Vísir - 07.03.1978, Page 12
Leif Mikkelsen, danski landsliösþjálfarinn I
handknattleik.
Danir réðu
Mikkelsen
framyfir OL
„Ég gct ekki annað en veriö ánægöur meö
þetta, þvi aö þaö var gengiö aö öllum minum
kröfuin,” sagöi danski landsliösþjálfarinn I
handknattieik, Leif Mikkelsen, eftir aö
samningar milli hans og danska handknatt-
leikssambandsins höföu verið undirritaöir á
dögunum.
Samningurinn tekur þegar gildi og
samningstiminn er fram yfir ólympíuieik-
ana i Moskvu 1980 en þar ætla Danir sér aö
standa sig heldur betur.
Laun Mikkelsen, sem voru 27 þúsund
danskar krónur á ári hækka upp i 50 þús., en
þaö eru nálægt tveimur milljónum islenskra
króna. Þar fyrir utan koma svo ýmis friöindi,
og ef Mikkelscn þarf aö vera frá atvinnu sinni
scin kennari, þá fær hann þaö að fullu greitt.
,,Nú fer ég að vinna að undirbúningi
æfingaáætlunar fyrir OL-leikana i Moskvu.
Aö sjálfsögðu hef ég ýmsar hugmyndir i
höföinu, aö þarf aðeins aö koma þeim á blaö.
0 gk—.
Sá yngsti
var bestur
Um helgina fór fram á ólafsfiröi,
„Kristinsmótiö” en þaö er keppni I skföa-
stökki, og er mótiö um leiö punktamót á veg-
um Skíöasambands islands.
i mótið áttu að mæta fimm Siglfiröingar,
en þeir komust ekki og voru þaö þvf cinungis
heimamenn sem kepptu.
Mesta athygli vakti sigurvegarinn I yngsta
flokknum sem keppt var i, en þaö var flokkur
13-14 ára.
Sigurvegari þar varð Haukur Hilmarsson
sem hlaut 231.1 stig og var þaö hæsta stiga-
tala sem einstaklingur fékk I keppninni.
liaukur atti einnig lengsta stökkiö I keppn-
inni sem var 37 metrar. Þarna er mikið efni á
íeröinni. 1 2. sæti varö Þorvaldur Jónsson
sem hlaut 184 stig.
1 flokki 15-16 ára sigraöi Halidór Guö-
mundsson sem hlaut 144.3 stig. 1 flokki 17-19
ára sigraöi Guömundur Garöarsson meö
207,6 stig og I flokki 20 ára og eldri sigraöi
Þorsteinn Þorvaldsson sem hlaut 210.8 stig.
•
Wrexham með
gott veganesti
„Sputnikliöiö'V iensku knattspyrnunni um
þessar mundir, Wrexham, sýndi margar af
betri hliðum sinum i gærkvöldi, er liöiö sigr-
aöi Tranmere I 3. deildarkeppninni meö sex
mörkum gegn einu.
Með þessum sigri tók liöiö forystu i 3. deild-
inni, en þessi stóri sigur er einnig gott vega-
nesti fyrir leikmenn liösins i leikinn gegn
Arscnalí ensku bikarkeppninni sem fram fer
á laugardaginn.
Menn eru ekki sammála um aö Arsenal
fari þar svo létt i gegn, þvi aö Wrexham hefur
aö undanförnu sýnt leik, sem hvaöa 1.
deildarliö gæti veriö stolt af.
FRJÁLS VERZLUN
EINA ÍSLENSKA VIÐSKIPTABLAÐIÐ
Frjáls verzlun fjallar mánaðarlega í föstum þáttum blaðsins um viðskipti
og athafnalif á landi og sjó.
Frjáls verzlun heimsækir mánaðarlega ýmsar byggðir landsins og
birtir frásagnir af þvi sem þar er að gerast og ræðir við forsvarsmenn i
viðskipta- og athafnalifi.
Frjáls verzlun birtir reglulega stjórnunarþátt þar sem kynnt eru
ýmis málefni sem geta komið stjórnendum að notum i starfi þeirra,
aukið afköst og auðveldað stjórnendum og starfsmönnum vinnuna.
