Vísir - 26.05.1978, Side 6

Vísir - 26.05.1978, Side 6
6 / £>fvr; _ c Umsjón: Katrín Pálsdóttir Föstudagur 26. mal 1978. vism iSVISS: Þjóðaratkvœði um klukkuna, bílinn, brauð- ið og skólana ÞjÓðaratkvæðagreiðsla wich-tima. Þa6 vildu ekki allir fer fram i Sviss um helg- ina um nokkur sérkenni- legt mál sem að öllu jöfnu er ekki skorið úr um með þessum hætti. Sviss- lendingar kjósa um hvort eigi að flýta klukkunni um eina klukkustund, um verð á brauði og hvort banna eigi alla umferð einkabila einn sunnudag í mánuði o.fl. Svisslendingar eru að jafnaöi kvaddir aö kjörborðinu fjórum sinnum á ári til aö skera úr um alls konar mál sem rikisstjórnin getur ekki tekiö ákvaröanir um. A kjörskrá i Sviss eru um 3.4 milljónir manna. Þar er sam- steypustjórn nokkurra flokka sem leitar til almennings þegar hún getur ekki komið sér saman um úrlausn mála. Þau mál sem kosiö er um þessa helgi eru þau sérkennilegustu eöa óvenjuleg- ustu sem komiö hafa til kasta almennings i áratugi. Bændur vilja ekki flýta klukkunni. Rætt var um það i rikisstjórn að flýta klukkunni um eina klukkustund. Það var svo ákveðið aö svo skyldi gert en þá hefði klukkan i Sviss veriö tveim timum á undan Green- sætta sig viö þessa ráðstöfun. Fimm ungir bændur hófu aö safna undirskriftum gegn þess- ari ákvörðun og varö mjög vel ágengt. A einum mánuöi höföu þeir safnaö um 83 þúsund undirskriftum. Það voru aðal- lega bændur sem skrifuðu nöfn sin á mótmælaskjaliö. Bændur segja að ef klukkunni sé flýtt þá lengi það vinnudag þeirra, fyrir utan þaö hve óskemmtilegt það er aö þurfa aö fara á fætur klukkutima fyrr en venjulega. Rikisstjórnin sá sig knúna til að láta þjóöina skera úr þessu þar sem samkomulag náöist ekki innan hennar um málið. Tómar hraðbrautir 1 oliukreppunni sem kom upp áriö 1973 var tekið til þess ráös viða i Evrópulöndum aö banna umferö einkabila ákveöna daga til að spara eldsneyti. Sviss- neska stjórnin bannaði notkun einkabila þrjá sunnudaga i nóvember og desember áriö 1973. En fólk varð aö komast leiðar sinnar. Það tók fram hjól eöa fór fótgangandi erinda sinna. Hraöbrautirnar voru auöar og tómar en venjulega fara um hraðbrautir i Sviss milli 1.2 og 2.5 milljónir manna i einkabilum sinum á hverjum sunnudegi. Niu verkfræöistúdentar urðu yfir sig hrifnir af þessari s .,v...... - -—— ■ <***** I Á m . 1 1 I, Svisslendingar kjósa um það um helgina hvort þeir vilja láta banna alla umferð einkabila tólf sunnudaga á ári. ráðstöfun stjórnarinnar og vildu að þetta yröi tekið upp alla sunnudaga. Þeir hófu þvi að safna undirskriftum. Þeim varö vel ágengt og tverrh árum eftir aö undirskriftasöfnun hófst áriö 1973 höföu rúmlega 115 þúsund manns skrifað unþir skjal þeirra, þess efnis að umferö yrði bönnuö einkabilum tólf sunnudaga á ári hverju. Ferðaskrifstofumenn i Sviss eru á móti þessu umferðabanni og segja aö um hundrað þúsund manns komi til Sviss á bilum sina um hverja helgi. Rikis- stjórnin var komin i klemmu og lætur nú almenning skera úr. Fóstureyðingar og aukið f jármagn til háskóla Kosið var um þaö i september á siðasta ári hvort leyfa ætti frjálsar fóstureyðingar en nýju lögin voru felld i þjóöarat- kvæöagreiöslu. Nú um helgina veröur þetta mál á dagskrá einu sinni enn. Þeir sem berjast fyrir þessu máli i Sviss hafa nú safn- að f jölda undirskrifta og ekki er talið fært annaö en aö láta þjóöina skera úr málinu. Kosiö verður um þaö hvort eigi aö leyfa fóstureyöingu vegna félagslegra jafnt sem læknis- fræöilegra ástæðna. Þau lög sem i gildi eru um fóstureyðing- ar geta kantónurnar túlkað á mjög frjálslegan hátt og i 25 þeirra geta þær konur sem hafa um fimmtiu til sextiu þúsund krónur undir höndum fengið aö- geröina framkvæmda. Þetta misræmi vilja margir ekki sætta sig við. Stjórnvöld i Sviss ákváöu aö veita mun meira fjármagni til háskóla i landinu en hingað til vegna sivaxandi fjölda stúdenta. Hægri flokkarnir i landinu hafa nú mótmælt þessu og þvi verður aö skera úr meö þjóöaratkvæði. Áætlaður kostnaöur var ráögeröur um 12.5 milljónir dala en þeir sem eru á móti þessu segja að hann verði mun meiri eða allt að 30 milljónum dala. Stúdentum hefur fjölgað mikið og gert er ráð fyrir aö þeir veröi um 70 þúsund árið 1985. Þvi þótti stjórninni nauðsynlegt aö auka fjárframlög til háskólanna. Mótmæltu hækkun á brauðum Sósialdemókratar i Sviss mót- mæltu kröftulega þegar hækka átti brauð i landinu. Flokkur þeirra er einn af stjórnar- flokkunum i landinu. Hækka átti brauð um sem svarar fimmtiu islenskum krónum hvert kiló. Þessar ráðstafanir voru geröar þegar það fékkst ekki i gegn að leggja á nokkurs konar viröis- aukaskatt. Varaforseti sviss- neska verkalýössambandsins mótmælti þessari hækkun einnig fyrir hönd félags sins og sagði að þaö væri nær að leggja skatta á hina fjölmörgu banka i landinu áður en farið væri að taka fé af almenningi. Svissneskir kjósendur veröa að taka að sér að leysa úr þess- um deilumálum með þvi að ganga að kjörborðinu um helg- ina. —KP Sendum Dregið í kvSld Drœtti ekki frestað Afgreiðslan er i Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1. VNNINGAR: lln/alsferö fyrir 4 til Mallorka kr. 480.000.00 Útsýnarferð fyrir 2 til Grikklands — 320.000.00 Útsýnarferð fyrfr 2 tll ítalíu — 260.000.00 Úrvalsferð fyrir 2 til Mallorka — 240.000.00 Úrvalsferð fyrir 2 til Ibiza — 240.000.00 Úrvaisferð fyrir 2 til Ibiza — 240.000.00 Útsýnarferð fyrlr 2 til Spánar — 240.000.00 Útsýnarferð fyrlr 2 til Júgóslavíu — 240.000.00 Sími 82900 9. far með Fluglefðum fyrlr 2 til New York 10. farmeð Flugleiðum fyrir 2 til Parísar 8/21 11. far með Fluglelðum fyrir 2 til Luxemburg 8/21 12. far með Flugleiðum fyrir 2 til London 8/21 - 223.600.00 - 170.800.00 S - 160.800.00 - 133.800.00 £ 2.949.000.00 Sœkjum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.