Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 18.05.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. mai 1978 5 Kosningasjá Vísis Það eru aðeins tveir listar boðnir fram i bæjarstjórnar- kosningunum á ólafsfirði að þessu sinni: D-listi Sjálf- stæðisflokksins og H-listi Vinstri manna. Heyndar komu einnig fram tveir listar við siðustu kosn- ingar en þá sameinuöust vinstri menn á Ólafsfirði um eitt framboð. Þeir fengu meirihluta i bæjarstjórn og snýst kosningin m.a. nú um það hvort þeim takist að halda þeim meirihluta. Á siðasta kjörtimabili var hafist handa við endurbætur á höfninni, byggingu heilsu- gæslustöðvar og unnið var við gatnagerð. Á næsta kjörtima- bili verður haldið áfram við þessar framkvæmdir og eru menn nokkuð sammála um nauðsyn þeirra verka en skiptar skoðanir um fram- kvæmdaröð. I bæjarstjórn Ólafsfjarðar eiga 7 fulltrúar sæti. Orslit bæjarstjórnarkosninganna 1974 voru á þessa leið: D-listi, Sjálfstæðisflokksins fékk 283 atkvæði og þrjá menn kjörna, Ásgrim Hartmanns- son framkvæmdastjóra Jakob Agústsson, rafveitustjóra og Ásgeir Asgeirsson bæjar- gjaldkera. H-listi, vinstri manna, fékk 303 atkvæði og fjóra menn kjörna, Ármann Þórðarson kaupfélagsstjóra, Braga Hall- dórsson skrifstofum ann, Sigurð Jóhannsson húsvörð og Gunnar L. Jóhannsson bónda. A Ólafsfirði búa nú um 1150 manns og verða um það bil 664 menn á kjörskrá fyrir næstu kosningar. —KS „Hafnarmálin alltaf ofarlega á baugi" — segir Birna Friðgeirsdóttir ,,Það lætur að likum að hafnar- mál verða alltaf ofarlega á baugi hér á Ólafsfirði. t þeim efnum leggjum við mesta áherslu á dýpkun hafnarinnar og að gerður verði viðlegukant- ur fyrir togara. Höfnin skiptist I tvennt og það þarf aö fullgera vesturhöfnina og bæta aðstöðu fyrir smábátaeigendur m.a. vantar löndunarkrana fyrir smærribáta”, sagði BirnaFrið- geirsdóttir en hún skipar annað I '5 \ ■ —✓ Birna Friögeirsdóttir: „Brýnt að fá tannlækni til ólafs- fjarðar”. sætiá lista Sjálfstæðisflokksins. Kristinn G. Jóhannsson efsti maður á listanum var erlendis þannig að ekki var hægt að ná i hann. Birna sagöi að þetta væri helsta málið en af öðrum mál- um bæri hæst bygging heilsu- gæslustöðvar og elliheimilis og yröistefntað þvi að þviyrði lok- ið um 1980. Aukna tannlækna- þjónustu settu þau mjög á odd- inn. Undanfarið heföu Ólafs- firðingar þurft að sækja þá þjónustu burt af staðnum og vildu þeir fá hana hingaö heim. I skólamálum væri brýnt að fullgera fyrsta áfanga i bygg- ingu Gagnfræðaskólans. Jafn- framt væri æskilegt að fá fram- haldsdeild við skólann eftir að grunnskóla lyki, a.m.k. einn vetur og að fuUt jafnrétti milli kynja náisttU náms á verklega sviðinu. Þá sagði Birna að það þyrfti að ljúka við að koma upp skiða- „Stefnum að meirihluta aftur" — segir Ármann Þórðarson „Þaðsem við setjum á oddinn er áframhaldandi uppbygging á höfninni og að haldið verði áfram af fullum krafti við að ganga frá heilsugæslustööinni og dvalarheimili fyrir aldraða,” sagði Ármann Þórðarson kaup- félagsstjóri efsti maður á lista Vinstri manna. Ármann sagði aö það væri einnig mjög knýjandi að geta haldið áfram að leggja bundið sUtlagá göturbæjarins. Þá væri verið aö reisa ibúðir til leigu á vegum bæjarins. I byggingu væru 7 ibúðir og áform væru uppium að halda áfram á þeirri braut. Það væri tilfinnanlegur Armann Þórðarson: „Tilfinn- anlegur skortur á leiguhiisnæöi á ólafsfirði.” skortur á leiguhúsnæði i Ólafs- firði og miklum erfiðleikum háð fyrir fólk sem viU flytjast tU bæjarins að fá húsnæði. Aðeins hefur boriö á kalda- vatnsskorti á ólafsfirði undan- farna vetur og sagði Ármann að það þyrfti að leggja nýja að- veitu og væribúiðaðfá rörin til bæjarins og yrði byrjað á fram- kvæmdum i sumar. Þá hefðu þeir áhuga á að bæta