Frjáls verzlun gefur út sérblöð um viðskiptalönd íslendinga og
birtir sérefni með upplýsingum um viðskipti Islendinga við aðrar
þjóðir. Greint er frá efnahag,stjórnmálum og ýmsum fleiri þátt-
um úr þjóðlifi þeirra.
Frjáls verzlun segir reglulega frá fyrirtækjum, framleiðslu-og
þjónustustarfi þeirra. Sagt frá merkum timamótum eða
nýjungum i starfi þessara aðila.
Frjáls verzlun birtir reglulega fjölda auglýsinga sem eru hag-
nýtar stjórnendum og vekur athygli á sérstöðu markaðsþátta
þar sem lesendum eru kynntar sérvörur.
FYLGIST MEÐ
OG LESIÐ
FRJÁLSA VERZLUN
Til Frjálsrar verzlunar, Armúla 18, pósthólf 1193.
Rvik. óska eftir áskrift.
Nafn
Heimilisfang
IÁSKR1FT ARSl M1 823001
IFRJALS VERZLUNl
Fyrir-
liðinn
flytur
sveit-
ina í
vor!
— Margreyndur landsliðsmaður í körfuknattleik segir skilið við borgarlifið og byrjar búskap i Skagafirði
Senn fer nú aö liöa aö lokum
heimsbikarkeppninnar á skiðum,
en þrátt fyrir það berjast kapp-
arnir enn af fullum krafti á loka-
sprettinum. Sviinn Ingimar Sten-
mark hefur þegar tryggt sér sig-
urinn I keppninni, en Bandarikja-
maðurinn Phil Mahre virðist
vera að tryggja sér 2. sætiö meö
góðum endaspretti.
En báöir þessir kappar urðu að
láta i minni pokann fyrir Andreas
Wenzel þegar keppt var i stór-
svigi i New Hampshire i Banda-
rikjunum i gær. Wenzel, sem er
frá Lichtenstein og bróðir Hanni
Wenzel sem hefur forustu i stiga
keppni kvenna i heimsbikar-
keppninni, sýndi mikið öryggi i
erfiðri brautinni og sigraði örugg-
lega.
Wenzel tók strax forustuna eftir
fyrri ferðina, en þá hafði hann
timann 1.25.54 min. en Stenmark
var i 2. sæti með 1.26.55 min. og
þriðji Phil Mahre á 1.27.00.
1 siðari ferðinni fór Mahre hins-'
vegar á bestum tima, en það
nægði honum ekki til að vinna upp
<*
Draumur forráðamanna Celtic
um að halda aðdáendum liösins
ánægðum með keppnistimabiliö,
með þvi að standa sig vel i báöum
bikarkeppnunum i Skotlandi,
varð að engu i gærkvöldi.
Þá var Celtic — liðið sem sigr-
aði bæði i deildarkeppninni og
bikarkeppninni i fyrra — slegið út
úr bikarkeppninni af Kilmarnock,
sem leikur i 1. deild, eða einni
deild neðar en Celtic.
Þetta var siðari leikur liðanna i
4. umferð og fór hann fram á
heimavelli Kilmarnock. Fyrri
leik liðanna i keppninni lauk með
jafntefli 1:1 og urðu þvi liðin að
mætast aftur.
Sigur Kilmarnock var ekki stór
i mörkum — aðeins 1:0 — og var
....Ja, nú erum viö bræöurnir hissa”. — ÍR-ingarnir Kristinn Jörundsson og Jón bróöir hans eru al-
deilis furðu lostnir yfir þvi hvað Höröur Tulinius hefur dæmt og láta þaö óspart I ljós. Þeir bræöur
veröa I svlðsljósinu á næstunni, þvi aö ÍR á aö mæta KR i 8-liöa úrslitum bikarkeppni KKÍ, eöa „leyni-
mótinu” eins og menn kalla keppnina.
Visismynd Einac
forskot Wenzel sem keyrði braut-
ina þá af öryggi.
