Vísir - 12.05.1978, Page 10

Vísir - 12.05.1978, Page 10
10 Föstudagur 12. mal 1978. VISIR VISIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. \ • ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfullfhji: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsíngar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jlitstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Opnunorleikur í þrótefli Geir Hallgrímsson forsætisráðherra opnaði nýja leið út úr i þráteflinu í kjaramálunum í ræðu sinni á aðal- fundi Vinnuveitendasambandsins fyrr í vikunni. Þessi leikur ráðherrans kemur óneitanlega svolítið á óvart í stöðunni og á þessu stigi er erfitt að sjá til hvers hann leiðir. Kjarninn í þessum nýja boðskap forsætisráðherra er sá, að hann segist ekki vera andvígur því að aðilar vinnu- markaðarins semji um annað form láglaunabóta en í gildi er samkvæmt lögum. Með þessu hef ur ríkisstjórnin lýst vilja sínum til þess að breyta verðbótaskerðingar- lögunum f rá því í f ebrúar að því er varðar lægstu launin. Nú er eftir að sjá, hvort aðilar vinnumarkaðarins eru reiðubúnir til þess að fara inn á þá leið, sem forsætis- ráðherra hefur opnað. Viðbrögðin hafa fremur verið þögn en andstaða. Vinnuveitendur hafa ekki sagt eitt auka tekið orð, en fulltrúar launþega ítrekað að verð- bæturnar verði að miða við dagvinnutekjur en ekki heildartekjur. Ljóst er því að opnunarleikur forsætisráðherra hefur ekki leyst vandamálið í einu vetfangi. En viðbrögðin gefa eigi að síður ótviræða vísbendingu um að aðilar vinnumarkaðarins séu reiðubúnir til þess að ná sam- komulagi. Fram til ræðu forsætisráðherra nú í vikunni hafa öll sund verið lokuð í þeim efnum. En þessi opnunarleikur býður ýmsum hættum heim. Með efnahagsráðstöf unum sínum í febrúar gekk ríkis- stjórnin mjög skammt. Þar var um að ræða hreinar bráðabirgðaráðstafanir, sem gera ekki öllu meira en að hafa áhrif f ram yf ir kosningar. En aðalatriðið er að þær miðuðu að því að stemma stigu við víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags. Nýir samningar gætu augljóslega leitt til þess að þessi veika verðbólgufyrirstaða brysti með öllu. Þá yrði opnunarleikurinn afleikur. Forsætisráðherra hefur að vísu sagt, að rikisstjórnin muni undir engum kringum- stæðum breyta verðbótaskerðingarlögunum þannig að þau næðu ekki upphaflegum tilgangi sínum. Sannleikurinn er sá, að allar ef nahagslegar ráðstafan- ir verður að miða við það að draga úr verðbólgunni, hvort sem þær lúta að launamálum, f járfestingu, ríkis- f jármálum eða peningamálum. Þetta hefur tekist mjög misjafnlega á undanförnumárum. Hafi um tíma tekist að fylgja fram aðhaldsaðgerðum á einu sviði hefur það mistekist á öðrum. Nú er nóg komið af svo góðu. Þegar verðbætur voru minnkaðar um helming í febrú- ar var þó við það miðað, að skerðingin yrði ekki svo mikil á lægstu launum.Opnunarleikur forsætisráðherra sýnist fyrst og fremst vera við það miðaður að rýmka þau mörk, sem nú gilda varðandi lægstu laun. Og þá kemur eðlilega upp ágreiningur um það, hvort miða á við dag- vinnulaun eða heildartekjur. Snorri Jónsson varaforseti Alþýðusambandsins hefur sagt í viðtali við Vfsi, að verkalýðshreyf ingin haldi enn fram kröfu sinni um f ullar verðbætur, en sú krafa sé þó ekki sett frám til þess að loka öllum viðræðum. Þessi yfirlýsing Snorra Jónssonar er mjög mikilvæg. Hún er vísir að lausn án átaka og frekari verðbólgu. Verkfallsaðgerðir eru oftast nær pólitískar í eðli sínu, ekki síst þegar kosningar standa fyrir dyrum. Það er barnaskaparblekking, þegar stjórnmálaflokkarnir halda öðru fram. Stundum hagnast stjórnarandstaðan á pólitískum verkföllum og stundum ekki. En eins og sakir standa hef ur þrátef lið á vinnumarkaðnum kosningalega séð fremur styrkt ríkisstjórnina, sem til skamms tíma hefur þó varist í vök. Sú pólitiska aðstaða ætti að auð- velda lausn þrátefIisins í framhaldi af opnunarleik for- sætisráðherrans. Kosningasjá Vísis A Neskaupstaö eru nú aðeins þrír listar i framboði i bæjar- stjórnarkosningunum, en þeir voru fimm i slöustu kosningum. Þeir, sem nú bjóöa fram, eru Alþýðubandalagiö, sem hefur haft meirihiuta I bæjarstjórn- inni i fjöldamörg kjörtimabil, Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn. Viö kosningarnar nú mun athyglin fyrst og fremst beinast að þvi, hvort Aiþýöubandaiag- inu tekst enn aö halda meirihluta sinum. Úrslitin 1974 Úrslitin i bæjarstjórnarkosn- ingunum 1974 voru annars sem hér segir: B-listi Framsóknarflokksins fékk 159 atkvæöi og einn bæjar- fulltrúa kjörinn, Hauk ólafsson, verslunarmann. D-listi Sjálfstæöisflokksins fékk 168 atkvæöi og tvo menn kjörna, Reyni Zoega, gjaldkera, og Gylfa Gunnarsson, framkvæmdastjóra. G-Iisti Aiþýöubandaiagsins hlaut 511 atkvæöi og sex menn kjörna, Bjarna Þóröarson, fyrr- verandi bæjarstjóra, Kristinn V. Jóhannsson, skólastjóra, Jóhann K. Sigurðsson, fram- kvæmdas t j óra, Sigrúnu Þormóðsdóttur, húsmóöur, Loga Kristjánsson, bæjar- stjóra og Sigfinn Karlsson, framkvæmdastjóra. J.