Vísir - 07.03.1978, Side 10
10
Þriðjudagur 7. mars 1978 VISIR
VÍSIR
útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundurG. Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn:
Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina
Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Útlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Pá11 Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8
sima r 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 á
mánuöi innanlands.
Verð i lausasölu
kr. »0 eintakið.
Prentun
Blaðaprent h/f.
Hundar og vísitala
Þau misheppnuðu verkföll sem forys+umenn Alþýðu-
sambandsins og Bandalags starfsmanna rikis og bæja
beittu sér fyrir í síðustu viku drógu fram mismunandi
viðhorf manna til lýðræðislegrar stjórnskipunar. Þessar
aðgerðir misheppnuðust ekki vegna óeiningar innan
launþegafélaganna um vísitölupólitíkina. Þær runnu út i
sandinn sakir þess að þorri allra launþega vildi fara að
lögum í kjarabaráttunni.
Frá þessu sjónarnhiði eru hin misheppnuðu og ólög-
mætu verkföll í síðustu viku um margt athygli verð.
Niðurstaðan varð sú að það reyndist ekki eins auðvelt og
ýmsir ætluðu að leggja á ráðin um upplausnarástand
með því að skipuleggja ólögmæt verkföll. Lýðræðiskerf-
ið byggir á því að engir hópar í þjóðfélaginu telji sig
hafna yf ir lögin og breyti í samræmi við það.
Það sem gerðist í síðustu viku var einfaldlega að hinn
almenni launþegi tók fram fyrir hendurnar á forystu-
mönnunum og lét ekki knýja sig til ólögmætra upp-
lausnaraðgerða. En þessi staðreynd varpar Ijósi á þá
miklu ábyrgð sem hvílir á forystumönnum í þjóðfélag-
inUíhvort heldur er á vettvangi stjórnmála eða vinnu-
markaði.
VÍNLAND UNDIR
SNJÓ
Veðurfræðingar f jölmiðlanna í New York spá
nú þriðja snjóstorminum á þessu ári. Tvisvar
hefur borgina og reyndar allt rlkið fennt þannig
að skólum hefur verið lokað, fólk ekki komist til
vinnu og þjónusta legið niðri í nokkra daga. Raf-
magn fór af hér á Long Island hjá 150 þúsund
íbúum og tók það nærri f imm daga að koma þvf á
aftur.
Fólk varð að flýja i hótel vegna
kulda og margir hafa látist af erf-
iði við snjómokstur. Hraðbrautir
og aðrir akvegir hafa teppst
vegna snjóa og erfitt hefur verið
að opna þessar leiðir aftur vegna
þúsunda falinna ökutækja sem
eigendur hafa yfirgefið viðs veg-
ar um rikið.
Hinn óbangni borgarstjóri, Ed
Koch, sagði Guð vera að reyna i
sér þolrifin, en að auki sendi karl-
inn Carter, sem situr á forseta-
stóli, flokksbróður sinum þjóð-
varðliða til að moka snjó.
Fært eða ekki fært
Þrátt fyrir borginmannlega
framkomu borgarstjórans er ill-
fært um öll ibúðarhverfi og allar
aðalsamgönguæðar seinfarnar.
Reynt hefur verið að aka sem
mestum snjó af götum á Man-
hattan, enda lamast viðskiptalifið
að öðrum kosti.
Fyrirmenn borgarinnar eru
ófeimnir við að segja fólki að all-
ar leiðir séu færar — á sama tima
og sjónvarpsfréttamenn sýna
svart á hvitu (reyndar i lit) að
raunin er þveröfug. Snjórinn hef-
ur kostað öll nærliggjandi riki,
sem og New York, ógrynni fjár,
en úreltur vélakostur hefur einnig
útheimt meiri mannafla til að
bjarga ibúunum út undir loft, en
loftið hér er annars allmengað.
Ýtt undir lauslæti?
Ótiðin hefur haft mjög þjakandi
áhrif á fólk hér og aðskilið hjón og
aðra ástvini þar sem fyrirvinnan
hefur ekki komist heim. Héfur
þetta ýtt undir vinstúkusetur og
jafnvel lauslæti.svo margur sem
heima biður á við ótta og van-
traust að striða. Enda hafa óæðri
fréttamiðlar verið ósparir á að
mata fólk á lágkúrulegu frétta-
rusli.
tslendingar sem hér búa hafa
ekki verið hrifnir af þessum fimb-
ulvetri. Sumir muna ekki annað
eins heiman frá Islandi siðan árið
1952 og jafnvel rakti einhver þetta
aftur til 1918.
