Vísir - 12.05.1978, Blaðsíða 11
11
VISIR Föstudagur 12. mai 1978.
UM HVAÐ ER KOSIÐ Á
NISKAUPSTAÐ?
Höröur Stefánsson: „Holrcsa—
og gatnagerö eru forgangs-
framkvæmdir”.
r
„Spurning um
leiðir, ekki
markmið"
segir Hörður
Stefánsson
„Ég ætla ekki að fara að gefa
nein sérstök kosningaloforð.
Þau málefni sem unnið hefur
verið að siðasta kjörtimabil eru
i sjálfu sér góö og gild, það er
frekar spurning um leiðir en
markmið”, sagði Hörður
Stefánsson starfsmaður flug-
umferðarstjórnar efsti maður á
lista Sjálfstæðisflokksins.
Hörður sagöi að mikilvægasta
verkefnið i bæjarmálum væri
holræsa— og gatnagerð og ný
vatnsveita. Hann lagöi áherslu
á að það yrði lokið við þau verk-
efni sem væru i gangi en ekki
ráðast i það mikið i einu að öll
verk drægjust úr hömlu. Innan
tiðar yrði tekin i notkun við-
bygging við sjúkrahúsið og þá
væri merkum áfanga náð. Þá
væri hafin smiði grunnskóla en
þvi verki miðaði eitthvað hægt
áfram en þar ætti rikið hlut að
máli lika.
Hörður var tregur til að spá
um kosningaúrslit. Hann taldi
þó fullvist að Alþýðubandalagið
myndi tapa manni til Fram-
sóknar. En Sjálfstæðismenn
myndu halda sinum hlut og vel
það.
Hörður er fæddur að Karls-
skála við Reyðarfjörð árið 1935.
Hann fluttist til Neskaupsstaðar
fyrir um 15 árum. Hann hefur
ekki átt sæti i bæjarstjórn en
hann hefur verið á lista Sjálf-
stæðisflokksins áður.
—KS
Kristinn V. Jóhannsson
•fsti maður G-listans:
Sterkur félags-
lega sinnaður
meirihluti
„Alþýðubandalagið á Nes-
kaupsstað hefur um árabil veriö
forystuafl i atvinnulifinu og i
meirihiuta i bæjarstjórn. öflugt
atvinnulif hefur verið tryggt
meö félagslegri uppbyggingu
undirstöðuatvinnuveganna, út-
geröar og fiskvinnslu, og hér
hafa ailir nóg að starfa”, sagði
Kristinn V. Jóhannsson, skóia-
stjóri, sem skipar efsta sætiö á
G—lista Alþýðubandaiagsins.
„1 bæjarstjórn hefur verið
lagt kapp á lausn verkefna á
sviði heilbrigðis-, félags- og
skólamála. Við erum stoltir af
þvi, að viðtækasta félagslega
könnun, sem gerð hefur verið á
Islandi, staðfestir að hvergi
hérlendis er dagvistunarmálum
barna betur borgið en i
Neskaupstað.
Siðasta kjörtimabil hefur ein-
kennst af uppbyggingu eftir hiö
mikla áfall i árslok 1974, er
helstu atvinnustofnanir bæjar-
ins skemmdust eða eyðilögöust
með öllu. Varð þá hvort tveggja
i senn, mikil skeröing á tekjum
bæjarins og mikil útgjöld og
röskun á áætluðum fram-
kvæmdum. En margt hefur á-
unnist sem til framfara horfir,
og hafa bæjarbúar allir sýnt
mikinn samhug og dugnað við
endurreisn atvinnutækjanna.
Helstu verkefni á vegum
bæjarins voru:
1. Gerö nýrrar hafnar við botn
fjarðarins.
2. Lagning malbiks á aðalgötur
bæjarins.
3. Þreföld stækkun sjúkrahúss-
ins.
4. Bygging vatnsmiðlunar-
geymis ofan við bæinn.
5. Bygging 12 leigu—• og sölu-
ibúða.”
