Vísir - 26.05.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 26.05.1978, Blaðsíða 10
10 visir VISIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjöri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olatur Ragnarsson Ritstjórnarlulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir. Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson, Jon Einar Guðjonsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes. Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Palsson. Ljosmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumula 8. símar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 J2itstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuöi innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f. Mannréttindi eða gaffalbitahagsmunir Undarlega hljótt hefur verið hér á landi um þrælk- unarvinnudóminn, sem kveðinn var upp i Moskvu yfir Yuri Orlov formanni Helsinkinefndarinnar í Ráð- stjórnarríkjunum, Engu er líkara en þegjandi samkomu- lag sé um það milli stjórnmálaflokkanna og málgagna þeirra að taka gaf f albitahagsmuni okkar í Moskvu f ram yfir mannréttindahugsjónina. Eini íslenski stjórnmálamaðurinn, sem opinberlega hefur látið í Ijós álit sitt á þessu viðbjóðslega tilræði við frjálsa hugsun er formaður utanríkisnefndar Alþingis. En allt sem hann hefur að segja um málið er það, að dómurinn yfir Orlov sé veikleikamerki og spurning sé, hvort hann sé rétta svarið af hálf u Ráðstjórnarríkjanna gagnvart kommúnistaflokkum í Vestur-Evrópu. Hér eru það gaffalbitahagsmunirnir sem ráða. Sumar atvinnugreinar okkar hafa verið byggðar þannig upp, að illmögulegter aðselja framleiðsluna annað en á markað í Ráðstjórnarríkjunum. Þar er pólitiskur markaður, sem er tiltölulega auðveldur, ef við sýnum pólitískan lit á móti. Þetta á t.d. við um lagmetisiðnaðinn og verulegan hluta prjónaiðnaðarins á Akureyri. Stjórnvöld í Moskvu hafa i höndum sér atvinnuhags- muni fólksins, sem vinnur við þessa framleiðslu. Þannig hef ur atvinnulífi á Akureyri verið ógnað að undanförnu vegna tregðu þeirra í Moskvu á að kaupa prjónavörur frá SÍS-verksmiðjunum. Og formaður utanríkisnefndar Alþingis veit hvað til hans friðar heyrir. Hvaða tilgang hafði þátttaka okkar í Helsinkiráð- stefnunni um öryggi og frið í Evrópu? Þar voru viðhöfð fögur orð um háleitar hugsjónir, en nú stendur íslenskum ráðamönnum nákvæmlega á sama, þó að sví- virðilegur dómur sé kveðinn upp yf ir formanni Helsinki- nefndarinnar í Ráðstjórnarríkjunum. Þessi dómur bitnar ekki aðeins á Yuri Orlov. Hann er ögrun við frjálsa hugsun á Vesturlöndum. En af hálfu íslenskra stjórnvalda er látið við það eitt sitja að formaður utanríkisnefndar Alþingis lýsiryfir því að dómurinn sé veikleikamerki. Jón Ásgeirsson tónskáld hafði meiri manndóm í sér, þegar hann í siðustu viku skrifaði bréf til Emils Gilels og sagði m.a.: Það má vel vera að þér sjáið ekki samband milli veru yðar hér á iandi og dómsins yf ir Orlov. Á sama tíma og hann er fluttur i fangelsi eruð þér sendur um heim allan sem sýnisblóm rússneskrar hámenningar og prúðbúnir vestrænir borgarar njóta heimsfrægðar þinnar og snilli og hafa á meðan hljótt um ánauðugan bróður austur í Sovét." Ríkisstjórn íslands þarf á sama hátt og Jón Ásgeirsson tónskáld að taka af skarið gagnvart menningarsam- skiptum við Ráðstjórnarríkin meðan Yuri Orlov er haldið í þrælkunarvinnubúðum. Að réttu lagi á ríkis- stjórnin að tilkynna stjórnvöldum í Moskvu að frekari ákvarðanir verði ekki teknar um framkvæmd á samningum, sem í gildi eru á milli þjóðanna um menningar- vísinda- og tæknisamvinnu. Sams konar yfirlýsingu þarf að gefa varðandi óform- legan samning um íþróttasamskipti og nýlegan milli- rikjasamning um vísindasamstarf varðandi fiskveiðar. Það