Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 8
8
NÝTT HÖFUÐFAT HANDA CARTER
Carter Bandaríkja-
forseti er alltaf I frétt-
unum, og þess vegna
verðum við að gefa hon-
um smá pláss hér i
„Fólki" öðru hverju.
Þessi óvanalega mynd
áf forsetanum var tekin
fyrir nokkru eftir að
honum var gefið
indfána-höfðingja— höf-
uðfat til þess að skreyta
með kollinn. Cherokee-
indíáni gaf honum höf-
uðfatið og í tilefni þess
lét Carter taka myndina
af sér. Kannski á hann
eftir að skreyta sig með
fjöðrunum svona I ein-
rúmi einhvern tíma, en
harla ólíklegt er að önn-
ur slik mynd verði send
af honum út um hvipp-
inn og hvappinn.
SKEGGLAUS KRIS
Náunginn þarna á
myndinni er leikarinn og
söngvarinn Kris
Kristofferson. Mönnum
veittist mörgum hverj-
um fremur erfitt að
þekkja hann þegar'hann
birtist á flugvellinum I
London með dóttur sína
Casey á háhesti. Astæð-
an var sú að Kris hafði
rakað af sér allt skegg-
ið. Kris sagði að dóttur-
inni, sem er fjögurra
ára, líkaði miklu betur
við hann skegglausan,
þar sem hann líktist þá
Donny Osmond að henn-
aráliti. Rétt má grilla i
eiginkonu söngvarans,
Ritu Coolidge á bak við,
en fjölskyldan kom til
London fyrir stuttu til
þess að hefja hljóm-
leikaferð um Bretland
og Evrópu.
„STÓRU NÚMERUNUM"
Konur eru óðum að
ryðja sér braut á fót-
boltavöllum, en stúlkan
á meðfylgjandi mynd
er líklega ein af þeim
fremstu á þvi sviði. Ann
Jansson heitir hún og er
sænsk. Hún á heiðurinn
af þvi að vera fyrsta
konan sem skorar mark
fyrir Svíþjóð i keppni
við annað land, sem var
Finnland. Leikurinn fór
1-0. Ann hefur leikið ell-
ef u leiki f yrir Svíþjóð og
er orðin eitt af „stóru
númerunum" þar um
slóðir i knattspyrnunni.
Það var fyrst 1967 sem
konur fóru fyrst að láta
að sér kveða í knatt-
spyrnu í Svíþjóð.
Umsjón: Edda Andrésdóttir