Vísir - 22.05.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 22.05.1978, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 22. mai 1978 vism VÍSIR Utgefandi Reykjaprenf h'f Framkvæmdastjoi. Daviö Guömundsson Ritstjoia- Þorsteinn f’alsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrui: Bragi Guðmundsson Fréttastjori erlendra fretla: Guðmund ur Pétursson. Umsjon meö helgarblaði: Arni Þorarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdottir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jonsson. Guðjon Arngrimsson, Jon Einar Guðjonsson, Jonína Mikaelsdottir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jtitstjórn: Siöumúla 14 sjmi 86611 7 linur MEIRIHLUTINN ÓRÁÐINN Vísir birtir i dag skoðanakönnun, sem blaðið lét gera i siðustu viku undir stjórn þjóðfélagsfræðings í því skyni aðsýna viðhorf kjósenda til borgarstjórnarkosninganna. Allstór hópur kjósenda, eða rúmlega 12%, var óráðinn i siðustu vikuog um það bil 11% þátttakenda í könnuninni vildu ekki láta afstöðu sina í Ijós. Af þeim sökum geta niðurstöðurnar ekki verið annað en vísbending. Þannig verður ekki ráðið af þessari könnun, hvort Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihlutanum í borgar- stjórn. En með hliðsjón af því að 47% þátttakenda lýsa yfir fylgi við Sjálfstæðisflokkinn má ætla að hann sé ekki fiarri þvi marki að halda meirihlutanum, þó að þessi Tala sé tiu hundraðstölustigum lægri en fylgi flokksins var j síðustu kosningum. Eina afdráttarlausa niðurstaða könnunarinnar er sú, að Alþýðuflokkurinn muni bæta við sig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Niðurstöðutölurnar sýna á hinn bóginn talsvert lægra hlutfall hjá Framsóknarf lokknum, Sjálfstæöisflokknum og Alþýðubandalaginu en þessir f lokkar fengu i síðustu kosningum. Þetta hlutfall á eftir að breytast þegar hinir óráðnu og þeir sem ekki vildu svara í könnuninni láta afstöðu sína í Ijós í kjörklefan- um. Reikna má með því, að fylgjendur Framsóknarf lokks- ins haf i síður vil jað svara þessari könnun á vegum Visis en fylgjendur annarra f lokka, þar sem fram hef ur kom- ið mun meiri gagnrýni á Framsóknarf lokkinn í blaðinu en t.d. Sjálfstæðisf lokkinn og Alþýðubandalagið, þó að það fylgi engum ákveðnum flokki að málum. Hið lága hlutfall Framsóknarf lokksins er þvi að öllum líkindum fjarri réttu lagi, en bendir eigi að síður til minnkandi fylgis. Könnun þessi er e.t.v. ekki síst athyglisverð fyrir þá sök, að hún sýnir fylgi flokkanna eftir aldri kjósenda. Alþýðubandalagið sýnist t.d. fá helming fylgis síns frá fólki undir þrítugu, en það samsvarar því að sem næst 25% fólks á þessum aldri kjósi Alþýðubandalagið. Um það bil 30% ungra kjósenda kjósa á hinn bóginn Sjálf- stæðisflokkinn, en það er aðeins 14% af heildarfylgi hans. Þó að taka beri niðurstöður skoðanakannana með nokkurri varúð, er ekki ólíklegt að stjórnmálaf lokkarnir muni taka mið af vísbendingum þessarar könnunar á lokaspretti kosningabaráttunnar. Og sennilega mun baráttan fyrst og fremst standa milli Sjálfstæðisflokks-: ins og Alþýðubandalagsins. Alþýðuflokkurinn er öruggur með fylgisaukningu. Framsóknarflokkurinn á litla möguleika á að bæta við sig manni. Það getur þvi ráðist af viðureign Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalagsins, hvort meirihlutinn helst óbreyttur næsta kjörtimabil. Sjálfstæðisf lokkurinn getur altént ekki verið viss um meirihlutann. Þær vísbendingar, sem lesa má út úr niðurstöðutölum þessarar könnunar Vísis, geta varla komið á óvart. Þær linur, er komið hafa f ram í stjórnmálaumræðum síðustu vikur, hafa ótvírætt bent í þessa átt. Þó að upp- lýsingarnar séu um margt f róðlegar er þar ekki að f inna stórkostleg nýmæli. Ýmsir hafa lýst andstöðu við skoðanakannanir af þessu tagi, m.a. fyrir þá sök að þær geti haft áhrif á úr- síif kosninga. Þær geta vissulega haft áhrif á afstöðu kjósenda. En hvað sem slíkri gagnrýni líður eru þær vís- bendingar, sem fást úr þessum upplýsingum, fróðlegar og