Vísir - 16.03.1978, Side 23

Vísir - 16.03.1978, Side 23
visra Fimmtudagur 16. mars 1978 Framsóknarflokkurinn: Nokkrir af fulltrúum á þinginu en þaö var mjög fjölmennt.eitthvaö á fimmta hundrað fulltrúar. Vísismynd BP Framkvœmdastjórn og blað- stjórn Tímans endurkjörnar — vilja lœkka vexti- efla jöfnunarsjóði- hallalausan ríkisbúskop Framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins og blaöstjórn timans voru endurkjörnar á fundi miðstjórnar Framsókn- arflokksins i gær. Ólafur Jóhannesson var end- urkjörinn formaður flokksins og Einar Agústsson varaformað- ur. Steingrimur Hermannsson var endurkjörinn ritari og Tóm- as Árnason gjaldkeri. Þeir eru sjálfkjörnir i Framkvæmda- stjórn ásamt formanni SUF Magnúsi Ólafssyni. Aðrir i framkvæmdastjórn eru Egg- ert Jóhannesson, Erlendur Ein- arsson, Eysteinn Jónsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Hákon Sigurgrimsson, Helgi Bergs, Jónas Jónsson, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Þórarinn Þórarinsson. I blaösstjórn Timans voru endurkjörnir: Einar Agústsson, Eysteinn Jónsson, Erlendur Einarsson, Jón Kjartansson, Magnús Bjarnfreðsson, Ólafur Jóhannesson, Pétur Einarsson, Steingrimur Hermannsson, Gerður Steinþórsdóttir. Blað- stjórnin kýs sér sjálf formann og jafnframt ræður blaðstjórn in framkvæmdastjóraTimans. Flokksþingi Framsóknar- flokksins lauk á þriðjudags- kvöld og voru afgreiddar frá þvi ályktanir ummargvisleg mál- efni. Stærstu ályktanirnar voru almenn stjórnmálaályktun og ályktun um efnahagsmál. Tvö núll aftan af krónunni. 1 stjórnmálaályktun flokksins segir að Framáóknarflokkurinn tekji það meginverkefni næstu rikisstjórnar að ráðast gegn verðbólgunni. Þar er lögð sér- stök áhersla á að stefnan i efna hagsmálum verði samraémd og ákvarðanir á sviði efnahags- mála taki fullt tillit til afkomu þjóðarbúsins. Atvinnuvegunum verði tryggt eðlilegt rekstararfé með viðráð- anlegum kjörum. Samhliða breyttri efnahagsstefnu verði Ólafur Jóhannesson I ræðustól á 17. flokksþingi Framsóknarflokks- ins. Visismynd BP. vextir lækkaðir en jafnframt tekið tillit til hagsmuna spari- fjáreigenda. Jöfnunarsjóðir verði stórefld- ir. Auka ber áhrif rikisvaldsins ástjórn þeirra til að tryggja að lagt verði i sjóðina þegar mark- aðsverð er hagstætt og aflahorf- ur góðar. Tryggður veröi hallalaus rekstur rikissjóðs og eftirlit aukið með útgjöldum rikis- sjóðs. Þá er lögð áhersla á að hægt verði á fjárfestingum um sinn, jafnt á vegum hins opinbera sem einkaaðila. Stjórn fjárfest- ingar eigi fyrst og fremst að beinast að þvi að auka fram- leiðslu og framleiðni atvinnu- veganna. Gildandi visitölukerfi verði endurskoðað Þannig að verðbæt ur miðist fyrst og fremst við af- komu þjóðarbúsins. Ollum landsmönnum veröi þó tryggð lágmarkslaun er nægi til fram- færslu. Samhliða breyttri efnahags- stefnu verði gildi krónunnar breyttþannig að ein króna svari til hundrað króna i dag. Lagður verði sérstakur verð- bólguskattur og skattur á sölu- hagnað til að jafna eignaskipt- inguna i þjóðfélaginu. Þá segir i stjórnmálaályktun- inni að f lokksþingið telji að ekki beri að veita öðrum þjóðum heimildir til fiskveiða innan fiskveiðilögsögunnar á meðan við getum einir fullnýtt fiski- miðin. Varnarliðiö hverfi úr landi Flokksþingið áréttar fyrri stefnu i öryggis- og varnarmál- um. Að óbreyttum aðstæðum verði Islendingar áfram aðilar að varnarsamtökum vestrænna þjóða. Hins vegar er minnt á þann fyrirvara að á Islandi verði ekki her á friðartimum og að það sé algerlega á valdi Islendinga hvenær hér væri er- lendur her. Samkvæmt þessu vill Framsóknarflokkurinn vinna að þvi að varnarliðið hverfi úr landi, segir i stjórn- málaályktuninni. Ennfremur visar flokksþingið á bug hvers konar hugmyndum um að Is- lendingar geri dvöl varnarliðs- ins að féþúfu. -KS. Buick Sport Wagon árgerð 1969. Hvítur með viðarklæðningu — rauður innan. Vél V8 350 cub — keyrður 57.885 milur. Sjálfskiptur — 3 speed kassi. Power-stýri. Po wer-bremsur. Power-rúður i öllum hurðum (5 st). Ballansstöng framan og aftan. Loffc-demparar að aftan (nýir). Krómfelgur — Buick Sport,7 tommu breiðar —5 st. Ný dekk,bestu gerð,Radial 5 st. Dráttarbeisli að aftan. Tvöfalt pústkerfi — fremri rör og kútar nýtt. Sólrúður i þaki — 3 st. Toppgrind. Útvarp — fram-og afturhátalarar. Segulband — Stereoband — Buick Special. Nýjar bremsur i öllum hjólum. Nýir demparar framan og aftan. Viðarklæðning á hliðum. Nýr bensintankur og mælir i tank. Afturhurð opnast á tvo vegu. Bfll allur sem nýr — I algjörum sérflokki. Verð — tilboð. & iy|; UM FERÐASTYRK TIL RITHÖFUNDAR t fjárlögum fyrir árið 1978 er 100 þús. kr. fjárveiting handa rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rithöf- undasjóðs islands, Skólavörðustig 12, fyrir 20. april 1978. Umsóknum skulu fylgja greinargerðir um, hvernig um- sækjendur hyggjast verja styrknum. Reykjavik, 14, mars 1978. Rithöfundasjóður tslands. Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkröfu Altikabúðin Hverfisgötu 72. S. 22677 r Texos Inskuments tölvu -ÚR sýna: Klst. AAín. Sek. AAán. Dag. Texas gerði rafeindatímavörslu að veruleika 1958, með tilkomu dvergrása og hef ur síðan verið leiðandi af I í þróun nútíma tímatöku. Texas kvars-kristal-úr- in eru hátækni-þróuð gæðavara, sem stenst saman- burð við önnur úr í nákvæmni, áreiðanleika og út- liti, og verðið er ótrúlega hagstætt. Texas er fram- tíðarúrið í dag. Lítið inn og skoðið úrvalið. y 3 W

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.