Vísir - 07.03.1978, Page 5

Vísir - 07.03.1978, Page 5
vism Þriöjudagur 7. mars 1978 5 UNGUR SPÆNSKUR HNEFALEIKAKAPPI LÉST EFTIR ROTHÖGG Tuttugu og þriggja ára gamall spænskur hnefaleikakappi, Juan Rubio Melero, beiö bana fyrir skömmu eftir að hafa verið sleginn í gólfið í keppni. Siðan þetta hörmungaratvik gerðist hafa enn einu sinni orðið deilur viða um heim um það hvort leyfa eigi hnefaleika og hvort breyta eigi reglum þeim sem keppt er eftir. Málið hefur t.d verið tekið upp i Danmörku, þar sem það hefur lengi verið blandið pólitik. Siðasti leikur Juan Rubio var aðeins áttundi leikur hans sem atvinnumanns. Ahorfendur að leiknum voru sem steini lostnir og bauluðu á dómarann og að- stoðarmann Juan Rubios, löngu áður en dauðahöggið kom, vegna þess beir stöðvuðuekki leikinn. Það var nefnilega aldrei vafi á þvi að Juan Rubio hafði hitt fyrir algjöran ofjarl sinn. 1 sjö- undu lotu var hann sleginn i gólfið og tók talningu upp að sex, en var leyft að halda áfram — og afleiðingin var óhugnan- legt rothögg nokkrum sekúnd- um siðar. Rubio lá i hringnum i 20 minútur áður en sjúkrabill kom á staðinn. Faðir Rubios var umboös- maður hnefaleikamanna i gamla daga. Fjölskyldan var fátæk og Juan Rubio átti tiu systkini. Tveir bræðra hans voru hnefaleikamenn að at- vinnu. Fjölskyldan vakti yfir hnefa- leikamanninum unga i fjóra sólarhringa meðan hann lá banaleguna. Hann komst aldrei Núverandi stjórn félags veggfóðrarameistara skipa þeir ólafur ólafsson, formaöur, Hans Þór Jensson, varaformaöur, Guöjón Jónsson, ritari, Steinþór Eyþórsson gjaldkeri og Kristján Steinar Kristjánsson, meöstjórnandi. Veggf óðrarameistarar fimmtugir Félag veggfóðrarameistara er fimmtiu ára um þessar mundir. Félagið er nokkurn veginn jafn- gamalt uppmælingarkerfinu, enda var það eitt fyrsta verk fé- lagsins að taka það upp. Munu veggfóðrarar vera fyrstu iðn- aðarmenn landsins sem tóku upp það launagreiðslukerfi og hafa þeir unnið eftir þvi siðan. Árið 1964 réðst félagið i að byggja hús yfir starfsemi sina og þar er skrifstofa félagsins opin fyrir meðlimi. Mikil þróun er i iðninni og stendur félagsstarf- semi með miklum blóma. —GA. Ef þú fœrð ekki Vísi með skilum Visir vill vekja athygli kaupenda sinna á þvi, aö tek- iö er viö kvörtunum vegna útburðar blaðsins i sima 86611 aila virka daga til klukkan 19.30 og til klukkan 15 á laugardögum. Eru þeir sem ekki fá blaðið meö skilum vinsamlegast beönir aö láta vita i sima VIsis og veröur þá reynt aö leysa vanda þeirra og senda þeim blaöiö sérstakiega. Bifreiðaeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum á- vallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. STILLING HF.“ 31340-82740. Juan Rubio Melero liggur meövitundarlaus I hringnum þótt augun séu opin. Fjórum dögum siöar lést hann á sjúkrahúsi. til meðvitundar og lést þriðju- daginn 21. febrúar siðast liðinn. 1 Danmörku hefur dauði Rubios vakið mikla athygli, ekki sist fyrir það að rétt fyrir jól var danski hnefaleikarinn Jörg Eipiel sleginn niður af frönskum mótherja i keppni um Evrópumeistaratitilinn. Eipiel var lengi meðvitundar- laus og það liðu sex vikur þar til gefið var leyfi til að flytja hann frá Paris. Ennþá er ekki vitað hvort hann nær nokkurn tima heilsu á ný. En öryggisreglur i hnefa- leikakeppni eru nokkuð mis- munandi eftir löndum. 1 Dan- mörku þykja þær nokkuð strangar og mun strangari en á Spáni. Ef leikur Rubios hefði t.d. verið haldinn i Danmörku en ekki á Spáni, þá hefðu veriötveir læknar við kaðlana og þeir hafa rétt til að stöðva leikinn telji þeir hættu vera á feröum. Á Spáni tók 20 minútur aö fá lækni á staðinn. Og það reyndist afdrifarikt. —GA 4 rki 'i i <: i H/ieSlÆTT l/ERÐ RUGGUSTOLAR fró Júgóslavíu Vörumarkaðurinn hf. Husgagnadeild Simi: 86112

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.