Vísir - 12.05.1978, Síða 17
VISIR Föstudagur 12. mai 1978.
21
»- Ui i i-n* tui1 iftv
1MÍ VWt^nMi
FINNSKIR LISTA-
MENN SÝNA í EDEN
Þri'r finnskir listamenn opna
málverkasýningu í Eden i
Hverageröi i kvöld kl. 20.
Listmálararnir eru Elína 0.
Sandström, Juhani Taivaljarvi
og Liisa Urholin Taivaljarvi.
Þau sýna 90 oliumálverk lands-
lags og blómamyndir.
Elina Sandström hefur haldiö
fjölmargar sýningar hér á landi
og er þetta i fjóröa skiptiö sem
hún sýnir i Eden. Juhani
Taivaljarvi hefur einnig sýnt
hér áður, i Norræna hiisinu árið
1971.
Sýningin iEdenstendur til 21.
mai.
"Slúðrið"
tólf sinnum
Nemendaleikhúsiö hefur nú
sýnt leikrit Flosa ólafssonar
tólf sinnum i
við mjög góöa
.Slúðrið
Linda rbæ
aðsókn.
Leikarar i sýningunni eru 8
talsins og er þetta lokaáfangi
þeirra i námi við Leiklistar-
skóla tslands.
Við frumsýningu á Slúörinu
brautskráði skólastjóri Leik-
listarskólans, Pétur Einars-
son, leikarana viö hátiðlega
athöfn á sviðinu i Lindarbæ.
Slúðrið er þriðja isienska
leikritið, sem frumsýnt er i
Nemendaleikhúsinu.
Leikstjóri sýningarinnar er
Þórhildur Þorleifsdóttir og
hefur hún i samvinnu við Leif
Þórarinsson og Messiönu
Tómasdóttur gert þetta að
mjög athyglisverðri sýningu.
Næstu sýningar á Slúðrinu
verða i Lindarbæ f kvöld
(föstud. 12. mai) og
mánudagskvöld 15. mai kl.
20.30.
Þjóðleikhúsið: Káta ekkjan
annan i hvitasunnu kl. 20.
miðvikudag kl. 20. Stalin er
ekki hér, i kvöldkl. 20. Siðasta
sinn. Litla sviðið: Mæður og
synir annan i hvitasunnu kl.
20.30. Fröken Margrét þriðju-
dag kl. 20.30. Næst siðasta
sinn.
Leikfélag Reykjavikur:
Saumastofan, i kvöld kl. 20.30.
Siðasta sinn. Skáld-Rósa 2.
hvitasunnudag kl. 20.30.
Nemendaleikhúsið Slúðrið i
Lindarbæ i kvöld kl. 20.30.
Kjarval sstaðir: Sigurður
örlygsson og Hörður Karlsson
sýna.
Norræna húsið: Myndir
Gunnars Brusewitz i bóka-
safninu.
Mokka: Vorsýning Myndlista-
og handiðaskólinn
GalIeriSúM:Samsýning.
Gott úrval frí-
merkja ó upp-
boði ó morgun
Leikarahópunnn i saumastofunni.
Soumavélarnar þagna
Saumavelarnar, sem snúist
hafa glatt i bráðum 3 ár á sviði
Iðnós, þagna á föstudaginn, en
þá veröur tvöhundraðasta og
jafnframt siðasta sýning á
saumastofunni eftir Kjartan
Ragnarsson.
Jafnréttisumræða
kvennaársins varð til þess að
þetta verk fór á svið, en efni
leiksins er mestmegnis fólgið i
lifsreynslusögum persóna, aðal-
lega kvenna, sem strita saman
á saumaverkstæði.
Þetta verk hefur notið fá-
dæma vinsælda, og kannast nú
flestir orðið við söngvana úr þvi,
enda hafa þeir komið út á
hljómplötu. Saumastofan hefur
verið sýnd úti á landi tvö undan-
farin sumur i leikferðum Leik-
félagsins. Hún er væntanleg á
svið i færeyskum búningi hjá
sjónleikarafélaginu i Þórshöfn.