geta komið stjórnmálaflokkunum að notum í kosningabaráttunni um leið og þær auðvelda kjósendum að meta málflutning þeirra. Askriftargjald er kr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. SKOÐANAKÖNNUN VÍSIS SKOÐANAKÖNNUN VÍSI ALÞYÐUFLOKKUI IIér aö neöan birtist könnun, sem Visir lét gera I siöustu viku meðal kjósenda i Reykjavik, á vaentanlegu kosningafylgi þeirra fjögurra flokka sem bjööa fram i borgarstjórnarkosningunum hinn 28. mai n.k. Könnunin fór þannig fram, aö valin voru af handahófi nöfn 401 manns af kjörskrá Reykjavikur. Haft var samband viö þetta fólk simleiöis og það beöiö aö svara tveim spurningum. Sú fyrri var á þá leiö, aö menn voru beönir um aöupplýsahvort þeir myndu taka þátt i kosningum til borgar- stjórnar færu þær fram þann sama dag. Og meö seinni spurningunni voru menn beðnir aö gefa upp hvaö þeir myndu kjósa, ef þeir ætluöu á kjörstað. Viöbrögö manna voru mjög góð, þvi að 78,5% eöa 315 þeirra voru reiöubunir til aö svara spurningunum eftir bestu getu. Af þeim 86, sem ekki svöruðu, voru aöeins 10, sem neituðu algerlega aö \eita liösu. ii sitt, 9konurog 1 karl 36 konui og 37 karlmenn tókst ekki aöná sambandivið og 3 voru forfallaöir vegna veikinda. Flestir þeirra sem aldrei náðist i voru ýmist erlendis, úti á landi eöa á sjó. Smækkuð mynd 1 skoöanakonnunum af þessari gerö er mjóg mikilvægt aö úrtakið gefi retta mynd af þeim hópi. sem úrtakiö kemur úr. Þvi var aldursskipting og kynja- skipting þess borin saman við sams konar skiptingu Reykvikinga, eins og hún kemur fram á skrám Hagstofunnar. ræmið sem máli skiptir kemur fram i aldurshópunum 60 ára og eldri. 1 þeim hópum eru mun færri einstaklingar og getur þvi hver einstakur breytt hlutfalls- tölunum allmikið, sérstaklega i úrtakinu, og verður þvi aö telja þetta misræmi eölilegt. manna, sem buöu fram saman, fengu 6,5% greiddra atkvæöa, Framsóknarflokkurinn fékk 16,4%, Sjálfstæöisflokkurinn 57,8%, Alþýöubandalagiö 18,2% og Frjáislyndi flokkurinn 1,2%. Þegar niöurstööur könnunar- innar eru bornar saman viö Björgin Guðmundsson: Eykur verulega við fylgi sitt. Kristján Benediktsson: Sýnist munu tapa fylgi Fylgi Alþýðu- flokksins eykst Tafla I sýnir aö flestir þeirra sem svöruöu ætluöu aö fara á þessar tölur, kemur i ljós, að Alþýöuflokkurinn er eini flokk- urinn sem bætir við sig fylgi. Allir hinir flokkarnir tapa fylgi og Framsóknarflokkurinn þó mestu. Það skal tekið fram, þótt Tafla 1. SVÖR VIÐ FYRRI SPURNINGUNNI Ef kosningar til borgarstjórnar færu fram í dag, myndir þú þá taka þátt í þeim? Konur fi- % Karlar fi. % Samtals: fi- o/ /o Ætla að kjósa 139 34,7 141 35,2 280 69,8 Ætla ekki aðkjósa 18 4,5 10 2,5 28 7,0 óákveðnir 4 0,9 3 0,7 7 1,6 Svara ekki 46 11,5 40 10,0 86 21,5 Samtals: 207 51,6 194 48,4 401 99,9 Samkvæmt þvi eru 47,4% reyk- viskra kjósenda karlar og 52,6% konur. 1 úrtakinu var skiptingm sú, að 47,6% voru karlar og 52,4% konur. Getur það hlutfall vist varla verið nær lagi. Eins og sjá má á Töflu V, er einnig mjög góö samsvörun i aldursskiptingunni. Eina mis- kjörstaö en þó töldu 9% þeirra aö þeir ætluöu ekki að kjósa og örfáir voru óvissir. A töflu II er skýrt frá þeim svörum sem komu viö seinni spurningunni. 1 siöustu kosningum, 1974, voru úrslitin þau, aö Alþýðuflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri augljóst sé, aö engin leiö er til aö segja fýrir um hvernig atkvæöi þeirra, sem segjast vera óákveönir eöa svara ekki, falla. Það er engan veginn vist, að þau deilist á milli flokkanna i sama hlutfalli og atkvæbi þeirra sem gáfu upp sinn flokk. Raunar er Þœr stjórnuðu könnuninni Sigurveig Jónsdóttir Þjóðfélagsf ræðing- arnir Sigurveig Jóns- dótfir og Esther Guð- mundsdótfir stjórnuðu skoðanakönnun þeirri, sem Vísir gekkst fyrir i siðustu viku. Þær ákváðu úrtakið, sem tekið var úr kjörskrá fyrir borgarstjórnar- kosningarnar, skipu- lögðu upplýsingaöf lun- ina og unnu úr þeim gögnunum. Esther Guðmundsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.