-l isti jafnaðarm anna og óháöra hlaut 81 atkvæöi og engan mann kjörinn. T-listi Flokks ungra kjósenda fékk 6 atkvæöi og engan mann kjörinn. Eins og af þessu sést haföi Alþýðubandalagið tvo þriöju fulltrúa I bæjarstjórninni, en þeir bættu einmitt viö sig einum bæjarfulltrúa I kosningunum 1974. —ESJ. B-listi 1. Haukur Ólafsson, verslunarmaöur. 2. Gisli Sighvatsson, skólastjóri. 3. Friöjón Skúlason, húsasmiöur. 4. Anna Björnsdóttir, húsmóöir. 5. Ari Daniel Arnason húsasmiöur. 6. Benedikt Guttormsson, skrifstofumaöur. 7. Guðmundur Sveinsson, bifreiöastjóri. 8. Jón ölversson, skipstjóri. 9. Þóra Jónsdóttir, hjúkrunarfræöingur. D-listi 1. Höröur Stefánsson, flugvallarvörður. 2. Gylfi Gunnarsson, framkvæmdastjóri. 3. Reynir Zoega gjaldkeri. 4. Hjörvar ó. Jensson, bankamaöur. 5. Elinborg Eyþórsdóttir, skrifstofumaður. 6. Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri. 7. Stefán Pálmason, rafvirki. 8. Dagmar Þorbergsdóttir, húsmóöir. 9. Brynjar Júliusson, afgreiöslumaöur. G-listi 1. Kristinn V. Jóhannsson, skólastjóri. 2. Jóhann K. Sigurösson, útgerðarstjóri. 3. Sigrún Þormóðsdóttir, húsmóöir. 4. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri. 5. Þórður Þórðarson, skrifstofumaöur. 6. Sigfinnur Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga. 7. Auður Kristinsdóttir, sérkennari. 8. Guömundur Bjarnason, skrifstofumaður. 9. Kristinn tvarsson, húsasmiöur. Hinn pólitíski geitabúska Neðanmáls Y r > Indriði G. Þorsteinsson skrifar: Borg er að stórum parti útlit og þrifnaður og sam- kvæmt þvi virðist eng- in ástæða vera nú til að fella borgarstjórnar- meirihlutann, fyrst það var ekki gert á subbuska parárunum, þegar fólk hélt að það dæi áður en það sæi ] gangstétt. Nú eru fimmtán dagar til bæjar- og s veitarstjórnar- kosninga og ekki bólar á neinni umtalsverðri kosningabaráttu . Það er eins og prófkjörin hafi meö vissum hætti tekið allan kosn- ingaskjálfta úr fólki, og engum finnist lengur skipta máli hverjir fari með yfirstjórn bæjar- og sveitarstjórnarmála næstu fjögur árin. Eftirtektarverðast er þetta i Reykjavik, þar sem jafnan hefur verið háö hörö og óvægin barátta fyrir hverjar borgarstjórnar- kosningar, þótt sú barátta hafi yfirleitt litinn árangur borið utan eitt sinn, þegar munaöi ekki nema 187 atkvæðum að Sjálf- stæðisf lokkurinn missti sinn margrómaða meirihluta. Andvaraleysið Andstæðingar borgarstjórnar- meirihlutans virðast ætla að forðast átök að þessu sinni i trausti þess að þá sé borgar- stjórnarmeirihlutanum verulega hætt, þegar hann hefur engan til að rifast við fyrir kosningar. Birgir ísleifur Gunnarsson, borg- arstjóri, hefur eiginlega tekið undir þetta sjónarmið I grein i Morgunblaðinu, þar sem hann varar við kyrrðinni í kringum kosningarnar, og bendir á, að andvaraleysið geti fleytt borgar- stjórnarmeirihlutanum að feög- arósi. Aðalmól Sjálf s tœðisf lokksins Fari svo að Sjálfstæðis- flokkurinn missi tvö sæti i borgarstjórn og meirihluta sinn, er eins vist að berserksgangur renni á flokkinn I þingkosn- ingunum mánuði siðar, þar sem talið er að nokkurt atkvæðatap biði hans. En slikur berserks- gangur myndi ekki færa flokknum yfirstjórn borgarinnar að nýju, og i mesta lagi valda þvi aðdraga úr hugsanlegu atkvæða- tapi hans i Reykjavik i þing- kosningunum. Staðreyndin er að þingkosningar skipta flokkinn i Reykjavik mikið minna máli en borgarstjórnarkosningarnar. Sú pólitiska aðstaða, sem fengin er með þvi að stjórna Reykjavik kjörtimabil eftir kjörtimabil, er og hefur verið helzti starfsgrundvöllur flokks- ins, og á nokkurn þátt i að skýra fyrirferðamikla tilvist hans i islenzku stjórnmálalifi. Borgar- stjórnarkosningarnar eru þvi aðalmál Sjálfstæðisflokksins, og þess vegna sætir furðu hvað flokkurinn fer sér hægt um mála- tilbúnað fyrir kosningarnar. Að visu hefur kosningabaráttan yfirleitt ekki hafist að ráði fyrr en andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik hafa farið að birta tillögur sinar. Þær hafa oftar en hitt verið lítilla sanda, og þvi hefur flokkurinn notað tæki- færið og bent kjósendum á, að Þögnin vinnur með andstœðingum Sjálfstœðismanna

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.