Helgi Már Barðason og Magnús Arsælsson leika Leif og Lúlla. Myndin cr tekin á æfingu.
##
„Skog och sjö
í Norrœna húsinu
— Gunnar Brusewitz, sœnskur
rithöfundur og teiknari,sýnir
Sænski rithöfundurinn og
teiknarinn Gunnar Brusewitz er
nú staddur hér á landi ásamt
konu smni i boði Norræna húss-
ins og dveljast þau hér á landi i
tvær vikur. Gunnar er mjög
þckktur dráttlistarmaður og
grafiker og þykja fúgla-myndir
hans og náttúrulýsingar hinar
mestu gersemar, og eru eftir-
sóttar af söfnurum um allan
heim.
I bókasafni Norræna hússins
hefur verið sett upp sýning á
nokkrum vatnslitamyndum,
teikningum og grafikmyndum
eftir Gunnar Brusewitz. Sýning-
una nefnir hann „Skog ochsjö”.
Fáeinar myndanna eru til sölu
en sýningin verður opin til 21.
mai.
Gunnar hefur skrifað og
myndskreytt á annan tug bóka,
og fjalla þær flestar um
náttúruskoðun, — fugla, dýr og
gróður. Hann er einnig þekktur
útvarps- og sjónvarpsmaður i
heimalandi sinu og hefur gert
nokkrar kvikmyndir um riki
náttúrunnar.
A morgun klukkan 16:00
heldur Gunnar erindi i Norræna
húsinu og sýnir kvikmynd sem
nefnist „Skog och sjö” og lýsir
dýra- og fuglalifi i skógum og
við vötn.
—EA.
Frimerkjauppboð verður i
ráðstefnusal Hótels Loftleiða á
morgun, laugardaginn 13. mai
kl. 13.30. Verður uppboðsefnið
til sýnis á uppboðsstað frá
klukkan 10—11.30 sama dag. 316
númer verða boðin upp en það
er nýtt fyrirtæki, Hlekkur sf.
sem stendur að uppboðinu og
býður öllum frimerkjaáhuga-
mönnum þjónustu sina. A boð-
stólum er mjög gott úrval af fri-
merkjaefni frá mörgum eigend-
um, á lágmarksverði, sem
allir venjulegir safnarar ráða
við, eins og segir i skrá um upp-
boðið.
—EA
Dýrasta númerið á uppboðinu.
Gunnar Brusewitz og nokkrar mynda hans.
Leifur Ijónsösk-
ur í Dynheimum
Leik klúbburinn Saga á
Akureyri hefur tekið til sýninga
barnaleikritið Leifur Ijónsösk-
ur. Höfundur er Torben Jets-
mark, en leikritið þýddi Halla
Guðmundsdóttir.
Þetta er þriðja verkefni leik-
klúbbsins, en i honum eru ung-
menni á aldrinum 15 til 20 ára.
Leikmynd, svið og búningar er
unnið i hópvinnu af leikurum,
undir leiðsögn Þráins Karlsson-
ar. Leikstjórar eru Theódór
Júliusson og Þórir Steingrims-
son.
Leifur er sirkusljón, sem
finnst vistin i fjölleikahúsinu
heldur dapurleg og strýkur
þaðan. Hann leitar sér að at-
vinnu, en ekki reynist honum
erfiðleikalaust að fá vinnu við
sitt hæfi. Knútur og Toppur hin-
ir heimsfrægu og treggáfuðu
lögregluþjónar eru ávalit á hæl-
um hans og gera Leifi lifið leitt.
Sextán leikarar taka þátt i
sýningunni. Með helstu hlutverk
fara Helgi Már Barðason,
Magnús Ársælsson, Snjólaug
Brjánsdóttir, og Jóhanna Kr.
Birgisdóttir.
Leifur Ljónsöskur verður á
sviðinu i Dynheimum á sunnu-
dag kl. 14, en leikklúbburinn
mun sýna leikinn i nágranna-
byggðum Akureyrar á næst-
unni.
—KP.