort heldur það var verð á
skotum eða öðrum hlutum.
Bjór i hverri búð
Fyrst ég er byrjaður á þessu á
annað borð, þá má ég til með að
minnastá bjórinn. Þarna úti gat
maður labbað inn i nánast
hvaða verslun sem var og keypt
bjór eða vin. Sem dæmi um
verðlagið get ég nefnt að létt
koniak kostaði 400 kr. Hér
heima er maður aftur á móti
hreinlega neyddur til að drekka
þennan sterka fjanda. Þá væri
nú betra að geta fengið léttan og
hollan bjór. Ég sagði hollan, þvi
bjórinn er hollur og góður.
Nei, þetta er sko mafia i
verki.
vism á fuiui rm
Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að Visi. Siðumúla 8 P.O.Box 1426 101 Reykjavik SÍMI 86611
Nafn
Heimilisfang
Syeitaríél./Sýsla
Simi Nafn-nr.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 62. 64. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á
Þverholti 2, þingl. eign Dagblaðsins hf. fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík og Lifeyrissj.
verslunarmanna á eigninni sjálfri fimmtudag 2. febrúar
1978 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eignunum Birkilundur 75, 77, 78 og 79,
Mosfellshreppi, þingl. eign Guðrúnar A. Ellingsen, fer
fram á eignunum sjálfum föstudaginn 3. febr. 1978, kl. 4.00
e.h.
Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 67. 71. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðs-
íns 1977 á eigninni Byggöarholti 7, Mosfellshreppi, þingl.
eign Arna V. Atlasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt-
unnar i Reykjavík, á eigninni sjálfri föstudaginn 3. febr
1978 kl. 3.00 e.h.
Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 67. 71. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1977 á eigninni Akurholti 2, Mosfellshreppi, þingl. eign
Einars Friðberg Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar I Reykjavik, á eigninni sjálfri föstudag-
inn 3. febr. 1978 kl. 3.30 e.h.
Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta i Æsufelli 4, þingl. eign Amunda
Amundasonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag 2.
febrúar 1978 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 53. 57. og 61. tölublaði Lögbirtingablaös-
ins 1977 á eigninni Dvergholti 8, neðri hæö, Mosfellshreppi,
þingl. eign Helga Arnasonar, fer fram eftir kröfu Inn-
heimtu ríkissjóös, á eigninni sjálfri föstudaginn 3. febr.
1978 kl. 2.30 e.h.
Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 67. 71. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1977 á eigninni Dvergholt 8, efri hæð, Mosfellshreppi,
þingi.eign Arna Arnasonar fer fram eftir kröfu Innheimtu
rikissjóös, á eigninni sjálfri föstudaginn 3. febr. 1978 kl.
2.00 e.h.
Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
annaö og siðasta á Þingholtsstræti 5, þingl. eign isafoldar-
prentsmiðju hf. fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag 2.
febrúar 1978 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
t
Þökkum innilega auðsýnda vinsemd og
samúð við andlát og útför eiginkonu minn-
ar
SIGRÍÐAR MARÍUSDÓTTUR THORSTENSEN
f.h. vandamanna
Ekhardt Thorstensen