En röð efstu manna i stórsvig-
inu i gær varð þessi:
Andreas Wenzel Lichtenst. 2.52.22
PhilMahreUSA 2.53.02.
Ingimar Stenmark Sviþj. 2.53.38
Heini Hemmi Sviss 2.54.82
Gustavo Thöni Italiu 2.55.08
Andreas Wenzel var að vonum
ánægður með sigur sinii i gær og
sagði að keppninni lokinni: „Mér
hefur satt best að segja ekki liðið
vel siðan ég kom hingað. Ég hef
verið með kvef sem ég fæ alltaf
þegar ég kem til Bandarikjanna.
En eftir sigurinn i dag liður mér
betur en nokkru sinni”.
Litum þá á stöðu efstu manna I
heimsbikarkeppninni:
Ingimar Stenmark, Sviþjóð 150
Phil Mahre, USA 116
Klaus Heidegger, Austurr. 95
Andreas Wenzel, Lichtenst. 95
Herbert Plank, Italiu 70
Josef Walcher, Austurr. 65
Piero Gros, ítaliu 60
HeiniHemmi, Sviss 60
Mauro Bernardi, ítaliu 54
Franz Klammer, Austurr. 51
STENMARK ER BESTUR
Sviinn Ingimar Stenmark er án alls efa besti skíðamaður heims i
Alpagreinum, um það munu menn örugglega vera sammála. Hann
hefur unnið stigakeppni heimsbikarkeppninnar undanfarin ár, og
nú hefur hann þegar tryggt sér sigurinn, þótt keppninni sé ekki lok-
ið. Myndin er tekin af Stenmark i heimsbikarkeppninni fyrir stuttu.
Bikarleikur
í Firðinum
Einn stórleikur verður háður i
Bikarkeppni HSt i kvöld, og fer
hann fram i iþróttahúsinu i
Hafnarfirði og hefst kl. 20.30.
Liðin sem eigast viö i kvöld eru
FH og ÍR, og- má búast viö fjör-
ugri viðureign.
Þórarinn ótti
efsta sœtið!
t frásögn okkar af tslandsmót-
inu í júdó, sem var I blaðinu i gær,
varð linubrengl við upptalningu á
sigurvegurunum I einstökum
flokkum.
Var það i úrslitum i léttasta
flokki mótsins. Þar var Rúnar
Guðjónsson JFR settur i efsta
sætið en Þórarinn Ólafsson
UMFK I 2. sætiö.
Þarna átti Þórarinn að vera
fyrir ofan Rúnar, enda varö hann
i 1. sæti og þar með tslandsmeist-
ari i þessum flokki.
Sólheimar í Blönduhlíð í Skagafirði. Þangað flytja þau í vor Kári Marisson og
Kartrin Axelsdóttir.
Það er ekki á hverjum degi
sem ungt fólk, sem er fætt og
uppalið I Reykjavik, tekur sig
upp og flytur upp i sveit og
hefur þar búskap. Það ætla þau
þó að gera i vor Kári Marisson
og Katrin Axelsdóttir, en Kári
er kunnur sem fyrirliði Njarð-
vikurliösins I körfuknattleik og
hefur um árabil verið fastur
maður i landsliöi islands. Kat-
rin lék lengi vel handknattleik
með Armanni og lék 4 UL-
landsleiki. — Undanfarin ár
hafa þau búið i Njarövik þar
sem Kári hefur starfað sem
kennari við barna- og gagn-
fræöaskólann, en i vor á sem-
sagt að breyta til.
„Við flytjum norður I Skaga-
fjörö um mánaðamótin
mai/júni, en þar höfum við
keypt jörðina Sólheima i
Blönduhlið. Við höfum farið
þangaö tvivegis i vetur, en húsiö
er kynt, þannig að það liggur
ekki undir skcmmdum. Síöan er
meiningin aö reyna aö nota
páskafriið til að flytja aö mestu
leyti en alfarin förum við þegar
skólanum lýkur I vor.