Alþýðubandalagið mun nú
eins og jafnan áður gera bæjar-
búum grein fyrir stefnumiðum
sinum i bæklingi um bæjarmál.
Verkefni næstu ára verða m.a.:
1. Ljúka stækkun sjúkrahússins,
búa það tækjum og i tengslum
við það auka þjónustu við aldr-
aða.
2. Aukin áhersla á skipulags—
og umhverfismál, en verulegt
átak hefur verið gert i þeim efn-
um.
3. Lagning bundins slitlags og
gangstétta eftir 10 ára fram-
kvæmdaáætlun.
4. Bygging fyrsta áfanga fjöl-
brautarskóla meö áherslu á
verkmenntunaraðstööu jafn-
hliöa bóknámi.
5. Ymis verkefni á sviði æsku-
lýðs—, iþrótta— og félags-
mála. Neskaupsstaður er
viðurkenndur framfarabær.
Sterkur félagslega sinnaöur
bæjarstjórnarmeirihluti, fram-
sýnir forystumenn og dugmiklir
ibúar bæjarins hafa ráðið mestu
um hvernig til hefur tekist.
Bæjarbúar þekkja af reynslu
störf og stefnu Alþýðubanda-
lagsins. Þeir vita þvi að leiðin til
að tryggja áframhaldandi
framfarir og félagslega upp-
byggingu i Neskaupsstað er að
kjósa G—-listann i komandi
kosningum,” sagði Kristinn.
Kristinn fæddist i Neskaups-
stað 1934 og hann hefur átt sæti i
bæjarstjórn siðan 1966. Hann
sagði að Alþýðubandalagsmenn
legðu höfuðáherslu á að halda
meirihlutanum i kosningunum
28. mai.
—ESJ.
Haukur Ólafsson,
efsti molur B-listans:
Gœfa ef meiri
hlutinn félli
„Við stefnum að þvi að fá tvo
menn kjörna”, sagði Haukur
Ólafsson, verslunarmaður, sem
skipar efsta sætið á B-lista
Framsóknarflokksins á
Neskaupstað.
„Af þeim mörgu málum, sem
við leggjum áherslu á i kosn-
ingabaráttunni, get ég t.d. nefnt
eftirfarandi.
1 húsnæðismálum teljum viö
nauðsynlegt, að stefnt veröi að
því að þeir, sem hingaðvilja
flytjast, geti það, en þurfi ekki
frá aö hverfa vegna húsnæðis-
skorts.
t vegamálum hefur ekki verið
nógu vei að verki staöið. Við
viljum stuðla að þvi, að þar
verði gerð bragarbót á, bæði
varöandi lagningu varanlegs
slitlags og viðhalds malarvega.
I hafnarmálum hefur vissu-
lega ýmislegt áunnist, en samt
sem áður er knýjandi nauösyn á
frekari umbótum á þvi sviði, og
margt reyndar þannig, að ekki
má dragast að bæta þar úr.
Þá má geta þess, að vatns-
málin hafa verið höfuðverkur
okkar hér lengi. Það er mikil-
vægt fyrir okkur að fá gott og
öruggt neysluvatn, en hingað til
höfum við bara haft ofanjarðar-
vatn úr fjallshlíðinni hér fyrir
ofan bæinn.
Ég vil lika taka það fram, að
hðr er verið að vinna að ýmsum
framkvæmdum, sem allir eru
sammála um, svo sem viðbygg-
ingu sjúkrahússins og fjöl-
brautaskólanum. Það er þörf á
að koma hluta sjúkrahússbygg-
ingarinnar i gagnið eins fljótt og
hægt er. I þvi efni eigum við
mikið undir velvilja stjórn-
valda, þar sem fjármagnið
kemur að mestu leyti frá
Alþingi.
Viö stefnum að þvi að fá tvo
menn kjörna,” sagði Haukur
ennfremur. „Við stefnum ekki
hærra, þótt vissulega væri það
gæfa fyrir byggðarlagið, ef við
fengjum fleiri menn og meiri-
hlutinn félli. En svo bjartsýnir
erum við sem sagt ekki”.
