Vísir - 12.05.1978, Page 7

Vísir - 12.05.1978, Page 7
KINVERJAR BERA RÚSS- UM Á BRÝN ÁRÁS YFIR USSURI-Á Almenningi i Kina var i dag sagt, að rússneskur herflokkur hefði farið yfir landamæri rikj- anna fyrir þrem dögum og ráð- ist á kinverska ibúa landa- mærahéraða. Frá Moskvu hefur ekkert heyrst um málið. Erlendir sendifulltrúar i Pek- ing undrast þögn Sovétmanna, sem ekkihafa svarað ásökunum Kinverja einu orði þennan sólarhring, siðan þær fyrst voru bornar fram. Ifrétt, sem lesin var i Peking- útvarpinu —ekki sem aðalfrétt, þvi að það var frásögn af heim- komu Hua Kuo-fengs, for- manns, frá N-Kóreu, — var sagt, að sovésk herþyrla og átján sovéskir bátar hefðu farið með 30 hermenn yfir Ussuri-ána og inn á kinverskt landssvæði. Ussuri-áin markar landamæri rikjanna i Heilungkianghérað- inu. 15. mars 1969 kom til harðra átaka sovéskra og kínverskra hermanna á bökkum Ussuriár- innar og féllu nokkrir úr liði beggja. Að þessu sinni segja Kinverjar að innrás rússneska herflokksins hafi verið gerð i Yueyapoao, sem er nokkru sunnar en landamæraátökin urðu 1969. FréttaskýrenduriPeking áttu bágt með að trúa þvi, að Rússar hefðu efnt til vandræða við landamærin einmitt núna með- an standa yfir samningaviðræð- ur þeirra við Kinverja um lausn landamæradeilu rikjanna. Leonid Ilyichev, aðstoðarutan- rikisráðherra Sovétrikjanna, kom til Peking 26. april, til þess að taka aftur upp þráð samning- anna, þar sem frá var horfið fyrir rúmu ári. Fundir hófust 4. maí. IfréttKínverjanna er sagt, að átökin hafi átt sér stað 9. mai. Fundu eitt hreiður Rauðu herdeildarinnar Guilio Andreotti, forsætisráð- herra italiu, tekur sjálfur við innanrfkisráðherraembættinu af Cossiga og þar með við yfirstjórn itölsku lögreglunnar, sem leitar nú dyrum og dyngjum að moröingjum Aldos Moros. Francesco Cossiga vék úr emb- ættinu til þess að taka á sig ábyrgðina á vanmætti lögregl- unnar til að hafa uppi á ræningj- um Moros eða bjarga honum úr klóm Rauðu herdeildarinnar. Á meðan hafa hryðjuverka- menn á Italiu aukið aðgerðir sin- ar i þágu „öreiganna”, og á sið- ustu tveim dögum tvivegis ráðist á yfirmenn stórfyrirtækja. I gær var einn af aðstoöarbankastjór- um banka eins i Milanó skotinn i fæturna. 1 fyrradag særðu þeir framkvæmdastjóra rikisverk- smiðju. Lögreglan telur sig nú hafa fundið fylgsni Rauðu herdeildar- innar i Torino og aðalstöðvar, greinilegt var þó, að hryðju- verkamennirnir voru fluttir þaö- an. 62% Frakka ónœgð með d'Estaing Frakkar bera meira traust til forseta sins, Valery Giscard d ’Estaings, en þeir hafa nokkru sinni gert fyrr þessi fjögur ár embættistima hans. í skoðanakönnun, sem Sofres-stofnunin gerði fyrir eitt frönsku blaöanna, bentu niðurstöður til þess, að 62% Frakka væru ánægðir með forseta sinn. Á þessum tíma i fyrra voru þaðekki nema 41%. 