Viö keyptum jöröina meö
beim húsum sem þar eru, en
engarskepnur. Ég ætla síðan aö
heyja I sumar en reiknameðað
selja það hey næsta haust. Þaö
er svo dýrt aö koma þessu af
stað, að ég reikna ekki meö aö
við kaupum neinar skepnur
strax. Þær koma siöar.”
Þau Kári og Katrin eru bæöi
fædd og uppalin i Reykjavik
sem fyrr sagöi, og við spurðum
Kára hvað heföi fyrst og fremst
valdið þvi að þau tóku þessa
ákvörðun.
„Við höfum bæöi veriö mikiö I
sveit og vitum þvi vel hvaö viö
erum að fara út I. Ég hef t.d.
ávallt verið i sveit á sumrin þar
til s.l. sumar, þannig aö þetta er
ríkt I manni.
Já, maöur segir alveg skiliö
við körfuboltann þótt hann sé
stundaður á Sauðárkróki. Það
er ákvörðun sem varð aö taka,
og i framtiöinni lætur maöur sér
nægja aö „trimma heima” á
ýmsan hátt. Annars veröur
örugglega ekki mikill timi fyrir
skemmtanir, þetta verður mikii
vinna hjá okkur.”
— Kári, sem á 30 landsleiki aö
baki i körfuknattleik, sagðist
stefna að þvi aö bæta nokkrum
leikjum viö á Norðurlandamót-
inu sem fer,.fram hér á iandi i
april. „Þaðgæti verið gaman að
ljúka ferlinum þannig,” sagði
hann. Þá stefnir Kári nú ásamt
félögum sinum iUMFN á fyrsta
íslandsmeistaratitilinn, og væri
það ckki svo „slorlcgur” endir á
ferli þessa skemmtilcga leik-
manns ef honum tækist að verða
íslandsmeistari I fyrsta sinn.
gk-.
markið skorað i sfðari hálfleik af
McDicken. Kilmarnock leikur þvi
gegn Rangers i 8-liða úrslitum
keppninnar n.k. laugardag.
Úrslit þessa leiks eru mikið á-
fall fyrir Celtic, sem sigraði i
þessari keppni i fyrra — lék þá
gegn Rangers i úrslitum og vann
1:0 Líðið er nú i fallhættu i
deildarkeppninni,. en á aftur á
móti möguleika á sigri i deildar-
bikarkeppninni, þar sem það
mætir Rangers i úrslitaleiknum á
Hampden Park annan laugardag.
Það er siðasti möguleiki þessa
fræga félags að hljóta einhvern
titil i ár, en án titils hefur Celtic
ekki lokið neinu keppnistimabili i
Skotlandi i áraraðir.
—klp—
„þeim
Einn leikur fór fram i Bikar-
keppni KKf i gærkvöldi, en þetta
mót virðist vera hiö mesta
„leynimót” einhverra hluta
vegna.
Leikurinn i gær var i 16 liða úr-
slitunum, og þá sigraði KR lið
Breiðabliks með 91:70 eftir mikla
og harða baráttu i afar slökum
leik. — t kvennaflokki léku ÍS og
1R og sigraði lið ÍS.
Þótt forráðamenn KKI hafi
kosið að hafa bikarkeppnina i ár
stóru"
sem „leynimót” þá höfum við
fregnað að liðin sem mætast i 8-
liða úrslitum séu KR-IR, Valur-
Þór, UMFN-Fram og ÍS-Armann.
Firmakeppni
hjá Fram
Knattspyrnudeild Fram gengst
fyrir firmakeppni i knattspyrnu á
næstunni I tilefni 70 ára afmælis
félagsins sem er á þessu ári.
Keppnin hefst um næstu helgi,
en annað kvöid verður dregið i
riöla i keppnina. Þeir sem hafa
áhuga á að skrá fyrirtæki i keppn-
ina geta haft samband við Svein
Sveinsson í sima 85784 fyrir annað
kvöld.
Celtic út í
kuldann
„Líður betur en
nokkru sinni"!
— sagði Andreas Wenzel frá Lichtenstein, er hann hafði
sigrað i stórsvigi heimsbikarkeppninnarí New Hampshire í gœr
Blikarnir stóðu í