Kristinn fæddist i Vestmanna-
eyjum árið 1917, en ólst upp á
Neskaupstað og hefur starfað
þar alla tið. Hann hefur samtals
setið þrjú kjörtimabil sem aöal-
maöur i bæjarstjórn, en var
áður um árabil varamaður.
—ESJ.
pur í borginni
andstæðingarnir hafi nú ekki
meira i farangrinum en þetta, eða
þá að tillögur minni hlutans hafa
komið svo öndvert á rikjandi
skoðanir, að auðvelt hefur verið
að sundra þeim, og þvi fylgi sem
hugsanlega hefði verið þeim
meðmælt. Nú bregður hins vegar
svo við að andstæðingar borgar-
stjórnarmeirihlutans virðastengin
meiriháttar mál bera fyrir
brjósti, og þar með liður óðum að
kosningum án nokkurra sér-
stakra átaka eða brýninga. Og
þögnin er talin vinna með and-
stæðingum Sjálfstæðisflokksins.
Farsœl stjórn
Stjórn Sjálfstæðisflokksins á
borginni hefur um margt farið
farsællega fram hin siðari ár.
Henni hefuri ýmsum efnum verið
stjórnað i samráði við andstæðingí
i borgarstjórn, þótt ráðum um öll
hin stærri mál, eins og ákveðnar
áætlanir, hafi verið ráðið hjá
forustu meirihlutans. Aður fyrr, á
meðan borgin stóð á blistri vegna
mikilla aðflutninga fólks til
hennar, hefði mátt ætla að meiri-
hlutinn næðist af Sjálfstæðis-
flokknum.Svofór þó ekki, jafnvel
þótt ekkert útlit væri fyrir
malbik, og miðaldra fólk i heilum
borgarhverfum hefði á orði, að
ekki mundiþað nú sjá gangstétt. i
þessu lifi. Nú eftir malbiks-
byltinguna, grænu byltinguna,
bláu byltinguna og boðaða at-
vinnubyltingu, hafa sjálfstæðis-
menn verulegar áhyggjur af þvi
að meirihluti þeirra sé i hættu.
Að hjóla framhjó húsi
Öddu Báru
Og vist má álita svo, að verði
ekki um neina .stigamögnun kosn-
ingabaráttu að ræða þá fimmtán
daga, sem eftir eru til kosninga,
— Þór Vigfússon
„Það vantar eiginiega skepn-
ur f borgina.” Sjálfur hefur
hann lýst þvl yfir að hann kjósi
að hafa tvær geitur i eidiviðar-
skúr. Þetta er aðeins nefnt
sem dæmi um það, hvað jafn-
vel mætustu frambjóðendur
leggjast dúpt I ihygli, þegar
athyglin beinist að borgar-
máíum.
geti þögnin orðið það úrslitavald,
sem ræður niðurstöðum i borgar-
stjórnarkosningunum. Hverfa-
fundir og annað smálegt dundur
verður ekki til að ráða úrslitum.
Takist andstæðingum meirihlut-
ans að sitja á strák sinum, og
neita um skotfærin i kosningabar-
áttuna, getur farið svo að það eigi
eftir að reynast hin snjallasta
kosningabrella. Varla þarf þó
borgarstjórnarmeirihlutinn að
kviða þessu.
Timinn og Þjóðviljinn eru farn-
ir að brydda upp á hugmyndum,
sem að haldi mega koma i
borgarlifinu. Siðastliðinn miö-
vikudag birti t.d. Þjóðviljinn við-
tal viö þriöja mann á lista Al-
þýðubandalagsins i borgar-
stjórnarkosningunum, sem sam-
kvæmt öllum sólarmerkjum á að
sitja i borgarstjórn fyrir banda-
lagið næsta kjörtimabil. Þessi
væntanlegi fulltrúi lýsir þvi
hvernig hann fer á reiðhjóli I
vinnuna, hjólar framhjá húsi
öddu Báru og sækir þangað
„mikinn kraft, fær „inspirasjón”
undir glugga Arna Bergmans, og
á leiö um Álfheima sér hann „upp
i gluggana hjá Kjartani Ólafs-
syni”. Siðan segir: „Það er rétt
að nefna þessar andlegu upp-
sprettur sem maöur hefur.”