15% þeirra, sem spurðir voru, létu i ljós vonir um, aö d ’Estaing gæfi kost á sér til endurkjörs þegar kjörtimabil hans rennur út 1981. Yfirbuguðu flugrœningja Lögregla eyjarinnar Curacao réðist um borð i kólombiska far- þegaþotu, sem rænt var i gær- kvöidi og neydd til þess að lenda á eyjunni. Tveir ræningjanna særðust og • • ÞINGIÐ LEGGST EKKI GEGN SOLU Á HERÞOTUM TIL SAUDI-ARABÍU tveir lögreglumenn, en enginn alvarlega. Engan sakaði af 5 manna áhöfn vélarinnar, sem var um borð, enfarþegunum 119 hafði veriðsleppt úr vélinni, þegar lög- reglan gerði áhlaupið. Flugræningjarnir þrir höfðu tekið stjórn vélarinnar i sinar hendur, þegar hún var i. innan- landsflugi. Þeir kröfðust 60.000 dollara lausnargjalds og var för- inni heitið til hollensku eyjarinn- ar Aruba i' Karibahafi. Dauðaslysum fœkkar iJapan Dauöaslysum í umferðinni i Japan fækkaði i fyrra niður i 8.945 tilfelli, sem er lægsta dánartala umferðarinnar þar i landi siðan 1959. Eru þetta nær helmingi færri dauöaslys, en metáriö 1970. — Embætti for- sætisráðuneytisins segir i til- kynningu sinni, að þetta megi þakka auknu lögreglueftirliti i umferðinni og betri vcgum. Carter forseti er nú sannfærður um, að Bandarikja þing muni samþykkja áætlun hans um að selja ísrael, Egyptalandi og Saudi-Arabiu herþotur. Utanrikisnefnd öldunga- deildarinnar greiddi i gær at- kvæði um tillögu, sem fól i sér að fella áætlun Carters og herþotu- söluna. Féll tillagan á jöfnum at- kvæðum, 8 gegn 8. Þeir, sem gerst þekkja til þingsins, telja vist, að öldunga- deildin muni samþykkja söluna, og þar með hefur Carter komið málinu i höfn, þvi að meirihluta þurfti i báðum þingdeildum til þessað ógilda þessa áætlun hans. TRUDEAU HÆTTUR VIÐ KOSNINGAR Pierre Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, glimir nú við þann vanda að stöðva fylgishrun Frjálslynda flokksins og rikis- stjórnar hans, eftir að hann féll frá þeirri ætlun sinni að efna til þingkosninga i júli. Flestir höfðu búist við þvi, að Trudeau mundi efna til kosninga I sumar, og hafa menn siðustu vikurnar átt von á þvi, hvenær sem skyldi, að hann tilkynnti kosningadaginn. Sjálfur hafði Trudeau með ferðalögum um hin ýmsu riki Kanada, sem báru með sér kosningakeim, látið á sér finna, að hann byggi sig undir kosningar, sem yrðu á næstunni. En í gærkvöldi batt Trudeau enda á þessar vangaveltur, þegar hann kunngerði þinginu, að kosn- ingar væru ekki á næsta leiti. I siðustu viku höfðu skoðana- kannanir gefið til kynna, að fylgi kjósenda hefði óvænt snúist gegn frjálslyndum. Niðurstöður sýndu að jafnmargir studdu nú Frjáls- lynda- sem íhaldsflokkinn i stjórnarandstöðunni. Trudeau sagði ekki, hvenær mundi boðað til kosninga, en benti þingmönnum einungis á, aö kjörtimabil hans rennur ekki út fyrr en i júli á næsta ári. A blaðamannafundi siðar bar hann á móti þvi, að hinar óhag- stæðu niðurstöður skoðana- könnunarinnar hefðu einar ráðið þessari ákvörðun hans. Babv ^awder Baby \>otion SAVLON S? SAVLON > Baby Cane Babv Cream ^jppyHaST- tip‘i • v ' Fœst um allt land. ltTTrWw Heildsölubirgðir:

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.