er siðferðilega óverjandi að heimila stjórnvöldum í Moskvu að senda hingað „sýnisblóm rússneskrar hámenningar" meðan Yuri Orlov er haldið í þrælkunar- vinnubúðum. Það er óneitanlega lágt ris á þeirri ríkis- stjórn, sem fórnar mannréttindahugsjóninni fyrir gaffalbitahagsmuni. Kosningasjá Vísis Garðabær hlaut kaupstaðar- rcttindi 1. janúar árið 1976. Hann hét áður Garðahreppur og var hreppsnefndinni falið að fara með stjórn bæjarins fram að næstu kosningum. Garðbæingar kjósa um fjóra framboðslista við n.k. sveitar- stjórnarkosningar: A-lista Alþýðuflokks, B-lista Fram- sóknarflokks, D-lista Sjálf- stæðisflokks og G-lista Alþýðu- bandalags. Viö hreppsnefndarkosningar 1974 komu einnig fram fjórir listar en þá buðu alþýðuflokks- menn fram J-lista undir nafninu jafnaðarmenn. Siðasta kjörtimabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft hreinan meirihluta i Garðabæ. Að þessu sinni veröur kosið um sjö fulltrúa i bæjarstjórn en fimm fulltrúar höfðu áður verið i hreppsnefndinni. 1 Garðabæ búa nú um 4420 manns og eru 2389 manns á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1974 voru sem hér segir: B-listi fékk 202 atkvæði og engan mann kjörinn. D-listi fékk 989 atkvæði og fjóra menn kjörna, ólaf G. Einarsson alþingismann, Guðrúnu E rl endsdó tt ur hæstaréttarlögmann, Guðmund Einarsson verkfræðing og Agúst Þorsteinsson öryggisfulltrúa. G-listi fékk 220 atkvæði og einn mann kjörinn, Hilmar Ingólfsson kennara. J-listi fékk 184 atkvæði og engan mann kjörinn. —KS „Betri vitund róði en ekki flokkspólitík" „Ég vil leggja áherslu á aö mál verði afgreidd i bæjarstjórn án flokkspólitiskra sjónarmiða þeirra sem þar eiga sæti heldur verði það betri vitund manna sem ráði gerðum þeirra”, sagði Einar Geir Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri efsti maður á lista Framsóknarflokksins. Einar sagði i sambandi við skipulagsmál að taka yrði þau fastari tökum einkum fjárhags- hliðina. Hann vildi að bæjar- verkfræðingur yrði ráðinn. Þá hefði orðið mikill dráttur á gatnagerðarframkvæmdum i bænum og þyrfti að flýta þvi sem mest að ganga frá götum. Viðast væru þeir fimm til tiu árum á eftir áætlun i þeim efnum og allt upp í 20 ár. Einar sagði að hann ætlaði að beita sér fyrir þvi að stjórnstöð löggæslu yrði flutt inn I bæjar- félagið. Það þyrfti einnig aö koma upp framhaldsmenntun fyrir unglinga. Alger stefnu- breyting þyrfti að verða i at- vinnumálum og þyrfti að skapa atvinnurekstri eðlilega aðstöðu innan bæjarmarka. „Ég þori ekki að spá neinu um kosningarnar. Þetta er allt saman ákaflega óráðið.” sagði Einar. Einar er fæddur að Vatnsleysu i Biskupstungu árið 1930. Hann flyst til Garðabæjar árið 1967. Hann hefur ekki átt sæti i bæjarstjórn og hefur ekki verið ofarlega á lista áður. —KS „Stefnan mörkuð á opinni róðstefnu" „Drög að starfi og stefnu okk- ar sjálfstæöismanna I Garðabæ voru lögð á opinni ráðstefnu um bæjarmál sem við efndum til”, sagði Garðar Sigurgeirsson bæjarstjóri efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Garðar sagði að i atvinnu- og gatnagerðarmálum legðu þeir áherslu á að efla iðnað og versl- un i bænum m.a. með þvi aö bjóða á viöráðanlegum kjörum lóðir fyrir léttan iðnað og þjón- ustu. Kanna þyrfti möguleika á byggingu og rekstri iðngarða. Kappkosta yrði aö hraða loka- frágangi gatna og gangstétta i eldri og nýrri hverjum. Vonandi aö #ólk gangi ekki með miklum heilabret um á kiörstað Kosningabaráttu, sem aldrei hófstað ráði, ernú að ljúka. Fólk stendur frammifyrir þvi á sunnu- daginn að velja sér yfirstjórn sveitarfélags, bæjar eða borgar, og er vonandi að það gangi ekki meðmiklum heilabrotum til kjör- staðar. Rikisstjórnin hefur birzt kjósendum sveitar- og bæjar- stjórna með óvæntum hætti sið- ustu daga þessarar undirbúnings- hriðar með sérstökum r.