Vísir - 22.05.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 22.05.1978, Blaðsíða 6
Mánudagur 22. maí 1978 vism Umsjón: Guðmundur Pétursson í Kennedy vin- sœlli en Carter Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður, er enn kom- inn fram i sviðsljósið sem hugsanlegur frambjóðandi for- setakosningum Bandaríkjanna, þrátt fyrir allar hans yfirl- ýsingar um, að hann hafi engan hug á þvi embætti. Nýleg skoðanakönnun Gallups gerði stjórnmálafröm- uðum i Bandarikjunum bylt við. Þar kom i ljós, að hinn 46 ára gamli öldungadeildarþing- maður naut meiri vinsælda i Bandarikjunum en sjálfur for- setinn, Jimmy Carter. Hann stóð jafnfætis Carter á heima- velli þess síðarnefnda, suður- rikjunum. Gallupkönnunin bauð fólki að velja milli þingmanns Massa- chusetts og Carters forseta og völdu 53% Kennedy, en aðeins 40% völdu Carter. Álit Carters hefur enda farið mjög hnignandi heima fyrir sem erlendis sið- ustu mánuði. Þessar niðurstöðutöiur eru þær óhagstæðustu, sem nokkur forseti Bandaríkjanna (sem hyggur á endurkjör) hefur hlot- ið frá því að Gallupkannanir byrjuðu fyrir 43 árum. — Sam- timis þessu fréttist svo af ann- arri könnun, sem sýndi, að Kennedy hefur þó verið trygg- asti stuðningsmaður forsetans i þinginu, siðan Carter kom til embættis. Það voru aðstoðar- menn Carters sjálfs, sem kom- ust að þeirri niðurstöðu, þegar þeir með aðstoð tölvu fóru yfir það, hvernig þingmenn höfðu greitt atkvæði i málum, sem Carterstjórnin hefur lagt fyrir þingið. Skýtur þetta nokkuð skökku við þann kulda, sem Kennedy þótti sýna Carter i kosningabará ttunni 1976. Edward Kennedy var inntur álits á þessumniðurstöðum Gallupkönnunarinnar og um leið spurður að framtiðar- áætlunum hans varðandi kosn- ingarnar 1980. Hann sagði: ,,Að visu þykir mér vænt um þetta traust, en ég ætla ekki i fram- boð.” — Hann benti á, að slikt fylgi i skoðanakönnunum ris og hnigur á vixl og sagði: ,,Ég býst við þvi, að flokkurinn tilnefni forsetann aftur til framboðs, og ég hlakka til þess að veita Bflslysið á Chappaquiddick-eyju 1969 kastar enn skugga á stjórnmálaferil Teds. »...09 gaf þeim upp málið á okkur báðum« »Þeir skera svampinn alveg eins og maður vill og sauma utan um hann líka, ef maður bara vill.«i »Já, Lystadún svampdýnur...« »Hættu nú að tala, elskan mín« .efni til að spá í LYSTADÚNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846 55 honum stuðning minn 1980.” Ýmsar ástæður liggja til þess, að Kennedy þingmaður kann að hafna áskorunum um að leita útnefningar flokk sins til framboðs. Ein sú veigamesta er senni- lega hið dularfulla slys á Ch ap pa q u iddi ck-ey j u I Massachusettes i júli 1969, þegar ung stúlka, Mary Jo Kopechne að nafni, fórst i bif- reið Kennedys, þegar hann lenti út af brú. Þetta skeði að lokinni kosningagleði, en Mary Jo hafði veriðein f jölda ungra stúlkna og pilta; sem tóku þátt i kosninga- starfinu fyrir Robert heitinn Kennedy, bróður Edwards. Niu ár eru liðin siðan, og ennþá liggur ekki ljóst fyrir, hvað raunverulega gerðist. Edward Kennedy sætti á sinum tima mikilii gagnrýni fyrir að tilkynna ekki lögreglunni um slysið fyrr en mörgum klukku- stundum siðar. Þeir, sem unnu að rannsókn málsins, sökuðu hann cnnfremur um, að hafa ekki sagt alveg rétt og satt frá atburðum. — Hann