Iþróttaað- stöðu með nýrri skiðalyftu einnig væri byrjað að kanna möguleika á byggingu nýs Iþróttahúss. Ennfremur yrði byr jað á byggingu nýs leikskóla I sumar. Armann benti á að nauðsyn- legt væri að vinna að bættum samgöngum við Skagafjörð. Verið væri að bæta veginn inn sveitina en á þeirri leið er brú þar sem stærri langferðabflar komast ekki um. „Fjórða sætið er auðvitað baráttusætið”, sagði Ármann, „þar sem aðeins tveir listar eru i framboði snýst baráttan um hvor nær meirihluta”. Armann hefur setið óslitið i bæjarstjórn Ólafsfjarðar frá 1965 en áður hafði hann verið varamaður. Hann er fæddur á Ólafsfirðiárið 1929 og hefur búið þar alla tið siðan. —KS fTILKYNNING TIL ÍBÚA í BREIÐHOLTI III Stofnsett hefur verið heilsugæslustöð í Breiðholti. Þjónustusvæði stöðvarinnar (heilsugæslusvæði) nær til Fella- og Hólahverfa, þ.e. Breiðholts III. Heilsugæslustöðin er til húsa að Asparfelli 12,2. hæð. Fyrst um sinn verður aðeins unnt að veita hiuta af ibúum hverfisins al- menna læknisþjónustu og heilsuvernd á vegum stöðvarinnár, en þar munu í byrjun starfa tveir læknar. Þeir ibúar i Breiðholti III, sem óska að sækja læknisþjónustu til stöðv- arinnar, þurfa að koma þangað til skráningar og hafa meðferðis per- sónuskilriki. Fyrstu þrjá dagana verða eingöngu skráðir þeir íbúar hverfisins sem ekki hafa heimilislækni, og njóta þeir þvi forgangs. Skráning hefst mánudaginn 22. mai og verður opið kl. 10-12 og 13.30-15 til 31. mai. Læknar stöðvarinnar hefja störf 1. júni. Tekið verður á móti timapöntunum i sima 75100. Reykjavik, 17. mail978. Heilbrigðismálaróð Reykjavíkurborgar Borgarlœknirinn í Reykjavík Sjúkrasamlag Reykjavíkur m HVAÐ IR KOSIÐ Á ÓLAFSFIRÐI? V '■ : ' ...' ■ ' * « 1 1 ÍL.‘ i—* l^mil -iMBnniflMn i m i b RiwP t ...$j*i3bI lyftu og reisa nýjan upplýstan sklðastökkpall, ljúka við hlaupabraut á íþróttavellinum og skapa betri aðstöðu til frjáls- iþrótta. Siðast en ekki sist væri nauðsynlegt að drifa i gatna- gerð enhún hefði dregist nokkuð aftur úr. Það þyrfti að setja dælu við borholu Hitaveitunnar við Laugarengi og einnig þyrfti að leggja aðveituæð fyrir kalda vatnið. ,,Þvi er alveg fljótsvarað”, sagöi Birna, „fjórða sætið er baráttusætið. Það var mjótt á mununum siðast og við teljum að við eigum jafna möguleika og hinir til aö fá fjórða mann”. Birna er fædd að Leirhöfn á Melrakkasléttu 1928 og flyst til ólafsfjarðar árið 1949. Hún hefurekki átt sæti I bæjarstjórn en hefur starfað að félagsmál- um I bænum og verið formaður Slysavarnarfélagsins i 7 ár. — KS D-LISTI 1. Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri 2. Birna Friðgeirsdóttir hús- móðir 3. Gísli Gislason forstjóri 4. Ásgeir Asgeirsson bæjar- gjaldkeri 5. Garðar Guðmundsson skip- stjóri 6. Gunnar Þór Magnússon út- gerðarmaður 7. Sigurður Björnsson lögreglu- þjónn. H-LISTI 1. Ármann Þórðarson kaup- félagsstjóri. 2. Björn Þór ólafsson iþrótta- kennari 3. Sigurður Jóhannsson hús- vörður. 4. Gunnar L. Jóhannsson bóndi. 5. Stefán B. ólafsson inúrara- meistari 6. Bragi Halldórsson skrifstofu- maður 7. Rikharöur Sigurðsson bif- reiðastjóri sem leysir gamlan vanda Vandinn er þungt loft - eöa lykt. Innilokaö loft eöa reyk- mettaö. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar. Hér er góö lausn. Lítil kúla, kölluð Airbal. Inni í henni er lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa andrúmsloftiö. Virkni kúlunnar er hægt aö stjórna meöþví aö færa til hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný plata sett i kúluna. Einn kostur í viðbót - kúlan er ódýr. Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda verslana. Skeljungur hf Heildsölubirgðir: Olíufélagið Skeljungur. Smávörudeild Sími 81722 Olíufélagið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.