áðstöfun- um í kaupgjaldsmálum. Menn verða þvi léttari i skapi á kjördag en oft á undanförnum vikum. Hin endanlega skoðana- könnun Helstum tiðindum þykja sæta skoðanakannanir þær, sem sið- degisblöðin, Visir og Dagblaðið, gengust fyrir i aðfara kosning- anna, bæði vegna þess að niður- stöður þeirra voru næsta óvænt- ar, og af þvi þeim bar ekki saman svo neinu næmi. Bæði hafa blöðin varaö lesendur sina við að taka ekki kannanirnar alvarlega, og þeir sem sitja nú yfir manntals- gögnum og merkingum á kosn- ingaskrifstofum, gera ýmist að nota niðurstöður kannananna sér til hagsbóta i áróðursskyni eöa visa einstökum úrslitum þeirra á bug, af þvi þau henta ekki flokki þeirra. AHt gefur þetta til kynna, að við séum sorglega stutt á vegj stödd i skoðanakönnunum og frá- gangi þeirra. Eigi þær að veröa að einhverju gagni þarf miklu til að kosta, kaupendur þurfa að fyrirfinnast og önnur umsvif að vera þau, að fyrirtækið hafi ein- hverja mikilsverða viðskiptalega þýðingu. Engu af þessu er til að dreifa hérá landi. Við biðum bara eftir talninganóttinni, enda fer þá fram hin endanlega skoðana- könnun. Stjálfstæðisflokkur Meirihlutaflokkurinn i borgar- stjórn hefur að sjálfsögðu mestu og friðustu liði á að skipa við þessar kosningar. Flokkurinn hefur nú tekið upp nýja atvinnu- málastefnu, sem á næstu árum mun segja til sin i stöðugt rikari mæli. Hin nýja atvinnustefna mótest m.a. af þeirri sérkenni- legu stöðu Reykjavikur, að hún hefur verið afskipt um fjármagn, sem veitt hefur verið af þvi opin- bera vegna svonefndar byggða- stefnu. 1 einn tima var þvi haldið fram, aðhin öra útþensla Reykja- vikur hefði orðið landsbyggðinni þung i skauti, en með tilkomu vinstri stjórnarinnar siðustu og stofnun Framkvæmdastofnunar og Byggðasjóðs, var þess freistaö að renna þeim atvinnulegu og fjármunalegu stoðum undir landsbyggðina, að þar yrði lif- vænlegra en verið hafði. Þetta var svo sem gott og gilt, ef jafn- framt hefði ekki komið í ljós, að Reykjavik og Suðurnesjum var ekki ætlaður neinn sérstakur hlutur i þessari uppbyggingu. Nú hefur pólitisk forusta Reykjavik- ur hug á að hrinda þessari aðför, sem stjórnað hefur verið af full- trúum minnihlutaflokkanna i borgarstjórn — að visu i öðru húsi i borginni. Andstæðingar borgar- stjórnarmeirihlutans hafa gert mikið úr atvinnulegri stöðu Reykjavikur meirihlutanum til minnkunnar að þvi er manni skilst. Þessir sömu andstæðingar meirihlutans gæta hins vegar ekki sem skildi að þvi, að borgar- búar vita að hjá þeim var innan- gengt i allar vistarverur fjár- munastofnana vinstri stjórnar- innar sálugu — eins og i fjósið i gamla daga, og þess vegna má með nokkrum sanni segja, aö minnkandi gróska Reykjavikur er frá minnihlutaflokkunum sjálfum komin. Það breytir þó ekki þeirri staöreynd, að Alþýðu- bandalagið spáir Sjálfstæðis- flokknum áframhaldandi meiri- hluta i borgarstjórn. Þannig hyggjast þeir Alþýöubandalags- menn byggja upp andvaraleysi Sjálfstæðismanna, ef það gæti orðið þeim til ófarnaðar. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið fékk ekki fullt hús á kosningafundi i Há- skólabiói, og Þjóðviljinn gat ekki birt nema eina mynd af fundin- um, af því hún varð ekki „skorin” nema á einn veg öðruvisi en saást i hin auðu sæti. Þetta er fremur óvenjulegt hjá Alþýðubandalag- inu, og bendir til nokkurra erfið- leika innan flokksins, enda er nú við margt að striða á sama tima. Fólk, sem fram að þessum tima hefur haft áhyggjur af atvinnu sinni vegna aðgerða Verka- mannasambandsins, telur sig hafa annað þarfara að gera en sækja fundi hjá flokki, sem stefn- ir þvi i slika óvissu. Leikrit Jónasar Arnason, sem nýlega var

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.