játaði á sig að hafa yfirgefið slysstaðinn I stað þess að biða lögreglunnar og missti ökuréttindin i eitt ár. Aðrir eftirmálar urðu ekki af slysinu. Ýmsir fréttaskýrendur i Bandarikjunum, telja að skugg- inn af þessu máli hafi aftrað Edward Kennedy frá þvi að gefa kost á sér til útnefningar flokksins í forsetaframboð. Sumir þeirra ætla þó, að nú sé nægilega langur timi liðinn frá þvi, til þess að hann þurfi ekki að óttast slika uppvakninga. Fylgi hans i skoðanakönn- unum i suðurríkjunum, þar sem fólk er yfirleitt siðavandara, og lá einna mest honum á hálsi á sinum tima vegna slyssins, gæti stutt þessar ályktanir. En aðrir eru svartsýnni fyrir hans hönd, og spá þvi, að um leið og Kennedy lýsti þvi yfir, að hann hyggði á forsetaframboð, mundi allt málið vakið upp með öllum þeim sárindum, sem þvi geta fylgt. Reyndustu stjórnmála- menn telja, að það gæti orðið honum örlagarikt. önnur veigamikil ástæða þyk- ir liggja i heimilislifi K- ennedy-anna. Slúðurdálkahöf- undar hafa að undanförnu gert mikið veður út af því, að Ted og kona hans, Joan, búa ekki saman um þessar mundir, nema þá einn og einn dag vik- unnar. Hún býr i ibúð þeirra i Boston og stundar tónlistarnám í Cambridge. Hann býr ásamt börnum þeirra þrem i McLean-úthverfinu i Washington. Bæði hafa eindregið borið á móti þvi, að þau eigi i hjóna- bandsörðugleikum, og segja, að nám hennar og starf hans hafi kallað fram þennan aðskilnað i bili, en þau hittist ekki sjaldnar en einu sinni i viku. — En það hefur einnig verið haft eftir Joan: „Ég fer að visu annað veifið út og skemmti mér, en Ted er vel kunnugt um það.” — Eins komst orðrómur á kreik um Ted i vetur þegar hann fór i skiðaferð eina helgi með Suzy Chaffee, fyrrum keppanda ‘á Ólympiuleikunum. Suzy bar hinsvegar allt slikt umtal til baka. Það hefur mætt töluvert á Edward Kennedy sem heimilis- föður eftir fráfall bræðra hans, John F. Kennedy og Roberts. Auk einnar dóttur og tveggja sona (annar varð að láta taka af sér annan fótinn fyrir nokkrum árum vegna krabbameins) hefur hann orðið að ganga nán- ast i föðurstað ellefu börnum Roberts og tveim börnum John F., fyrrum forseta. Má vera að skyldutilfinningar hans gagnvart öllum þessum barnahóp fæli hann frá þvi að sökkva sér i til vill i annriki Hvita hússins. Einnig kann að vera að frami hans í þinginu svali metnaðar- girnd hans nægilega. Þar hefur hann getið sér orð fyrir mátu- legt frjálslyndi og barist fyrir málum eins og sjúkrasamlagi og bættum almennum trygg- ingum. Næsta ár mun hann taka við formannsstarfi einnar áhrifamestu þingnefndar öldungadeildarinnar. Má vera, að hann telji sig geta haft meiri áhrif á þjóðmálin þar, en hann gæti I Hvita húsinu. Og jafn- tryggur flokksmaður og hann hefur reynst, er öruggt, að hann mundi hugsa sig tvisvar um, áður en hann etti kappi við forseta demókrata. En athafnasemi hans i þinginu, atkvæðamikið stjórn- málastarf og eftirtektarverður ræðustill tryggir það, að hann er ávallt i sviðsljósinu, enda lætur maðurinn nær alla hluti til sin taka. Gildir einu, hvort um er að ræða mannréttindi i Chile, sambúðina við Kúbu, eða almennar reglur fyrir flug- félögin. Ted Kennedy þingmaður, i ræðustól, en kou hani, Joan, cttar að baki honum og hlýðir á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.