Geitur í eldiviðarskúr
Nú er þetta allt heimspekilega
grundaö hjá þriðja manni banda-
lagsins. Hann lýsir ástæðunum
fyrir framboði sinu þannig: „Ég
hef auðvitað mikinn áhuga á að
sósialisminn nái fram aö ganga
sem viðast....” En i löngu viðtali
kemur hvergi fram hvernig eigi
að koma þessum sósialisma
fram, eða hverju hann munu
breyta okkur borgarbúum til
hagsbóta. Aftur á móti drepur
þriðji maður á eitt mál, sem vert
er aö hugleiða, bæöi sem framlag
Alþýöubandalagsins til borgar-
málefna og sérlegt hugöarefni
þriðja manns. Hann segir i upp-
hafi viðtals:
„Það vantar eiginlega skepnur
inn i borgina, t.d. beljur eöa eitt-
hvað af hrossum. Það væri dá-
samlegt fyrir börnin i borginni og
reyndar hina fullorðnu lika.”
Sjálfur hefur hann áður lýst þvi
yfir að hann kjósi sér að hafa tvær
geitur i eldiviðarskúr, sem er
áfastur viö húsið.
Þetta er aðeins nefnt sem dæmi
um þaö, hvað jafnvel mætustu
menn leggjast djúpt I ihygli þegar
— Birgir tsleifur Gunnarsson
Sem betur fer hefur borgar-
stjórnarmeirihlutinn látið
sitja viö byltingar á borð við
malbik og gróöur. Húsdýra-
byltingin hefur aldrei verið á
dagskrá hjá honum.
athyglinbeinist að borgarmálum.
Sem betur fer hefur borgar-
stjórnarmeirihlutinn látið sitja
við byltingar á borð við malbik og
gróöur. Húsdýrabyltingin hefur
aldrei verið á dagskrá hjá honum.
Leiðréttingar á
augljósum misfellum
Timinn hefur jafnvel farið sér
enn hægar en Þjóðviljinn við að
kynna hugmyndir um borgarsýsl-
ið. Geitabúskap eöa annan bú-
skap hefur ekki borið þar á
góma, og hefur þó Timinn aldrei
verið fyrir það að gleyma land-
búnaðinum. Kristján Benedikts-
son, sem helztur er í forsvari á
lista Framsóknarmanna, hefur
tekiö þann kostinn aö minna af
hógværö á þá staðreynd, að
Framsóknarmenn hafa ekki setiö
aðgerðarlausir i borgarstjórn.
Hann telur upp björgun Elliða-
ánna, sem voru að visu fullar af
laxi þegar þeim var bjargað, til-
lögu um fólkvang frá 1969, skiða-
miðstöð og stöðvun gróöureyöing-
ar. Allar þessar tillögur munu
hafa verið samþykktar i borgar-
stjórn. En þetta eru svo sem eng-
in stórmál, mikið frekar leiðrétt-
ingar á augljósum misfellum.
Borg er útlit og
þrifnaður
Og þannig er nú þetta borgar-
málastarf. Það er auövitaö hægt
að gera heildaráætlanir um ein-
stök atriði, sem hafa dregizt úr
hömlu, eins og þegar götur voru
malbikaðar og svörin ræktuð —
að mestu, en aö öðru leyti standa
menn ekki nötrandi frammi fyrir
stórfelldum ákvarðanatökum á
degi hverjum. Borg er aö stórum
parti útlit og þrifnaður, og sam-
kvæmt þvi virðist engin ástæða
vera nú til að fella borgar-
stjórnarmeirihlutann, fyrst það
var ekki gert á subbuskaparárun-
um, þegar fólk hélt aö þaö dæi áö-
ur en það sæi gangstétt.
IGÞ.