Eitt er vist og það er, að húsin
hér eru ekki byggð fyrir svona
fárviðtri. Oliubrennarar og raf-
magnshitunartæki hafa eytt allri
(V
Hrafn Pálsson skrifar
frá New York
1 .“V
fáanlegri orku og hafa varma-
reikningar okkar verið i sam-
ræmi við það. Skyldi nokkrum
hafa dottið i hug, að fyrirtækin
hérna slægju Rafmagns- og hita-
veitu Reykjavikur við hvað hátt
verð snertir? Það er þó stað-
reynd, að minnsta kosti á þessum
vetri.
Sjónvarpið hefur verið einn
mesti bjargvættur manna hvað
snertir andlega heilsu. Það er
alltaf einhver stöð með eitthvað á
takteinum handa hverjum og ein-
um.
Hugurinn heima
Hvaða áhrif hefur þetta veður-
í sjálfu sér er tiltölulega auðvelt fyrir forystumenn í
stjórnmálum og ekki síður f yrir leiðtoga hagsmunasam-
taka að hefja sjálfa sig yfir lögin og knýja menn til
fylgis við aðgerðir sem brjóta í bága við lög. ( þessu Ijósi
er fróðlegt að skoða viðhorf leiðtoga stjórnmálaflokk-
anna til ólöglegra verkfallsaðgerða forystumanna ASl
og BSRB í siðustu viku.
Aðeins einn stjórnmálaf lokkur, Alþýðubandalagið,
studdi þessar aðgerðir óskorað og naut til þess stuðnings
formanns Alþýðuf lokksins. Leiðtogar stjórnarf lokkanna
og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, svo og for-
maður þingf lokks Alþýðuf lokksins,snerust á hinn bóginn
gegn öllum ólöglegum aðgerðum af þessu tagi þó að þá
hafi eðlilega greint á um visitölumálið sem var tilefni
aðgerðanna.
( þessu falli mátti virðingin fyrir lýðræðinu sín meira
en stjórnmálaágreiningur sem gera áútum í almennum
kosningum. Forystumenn fjögurra flokka í stjórn og
stjórnarandstöðu tóku þarna ábyrga afstöðu og treystu
með þvi innviði lýðræðisskipulagsins. í raun og veru er
hér fenginn mælikvarði á lýðræðisþroska einnar þjóðar.
Fram hefur komið í umræðum sem fylgt hafa í kjöl-
far aðgerðanna í síðustu viku, að f jölmörg önnur dæmi
megi f inna um að forystumenn í stjórnmálum haf i lög og
reglur stjórnvalda að engu. Á þetta hef ur verið bent til
þess að réttlæta forgöngu forystumanna AS( og BSRB
fyrir þessum ólöglegu aðgerðum.
í þessu sambandi hefur einkum verið vakin athygli á,
að einn af þingmönnum og borgarf ulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins hefur beitt sér fyrir því að brjóta á bak aftur
bann við hundahaldi í Reykjavík. Sannleikurinn er sá að
slíkar aðgerðir forystumanns í stjórnmálum eru af
nákvæmlega sama toga spunnar og þær tilraunir and-
stæðinga hans í pólitík að hafa að engu lög um vinnu-
stöðvanir.
í báðum tilvikum eru menn að hef ja sig yfir lögin og
hvetja aðra til hins sama i krafti valds síns. Vinnubrögð
af þessu tagi lýsa virðingarleysi gagnvart lýðræðis-
legum stjórnarháttum. Menn eiga einfaldlega að fara að
lögum, hvort heldur þau lúta að vinnustöðvunum eða
hundahaldi, og siðferðilegar skyldur þingmanna ættu
ekki að vera minni en annarra, hvar i flokki sem þeir
eru.
ffffvar er
1 tilefni af þeim hernaðarátök-
um sem oröiö hafa á landamær-
um Vietnam og Kambodju -aö
undanförnu hafa þeir félagar á
Visi, Óli Tynes og Svarthöföi,
kvartaö yfir aðgerðarleysi Viet-
namnefndarinnar sem lét öllum
illum látum gegn aðild Banda-
rikjanna að striðsátökum á þess-
um sömu slóðum fyrir nokkrum
árum. Hafa þeir m.a. spurt: Hvar
er Vietnamnefndin núna?
Þessari spurningu er auðsvar-
að: Hún er ekki til. En sem sið-
asta formanni nefndarinnar
rennur mér blóðið til skyldunnar
og vil þvi upplýsa þá félaga og
fleiri um örlög nefndarinnar.
Af Vietnamnefndinni er það að
segja að á fundi hennar i júni-
byrjun i fyrra var samþykkt að
.leggja hana niður i þeirri mynd
sem hún var, þ.e. fulltrúasamtök
ýmissa afla á vinstrivængnum. A
þessum sama fundi var hins veg-
ar gengið frá stofnun Baráttu-
hreyfingar gegn heimsvalda-
stefnu (BGH) sem hefur það á
stefnuskrá sinni að andæfa
heimsvaldastefnunni um allan
heim og upplýsa Islendinga um
eðli hennar og athafnir. Þessi
hreyfing starfar á grundvelli
starfshópa sem helga sér ákveðin
heimssvæði. Hafa þegar verið
stofnaðir tveir slikir hópar,
Afrikuhópur og Suður-Ameriku-
hópur. Þessi hreyfing gefur út
blaðið Samstöðu sem hefur komið
út fjórum sinnum.
Uppfinning kommanna?
En úr þvi þeir Óli og Svarthöfði
bera velferð þeirra þjóða sem
byggja Vietnam og Kambodiu svo
mjög fyrir brjósti núna og þar
sem ég held að þeir séu ofurseldir
takmörkuðum og einhliða frétta-
flutningi Reuter og AP og ann-
arra vestrænna fréttamiðla lang-
ar mig að fjalla nokkuð um þetta
landamærastrið.
Ef marka má fréttaflutning
Reuter & co. koma þessi átök öll-
um m j ög á óvart og eiga sér eng-
A
Þröstur Haraldsson
blaðamaöur skrifar i
tilefni af umræðum
um Vietnamnefndina
og Kambódiu hér i
blaðinu og segir: „Við
sem héldum uppi mál-
stað þjóðanna i
Indókína meðan þær
börðust við Bandaríkin
hljótum að hryggjast
vegna þessara átaka
bræðraþjóða, sem við
teljum að eigi miklu
fleira sameiginlegt en
ekki.
ar sögulegar forsendur. Liklega
er það uppfinning bölvaðra
kommanna að fara að karpa um
þessi landamæri. Þessar vesælu
þjóðir mega þvi sjálfum sér um
Viei
kenna að kalla þennan ófögnuð
yfir sig.
En það vill nú svo til að landa-
mæraerjur hafa tiðkast á þessum
slóðum frá þvi elstu menn muna
og miklu lengur sjálfsagt. Þegar
svo Frakkar komu til sögunnar
batnaði ástandið sist þvi þeir
stjórnuðu að góðum og gömlum
nýlendusið i krafti reglunnar um
að deila og drottna og ástunduðu
það það mjög að færa landamær-
in til og frá að eigin geðþótta.
Þannig gátu þeir haldið innfædd-
um uppteknum við landamæra-
þref meðan þeir fluttu afrakstur
jarðarinnar óáreittir úr landi.
Ein dæmisaga
En það var ekki ætlun min að
rita langa sögulega grein um
þessi mál. Ég vil hins vegar ti-
unda eitt dæmi um það hatur sem
rikt hefur milli þjóða Kambodju
og Vietnam og hvernig valdhafar
hafa notfært sér það.
Sihanúk prins segir frá þvi i
viðtalsbók sinni við blaðamann-
inn Wilfred Burchett — My War
with the CIA — að þegar Lon Nol
herforingi hrifsaði völdin i
Kambodju i sinar hendur árið
1970, með samþykki Bandarikja-
manna og að Sihanúk fjarstödd-
um, hafi hann séð þann kost
vænstan til að fylkja landsmönn-
um að baki sér að efna til gifur-
legra ofsókna gegn Vietnömum
sem búsettir voru i Kambodju. A
örfáum dögum voru þúsundir
Vietnama drepnar og blóðið rann
i lækjum um götur Pnom Penh.
En svo vildi til að þótt Sihanúk
væri erlendis þegar valdaránið
var gert þá sat móðir hans,
Kossamer drottning, i höll kon-
ungsfjölskyldunnar i Pnom Penh.
Lon Nol og klika hans átti i mikl-
um vandræðum með drottning-
una. Hún var ógnun við veldi
þeirra meðan hún sat i höllinni og
ekki gátu þeir drepið hana eða
beitt hana likamlegu ofbeldi þvi
hún naut virðingar meðal alþýðu
manna og hafði auk þess aflað sér
mikilla vinsælda með dugnaði við